Þorgrímur Þráinsson var í dag kjörinn formaður Vals en aðalfundur félagsins var haldinn í dag. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Vals.
Þorgrímur á langan feril að baki sem knattspyrnumaður með Val en hann hefur síðustu ár starfað sem rithöfundur. Hann tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands í haust en dró það svo til baka í byrjun mánaðarins.
Þorgrímur hefur starfað í kringum íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu síðustu ár og mun fylgja því til Frakklands þar sem lokakeppni Evrópumeistaramótsins fer fram.
Tekur hann við formennsku í Val af Birni Zoega.
Sport