Dalglish um Hillsborough: Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 08:45 Kenny Dalglish minnist hinna 96 á Anfield. vísir/getty Kenny Dalglish, einn besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóri félagsins, segir að dómurinn vegna Hillsborough-slyssins í gær hafi veitt stuðningsmönnum Liverpool algjöra uppreisn æru. Alls slösuðust 766 manns og 96 fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 en þeir sem létu lífið krömdust eftir að South Yorkshire-lögreglan sýndi af sér mikla vanrækslu í starfi og opnaði hlið sem hún hefði aldrei átt að gera. Sjá einnig: Loksins réttlæti fyrir hina 96 Lögreglan hylmdi yfir eigin vanrækslu í rúma tvo áratugi þar til rannsókn á málinu sem hófst fyrir fimm árum leiddi í ljós að hún ætti stærsta sök í máli og það var staðfest í úrskurði kviðdóms í gær. Kviðdómur mat málið svo að stuðningsmennirnir hefðu dáið ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanræslu South Yorkshire-lögreglunnar og þá fékk sjúkrabílaþjónusta sama svæðis einnig falleinkunn. Í 27 ár hefur stuðningsmönnum Liverpool verið kennt um slysið og þeir barist fyrir að sannleikurinn komi upp á yfirborðið sem gerðist loksins í gær. Réttlæti fyrir hina 96. „Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru og nú geta fjölskyldurnar fagnað sigri yfir öllu sem þær lögðu fram. Sannleikurinn sem fólkið hefur vitað í 27 ár er loksins komin í ljós,“ sagði Dalglish í útvarpsviðtali við BBC í gær. „Fjölskyldurnar börðust fyrir fólki sem fór á fótboltaleik og lét lífið. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þesar fjölskyldur eru búnar að ganga í gegnum undanfarin 27 ár. Á tímabili litu hlutirnir ekki vel út en þetta fólk gafst ekki upp í baráttunni fyrir þeim sem þau elska.“ „Þetta fólk hefur verið auðmjúkt og aðeins hugsað um að fá sannleikann í ljós. Það hefur tekið 27 ár þannig manni er létt fyrir þeirra hönd,“ sagði Kenny Dalglish. Enski boltinn Bretland Hillsborough-slysið England Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Kenny Dalglish, einn besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóri félagsins, segir að dómurinn vegna Hillsborough-slyssins í gær hafi veitt stuðningsmönnum Liverpool algjöra uppreisn æru. Alls slösuðust 766 manns og 96 fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 en þeir sem létu lífið krömdust eftir að South Yorkshire-lögreglan sýndi af sér mikla vanrækslu í starfi og opnaði hlið sem hún hefði aldrei átt að gera. Sjá einnig: Loksins réttlæti fyrir hina 96 Lögreglan hylmdi yfir eigin vanrækslu í rúma tvo áratugi þar til rannsókn á málinu sem hófst fyrir fimm árum leiddi í ljós að hún ætti stærsta sök í máli og það var staðfest í úrskurði kviðdóms í gær. Kviðdómur mat málið svo að stuðningsmennirnir hefðu dáið ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanræslu South Yorkshire-lögreglunnar og þá fékk sjúkrabílaþjónusta sama svæðis einnig falleinkunn. Í 27 ár hefur stuðningsmönnum Liverpool verið kennt um slysið og þeir barist fyrir að sannleikurinn komi upp á yfirborðið sem gerðist loksins í gær. Réttlæti fyrir hina 96. „Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru og nú geta fjölskyldurnar fagnað sigri yfir öllu sem þær lögðu fram. Sannleikurinn sem fólkið hefur vitað í 27 ár er loksins komin í ljós,“ sagði Dalglish í útvarpsviðtali við BBC í gær. „Fjölskyldurnar börðust fyrir fólki sem fór á fótboltaleik og lét lífið. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þesar fjölskyldur eru búnar að ganga í gegnum undanfarin 27 ár. Á tímabili litu hlutirnir ekki vel út en þetta fólk gafst ekki upp í baráttunni fyrir þeim sem þau elska.“ „Þetta fólk hefur verið auðmjúkt og aðeins hugsað um að fá sannleikann í ljós. Það hefur tekið 27 ár þannig manni er létt fyrir þeirra hönd,“ sagði Kenny Dalglish.
Enski boltinn Bretland Hillsborough-slysið England Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira