Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. apríl 2016 07:00 Aðstandendur hinna látnu fagna innilega niðurstöðum rannsóknarinnar, sem lengi hefur verið beðið eftir. Fréttablaðið/EPA Heilum 27 árum eftir að nærri hundrað manns létu lífið í troðningi á fótboltavelli hefur ítarleg rannsókn leitt í ljós að lögreglan beri meginábyrgðina. Aðstandendur hinna látnu fögnuðu niðurstöðunni. David Cameron forsætisráðherra segir að þarna hafi fengist opinber staðfesting á því að fótboltaaðdáendurnir, sem voru á vellinum í Sheffield þann 15. apríl árið 1989, hafi verið alsaklausir. David Cuckenfield var yfirmaður í lögreglunni þegar harmleikurinn á Hillsborough-vellinum varð. Alls létu 96 manns lífið og 766 meiddust. Cuckenfeld er í úrskurði rannsóknarkviðdóms sagður hafa brugðist skyldu sinni og sýnt af sér vítaverða vanrækslu. Þar með hafi hann gerst sekur um manndráp. Lögreglan hafi gert margvísleg mistök sem hafi gert ástandið á vellinum hættulegra en ella hefði orðið. Meðal annars hafi lögreglunni ekki tekist að hafa stjórn á mannfjöldanum sem streymdi inn á völlinn. Þá hafi viðbrögð lögreglu og sjúkraliðs verið alltof hæg, ekki síst vegna þess að of seint hafi verið lýst yfir neyðarástandi. Þá hafi verið gerð alvarleg mistök með því að fresta ekki upphafi leiksins þegar í ljós kom að alvarlegur troðningur var að myndast. Gagnrýnt er að lögreglan hafi ekki dregið neinn lærdóm af fyrri atburðum, en hættuástand hafi nokkrum sinnum áður myndast á þessum sama leikvangi. Athygli lögreglu og fjölmiðla beindist eingöngu að áhorfendum og sökin sögð liggja hjá fótboltabullum, sem hafi hagað sér með vítaverðum hætti. „Fólk var á móti okkur. Við höfðum fjölmiðlana á móti okkur og stjórnvöld líka,“ er haft eftir Margaret Aspinall á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. „Allt var á móti okkur.“ Aspinall missti átján ára son sinn í troðningnum við Hillsborough-völlinn. Aðstandendur hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að atburðurinn yrði rannsakaður ofan í kjölinn. Á endanum var ákveðið að leggja fjórtán spurningar fyrir níu manna kviðdóm, sem skýrði frá niðurstöðum sínum í gær. Við öllum spurningunum nema einni komst kviðdómurinn að einróma niðurstöðu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Heilum 27 árum eftir að nærri hundrað manns létu lífið í troðningi á fótboltavelli hefur ítarleg rannsókn leitt í ljós að lögreglan beri meginábyrgðina. Aðstandendur hinna látnu fögnuðu niðurstöðunni. David Cameron forsætisráðherra segir að þarna hafi fengist opinber staðfesting á því að fótboltaaðdáendurnir, sem voru á vellinum í Sheffield þann 15. apríl árið 1989, hafi verið alsaklausir. David Cuckenfield var yfirmaður í lögreglunni þegar harmleikurinn á Hillsborough-vellinum varð. Alls létu 96 manns lífið og 766 meiddust. Cuckenfeld er í úrskurði rannsóknarkviðdóms sagður hafa brugðist skyldu sinni og sýnt af sér vítaverða vanrækslu. Þar með hafi hann gerst sekur um manndráp. Lögreglan hafi gert margvísleg mistök sem hafi gert ástandið á vellinum hættulegra en ella hefði orðið. Meðal annars hafi lögreglunni ekki tekist að hafa stjórn á mannfjöldanum sem streymdi inn á völlinn. Þá hafi viðbrögð lögreglu og sjúkraliðs verið alltof hæg, ekki síst vegna þess að of seint hafi verið lýst yfir neyðarástandi. Þá hafi verið gerð alvarleg mistök með því að fresta ekki upphafi leiksins þegar í ljós kom að alvarlegur troðningur var að myndast. Gagnrýnt er að lögreglan hafi ekki dregið neinn lærdóm af fyrri atburðum, en hættuástand hafi nokkrum sinnum áður myndast á þessum sama leikvangi. Athygli lögreglu og fjölmiðla beindist eingöngu að áhorfendum og sökin sögð liggja hjá fótboltabullum, sem hafi hagað sér með vítaverðum hætti. „Fólk var á móti okkur. Við höfðum fjölmiðlana á móti okkur og stjórnvöld líka,“ er haft eftir Margaret Aspinall á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. „Allt var á móti okkur.“ Aspinall missti átján ára son sinn í troðningnum við Hillsborough-völlinn. Aðstandendur hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að atburðurinn yrði rannsakaður ofan í kjölinn. Á endanum var ákveðið að leggja fjórtán spurningar fyrir níu manna kviðdóm, sem skýrði frá niðurstöðum sínum í gær. Við öllum spurningunum nema einni komst kviðdómurinn að einróma niðurstöðu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira