Snæfell tryggði sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð með átta stiga sigri, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld.
Gríðarlega góð stemmning var á leiknum og áhorfendur voru vel með á nótunum. Hólmarar fjölmenntu á Ásvelli í kvöld og studdu vel við bakið á sínu liði.
Eftir leikinn brustu leikmenn Snæfells í söng og tóku lagið Ég er kominn heim í sigurvímunni. Og stuðningsmennirnir tóku vel undir eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
