Myndaði í laumi í búningsklefa kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 10:42 Crossfit Reykjavík er staðsett í Faxafeni í Skeifunni. Mynd/Já.is Starfsmaður hjá Crossfit Reykjavík í Skeifunni var nýlega staðinn að því að mynda konur í búningsklefa þeirra. Hann var staðinn að verki og hefur verið vikið frá störfum. Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni sem er ein sú vinsælasta hér á landi. Um tvö tilvik er að ræða.Fréttatíminn greindi frá málinu í gær þar sem fram kom að manninum væri gefið að sök að hafa myndað þær í kynferðislegum tilgangi. Hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Í annað skiptið hafi konan komið auga á manninn og spurt hvort hann væri að mynda sig. Hann hafi neitað fyrst en svo játað.Átta eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í Crossfit Reykjavík.Vísir/PjeturKomu upp eftirlitsmyndavélum Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, segir í samtali við Vísi að stöðin líti málið alvarlegum augum og brugðist hafi verið við því. Viðkomandi, sem var starfsmaður í hlutastarfi, var látinn hætta og eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni. Eftirlitsmyndavélarnar eru alls átta en Hrönn segir að til umræðu hafi verið að koma upp myndavélum af almennum öryggisástæðum. Atvikið hafi orðið til þess að flýta því ferli. Allir sem komi í stöðina ættu að vera meðvitaðir um tilvist myndavélanna. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, sagði lögreglu verjast fregna af málinu og engar upplýsingar fengjust þaðan. Heimildir Fréttatímans herma að maðurinn hafi þegar játað brot sitt. Crossfit Reykjavík er ein vinsælasta líkamsræktarstöð landsins en meðal iðkenda þar undanfarin ár er Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í Crossfit.Mikill fjöldi gesta mætir í Laugardalslaug á hverjum degi. Erfitt er að fylgjast með farsímanotkun gesta sem bregðast margir hverjir illa við séu gerðar athugasemdir.vísir/gvaMyndbönd af nöktum körlum í Laugardal Myndbandsupptökur í búningsklefum virðast vera aukið vandamál með aukinni snjallsímaeign. Greint var frá því í mars að myndbönd af nöktum karlmönnum í Laugardalslaug hefðu verið birt á fjölsóttri klámsíðu. „Það er ótrúlegt að það sé ekki meira um þetta,“ sagði Logi Friðfinsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Vísi af því tilefni. Vísaði hann til þess að snjallsímar væru orðin svo almenn eign, allir með myndavélar auk þess sem notkun þeirra í búningsklefum sé töluverð þrátt fyrir að hún sé bönnuð. Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Starfsmaður hjá Crossfit Reykjavík í Skeifunni var nýlega staðinn að því að mynda konur í búningsklefa þeirra. Hann var staðinn að verki og hefur verið vikið frá störfum. Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni sem er ein sú vinsælasta hér á landi. Um tvö tilvik er að ræða.Fréttatíminn greindi frá málinu í gær þar sem fram kom að manninum væri gefið að sök að hafa myndað þær í kynferðislegum tilgangi. Hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Í annað skiptið hafi konan komið auga á manninn og spurt hvort hann væri að mynda sig. Hann hafi neitað fyrst en svo játað.Átta eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í Crossfit Reykjavík.Vísir/PjeturKomu upp eftirlitsmyndavélum Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, segir í samtali við Vísi að stöðin líti málið alvarlegum augum og brugðist hafi verið við því. Viðkomandi, sem var starfsmaður í hlutastarfi, var látinn hætta og eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni. Eftirlitsmyndavélarnar eru alls átta en Hrönn segir að til umræðu hafi verið að koma upp myndavélum af almennum öryggisástæðum. Atvikið hafi orðið til þess að flýta því ferli. Allir sem komi í stöðina ættu að vera meðvitaðir um tilvist myndavélanna. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, sagði lögreglu verjast fregna af málinu og engar upplýsingar fengjust þaðan. Heimildir Fréttatímans herma að maðurinn hafi þegar játað brot sitt. Crossfit Reykjavík er ein vinsælasta líkamsræktarstöð landsins en meðal iðkenda þar undanfarin ár er Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í Crossfit.Mikill fjöldi gesta mætir í Laugardalslaug á hverjum degi. Erfitt er að fylgjast með farsímanotkun gesta sem bregðast margir hverjir illa við séu gerðar athugasemdir.vísir/gvaMyndbönd af nöktum körlum í Laugardal Myndbandsupptökur í búningsklefum virðast vera aukið vandamál með aukinni snjallsímaeign. Greint var frá því í mars að myndbönd af nöktum karlmönnum í Laugardalslaug hefðu verið birt á fjölsóttri klámsíðu. „Það er ótrúlegt að það sé ekki meira um þetta,“ sagði Logi Friðfinsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Vísi af því tilefni. Vísaði hann til þess að snjallsímar væru orðin svo almenn eign, allir með myndavélar auk þess sem notkun þeirra í búningsklefum sé töluverð þrátt fyrir að hún sé bönnuð.
Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira