Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Karl Lúðvíksson skrifar 27. apríl 2016 10:00 Henrik Mortensen er væntanlegur til landsins til að kenna fluguköst. Eftir margra ára fjarveru snýr hinn heimskunni flugukastari, Henrik Mortensen aftur til Íslands þar sem hann mun halda flugukastnámskeið og kynna nýja Stangveiðimerkið sitt, Salmonlogic. Námskeiðin verða haldin í Reykjavík 12., 13., 14. og 16 maí og á Akureyri 14. og 15.maí. Hvert námskeið er u.þ.b. 4 klst og miðast fjöldi við u.þ.b. 10 manns. Henriki til halds og traust er Thomas Thaarup sem mun aðstoða við fluguköstin og tæknina. Flestir veiðimenn þekkja kennslumyndböndin og bækurnar sem Henrik hefur gefið út. Einnig fengu fjölmargir tækifæri á að sækja vinsæl kastnámskeið hjá honum hér á landi fyrir nokkrum árum. Námskeiðin henta öllum og ekki síður reyndum veiðimönnum en byrjendum en það er einmitt eitt af því sem er svo skemmtilegt við veiðina að "svo lærir sem veiðir". Námskeiðin verða sem segir: 12. maí - 19:00, opin kynning Salmologic vörunum og kastkynning á Klambratúni 13. maí - 09:00 – 13:00, Keflavík, 16:00 – 20:00, Reykjavík 14. maí - 09:00 – 13:00, Reykjavík, 19:00, opin kynning á Salmologic vörunum og kastkynning á Akureyri 15. maí - 09:00 – 13:00, Akureyri 16. maí - 16:00 – 20:00, Reykjavík Frekari upplýsingar um námskeiðin gefur Harpa Hlín hjá Iceland Outfitters. harpa@icelandoutfitters.com Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði
Eftir margra ára fjarveru snýr hinn heimskunni flugukastari, Henrik Mortensen aftur til Íslands þar sem hann mun halda flugukastnámskeið og kynna nýja Stangveiðimerkið sitt, Salmonlogic. Námskeiðin verða haldin í Reykjavík 12., 13., 14. og 16 maí og á Akureyri 14. og 15.maí. Hvert námskeið er u.þ.b. 4 klst og miðast fjöldi við u.þ.b. 10 manns. Henriki til halds og traust er Thomas Thaarup sem mun aðstoða við fluguköstin og tæknina. Flestir veiðimenn þekkja kennslumyndböndin og bækurnar sem Henrik hefur gefið út. Einnig fengu fjölmargir tækifæri á að sækja vinsæl kastnámskeið hjá honum hér á landi fyrir nokkrum árum. Námskeiðin henta öllum og ekki síður reyndum veiðimönnum en byrjendum en það er einmitt eitt af því sem er svo skemmtilegt við veiðina að "svo lærir sem veiðir". Námskeiðin verða sem segir: 12. maí - 19:00, opin kynning Salmologic vörunum og kastkynning á Klambratúni 13. maí - 09:00 – 13:00, Keflavík, 16:00 – 20:00, Reykjavík 14. maí - 09:00 – 13:00, Reykjavík, 19:00, opin kynning á Salmologic vörunum og kastkynning á Akureyri 15. maí - 09:00 – 13:00, Akureyri 16. maí - 16:00 – 20:00, Reykjavík Frekari upplýsingar um námskeiðin gefur Harpa Hlín hjá Iceland Outfitters. harpa@icelandoutfitters.com
Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði