Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 12:00 Ólafur Ragnar hefur gegnt embætti forseta Íslands í tuttugu ár sem er Íslandsmet. Engar reglur gilda um hve lengi forseti geti setið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir muninn á langri setu sinni í embætti og einræðisherra sem hann hefur verið borinn saman við felast í því að forseti Íslands sé kjörinn í lýðræðislegu ferli. Raunar sé Ísland eitt elsta lýðræðisríki í heimi þar sem réttur bænda, sjómanna og annarra til að kjósa sér forseta sé sá sami. Þetta kom fram í viðtali Christiane Amanpour við Ólaf Ragnar á CNN. Ólafur Ragnar hefur sem kunnugt er hætt við að hætta sem forseti og gefur kost á sér í sjötta skiptið. Hann hefur gegnt embættinu í tuttugu ár. „Það er rétt. Þetta er ótrúlega langur tími,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Undnafarna mánuði, sérstaklega undanfarnar vikur, hafi komið hávær krafa um „stöðugleika og reynslu“ og leitað til hans um að þjóna þóðinni áfram.„Nei, nei, nei, nei, nei“ Hann vísaði til ákvarðana sinna um að setja ákvarðanir í hendur þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og hann gerði við neitun undirritunar fjölmiðlalaga og Icesave-samninga, og taldi fólk vilja geta treyst áfram á að fyrirkomulagið yrði þannig áfram. Þá sagði Ólafur Ragnar það skoðun sína að upplýsingarnar úr Panamalekanum ættu svo sannarlega erindi við almenning. Það væri í takt við breytta tíma og upplýsingarnar þörf áminning til sín og annarra um það umhverfi sem skapað hefði verið undanfarna áratugi í fjármálakerfinu. Forsetinn þvertók fyrir að hann eða fjölskylda hans hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir. „Nei, nei, nei, nei , nei,“ svaraði forsetinn. Hann hafði áður greint frá þessu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild að neðan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir muninn á langri setu sinni í embætti og einræðisherra sem hann hefur verið borinn saman við felast í því að forseti Íslands sé kjörinn í lýðræðislegu ferli. Raunar sé Ísland eitt elsta lýðræðisríki í heimi þar sem réttur bænda, sjómanna og annarra til að kjósa sér forseta sé sá sami. Þetta kom fram í viðtali Christiane Amanpour við Ólaf Ragnar á CNN. Ólafur Ragnar hefur sem kunnugt er hætt við að hætta sem forseti og gefur kost á sér í sjötta skiptið. Hann hefur gegnt embættinu í tuttugu ár. „Það er rétt. Þetta er ótrúlega langur tími,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Undnafarna mánuði, sérstaklega undanfarnar vikur, hafi komið hávær krafa um „stöðugleika og reynslu“ og leitað til hans um að þjóna þóðinni áfram.„Nei, nei, nei, nei, nei“ Hann vísaði til ákvarðana sinna um að setja ákvarðanir í hendur þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og hann gerði við neitun undirritunar fjölmiðlalaga og Icesave-samninga, og taldi fólk vilja geta treyst áfram á að fyrirkomulagið yrði þannig áfram. Þá sagði Ólafur Ragnar það skoðun sína að upplýsingarnar úr Panamalekanum ættu svo sannarlega erindi við almenning. Það væri í takt við breytta tíma og upplýsingarnar þörf áminning til sín og annarra um það umhverfi sem skapað hefði verið undanfarna áratugi í fjármálakerfinu. Forsetinn þvertók fyrir að hann eða fjölskylda hans hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir. „Nei, nei, nei, nei , nei,“ svaraði forsetinn. Hann hafði áður greint frá þessu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild að neðan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Sjá meira