Samkvæmt yfirlýsingu frá EBU skuldar rúmenska ríkissjónvarpið yfir 16 milljónir svissneskra franka. Í yfirlýsingunni segir að það sé með eftirsjá sem EBU reki Rúmeníu úr Eurovision en samtökin höfðu sagt að ríkisstjórn landsins þyrftu að borga skuldirnar fyrir 20. apríl síðastliðinn.
Rúmenía hefur aldrei unnið Eurovision en náði sínum besta árangri árið 2010 þegar lagið Playing with Fire endaði í þriðja sæti. Rúmenía tók fyrst þátt í Eurovision árið 1994 og hefur tekið þátt í öllum úrslitum keppninnar síðan undanúrslitafyrirkomulaginu var komið á árið 2004.
Hér að neðan má sjá yfirlýsingu EBU:
„Hver hefur sigrað mig og af hverju? Sanngjarnt? Ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta á fínlegan hátt svo ég sleppi því...“