Dalglish um Hillsborough: Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 08:45 Kenny Dalglish minnist hinna 96 á Anfield. vísir/getty Kenny Dalglish, einn besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóri félagsins, segir að dómurinn vegna Hillsborough-slyssins í gær hafi veitt stuðningsmönnum Liverpool algjöra uppreisn æru. Alls slösuðust 766 manns og 96 fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 en þeir sem létu lífið krömdust eftir að South Yorkshire-lögreglan sýndi af sér mikla vanrækslu í starfi og opnaði hlið sem hún hefði aldrei átt að gera. Sjá einnig: Loksins réttlæti fyrir hina 96 Lögreglan hylmdi yfir eigin vanrækslu í rúma tvo áratugi þar til rannsókn á málinu sem hófst fyrir fimm árum leiddi í ljós að hún ætti stærsta sök í máli og það var staðfest í úrskurði kviðdóms í gær. Kviðdómur mat málið svo að stuðningsmennirnir hefðu dáið ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanræslu South Yorkshire-lögreglunnar og þá fékk sjúkrabílaþjónusta sama svæðis einnig falleinkunn. Í 27 ár hefur stuðningsmönnum Liverpool verið kennt um slysið og þeir barist fyrir að sannleikurinn komi upp á yfirborðið sem gerðist loksins í gær. Réttlæti fyrir hina 96. „Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru og nú geta fjölskyldurnar fagnað sigri yfir öllu sem þær lögðu fram. Sannleikurinn sem fólkið hefur vitað í 27 ár er loksins komin í ljós,“ sagði Dalglish í útvarpsviðtali við BBC í gær. „Fjölskyldurnar börðust fyrir fólki sem fór á fótboltaleik og lét lífið. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þesar fjölskyldur eru búnar að ganga í gegnum undanfarin 27 ár. Á tímabili litu hlutirnir ekki vel út en þetta fólk gafst ekki upp í baráttunni fyrir þeim sem þau elska.“ „Þetta fólk hefur verið auðmjúkt og aðeins hugsað um að fá sannleikann í ljós. Það hefur tekið 27 ár þannig manni er létt fyrir þeirra hönd,“ sagði Kenny Dalglish. Enski boltinn Bretland Hillsborough-slysið England Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Kenny Dalglish, einn besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóri félagsins, segir að dómurinn vegna Hillsborough-slyssins í gær hafi veitt stuðningsmönnum Liverpool algjöra uppreisn æru. Alls slösuðust 766 manns og 96 fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 en þeir sem létu lífið krömdust eftir að South Yorkshire-lögreglan sýndi af sér mikla vanrækslu í starfi og opnaði hlið sem hún hefði aldrei átt að gera. Sjá einnig: Loksins réttlæti fyrir hina 96 Lögreglan hylmdi yfir eigin vanrækslu í rúma tvo áratugi þar til rannsókn á málinu sem hófst fyrir fimm árum leiddi í ljós að hún ætti stærsta sök í máli og það var staðfest í úrskurði kviðdóms í gær. Kviðdómur mat málið svo að stuðningsmennirnir hefðu dáið ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanræslu South Yorkshire-lögreglunnar og þá fékk sjúkrabílaþjónusta sama svæðis einnig falleinkunn. Í 27 ár hefur stuðningsmönnum Liverpool verið kennt um slysið og þeir barist fyrir að sannleikurinn komi upp á yfirborðið sem gerðist loksins í gær. Réttlæti fyrir hina 96. „Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru og nú geta fjölskyldurnar fagnað sigri yfir öllu sem þær lögðu fram. Sannleikurinn sem fólkið hefur vitað í 27 ár er loksins komin í ljós,“ sagði Dalglish í útvarpsviðtali við BBC í gær. „Fjölskyldurnar börðust fyrir fólki sem fór á fótboltaleik og lét lífið. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þesar fjölskyldur eru búnar að ganga í gegnum undanfarin 27 ár. Á tímabili litu hlutirnir ekki vel út en þetta fólk gafst ekki upp í baráttunni fyrir þeim sem þau elska.“ „Þetta fólk hefur verið auðmjúkt og aðeins hugsað um að fá sannleikann í ljós. Það hefur tekið 27 ár þannig manni er létt fyrir þeirra hönd,“ sagði Kenny Dalglish.
Enski boltinn Bretland Hillsborough-slysið England Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira