Þjálfari Conors opnar sig: „Hann mætti of seint á æfingu og sagðist vera hættur“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 10:15 Conor McGregor er ekki hættur en fær líklega ekki að berjast á UFC 200. vísir/getty John Kavanagh, þjálfari Conors McGregors og Gunnars Nelson, var í viðtali í þættinum The MMA Hour sem fremsti MMA-blaðamaður heims, Ariel Helwani, sér um á Fox Sports. Kavanagh sagði þar í fyrsta sinn frá sinni upplifun af síðustu viku þegar hans frægasti skjólstæðingur, Conor McGregor, sagðist vera hættur en gríðarlegur fjölmiðlastormur myndaðist eftir það og er hann ekki hættur.Sjá einnig:Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Conor mætti ekki á blaðamannafund í Las Vegas síðastliðinn föstudag sem varð til þess að Dana White, forseti UFC, tók hann af UFC 200 bardagakvöldinu þar sem hann átti að berjast öðru sinni við Nate Diaz. Conor sagði svo á Twitter í fyrradag að búið væri að ganga frá málum og þakkaði Dana White fyrir að gera stuðningsmönnunum þann greiða að endurvekja bardaga hans og Nate Diaz. Það var bara bull hjá Conor því White var ekki búinn að því og er nú leitað að öðrum aðalbardaga á UFC 200.Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu saman þessa örlagaríku viku.vísir/gettyMisbrestur í samskiptum Conor, Kavanagh og Gunnar Nelson yfirgáfu Ísland í gær eftir vikudvöl og héldu til Írlands þar sem Gunnar verður í viku í æfingabúðum áður en hann heldur til Rotterdam. Kavanagh varð viðskila við Conor í smá tíma og vissi ekki af tístinu um að bardaginn væri aftur orðinn að veruleika. „Ég vissi ekki af þessu og ekki heldur umboðsmaður hans þannig þetta voru fréttir fyrir okkur. Ég hef ekki talað við Conor síðan því ég hef eytt deginum með Paddy Hoolahan og er að koma Gunna fyrir,“ segir Kavanagh.Sjá einnig:Diaz: Fer í frí ef ég berst ekki við Conor Aðspurður hvernig andrúmsloftið var þegar hann síðast hitti Conor sagði Kavanagh: „Hann var jákvæður um að það væru góðar fréttir á leiðinni og ég sá frétt á ESPN um að hann væri kominn aftur á bardagakvöldið. Þetta er held ég að þokast í rétta átt.“ Honum finnst skrýtið að Conor og UFC standi í þessari baráttu þar sem samstarf þeirra hefur gengið svo vel. „Já, ég verð að segja það. Kannski voru þetta bara misbrestir í samskiptum. Það hefði kannski þurft betri samtöl á milli beggja aðila. Það hefði verið hægt að ræða saman á Skype eða eitthvað. Ég veit ekki hvað málið er alltaf með Vegas og þurfa að vera þar. UFC er alþjóðlegt, hlutirnir gerast ekki bara í Vegas,“ sagði írski bardagaþjálfarinn. „Ég skil ekki hvers vegna menn þurfa alltaf að koma þangað, sérstaklega þegar bardagamaður sem er að hefja tólf vikna æfingaprógram þarf að rugla því til að fljúga til Vegas.“ „Ég vona að vegna alls þess sem Conor hefur gert; tekið að sér bardaga með skömmum fyrirvara og aflað svona mikilla tekna, að þetta gangi upp þó hann hafi ekki mætt á einn blaðamannafund,“ sagði Kavanagh.John Kavanagh þarf stundum að hafa hemil á Conor McGregor.vísir/gettyVar ekkert grín Helwani fór með Kavanagh á byrjunarreitinn. Tístið sem tryllti heiminn. Tístið frá Conor þar sem hann sagðist vera hættur þetta ungur að aldri, aðeins 27 ára. Írinn var þá staddur á Íslandi og skrifaði Twitter-færsluna rétt áður en hann fór á æfingu. „Ég var að þjálfa hjá Mjölni á Íslandi og hann mætir of seint á æfingu. Ég segi honum að drífa sig á mottuna en áður en við byrjum segir hann: „Heyrðu, ég er hættur.“ Ég sagði bara allt í lagi og að við myndum ræða þetta eftir æfinguna,“ sagði Kavanagh.Sjá einnig:Sjáðu Conor og Gunnar takast á í frábæru myndbandi | Myndband „Við æfðum í nokkra tíma og svo fór ég út og kveikti á símanum og sá að hann var búinn að tísta þessu. Hann var sáttur að hætta á þessum tímapunkti. Þetta var ekkert grín.“ „Stundum þarf ég vera handbremsan í ákvarðanatökum hans þannig við áttum samtal um þetta þar sem ég reyndi að fá hann af því að hætta. Mér fannst þetta aðeins of mikil fjótfærni en það er hluti af því sem gerir hann að snillingi og manni sem er áhugavert að fylgjast með,“ sagði Kavanagh.Dana White og Conor á meðan allt lék í lyndi.vísir/gettySkipti um símanúmer Áhuginn á Conor McGregor út um allan heim er svakalegur en fjölmiðlaumfjöllun um málið hefur verið gríðarleg. Svo mikil að John Kavanagh þurfti að skipta um símanúmer sem hann er búinn að vera með í rúman áratug. „Þegar þú reyndir að hringja í mig gastu það ekki því ég þurfti að skipta um símanúmer. Ég er búinn að vera með sama númerið í fimmtán ár en ég þurfti að skipta því áreitið var svo mikið,“ sagði hann.Sjá einnig:Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga? „Þú ert fyrsti blaðamaðurinn og verður sá eini sem hefur nýja númerið mitt. Í gegnum árin lætur maður hina og þessa fá númerið en svo komst ég að því að svona 200 blaðamenn voru komnir með númerið. Síminn bara hringdi og hringdi þar til hann varð batteríslaus. Svo hlóð ég hann og þá gerðist þetta aftur.“ „Ég varð að hringja í símafyrirtækið mitt og fá nýtt númer sem er nú vanalega ekki gert en sá sem talaði við mig áttaði sig á hver ég var og skildi aðstöðuna sem ég var kominn í. Ég fékk því nýtt númer sem aðeins tíu manns eru með,“ sagði John Kavanagh.Viðtalið við John Kavanagh hefst eftir átta mínútur í þættinum MMA Tengdar fréttir Conor hættur við að hætta og berst á UFC 200 Írski bardagakappinn þakkar yfirmönnum UFC fyrir að ganga frá málunum. 25. apríl 2016 07:40 White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44 Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans Dana White segir að Conor McGregor verður ekki með á UFC 200 þrátt fyrir að hann hafi sagt að svo yrði sjálfur. 26. apríl 2016 08:15 Diaz svaraði Conor um hæl: Hann var rassskelltur McGregor tjáði sig á Twitter á meðan blaðamannafundi UFC stóð í kvöld. 22. apríl 2016 22:02 Dana White: Conor verður ekki með á UFC 200 Forseti UFC segir írska bardagakappann fara með rangt mál. 25. apríl 2016 16:14 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Conors McGregors og Gunnars Nelson, var í viðtali í þættinum The MMA Hour sem fremsti MMA-blaðamaður heims, Ariel Helwani, sér um á Fox Sports. Kavanagh sagði þar í fyrsta sinn frá sinni upplifun af síðustu viku þegar hans frægasti skjólstæðingur, Conor McGregor, sagðist vera hættur en gríðarlegur fjölmiðlastormur myndaðist eftir það og er hann ekki hættur.Sjá einnig:Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Conor mætti ekki á blaðamannafund í Las Vegas síðastliðinn föstudag sem varð til þess að Dana White, forseti UFC, tók hann af UFC 200 bardagakvöldinu þar sem hann átti að berjast öðru sinni við Nate Diaz. Conor sagði svo á Twitter í fyrradag að búið væri að ganga frá málum og þakkaði Dana White fyrir að gera stuðningsmönnunum þann greiða að endurvekja bardaga hans og Nate Diaz. Það var bara bull hjá Conor því White var ekki búinn að því og er nú leitað að öðrum aðalbardaga á UFC 200.Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu saman þessa örlagaríku viku.vísir/gettyMisbrestur í samskiptum Conor, Kavanagh og Gunnar Nelson yfirgáfu Ísland í gær eftir vikudvöl og héldu til Írlands þar sem Gunnar verður í viku í æfingabúðum áður en hann heldur til Rotterdam. Kavanagh varð viðskila við Conor í smá tíma og vissi ekki af tístinu um að bardaginn væri aftur orðinn að veruleika. „Ég vissi ekki af þessu og ekki heldur umboðsmaður hans þannig þetta voru fréttir fyrir okkur. Ég hef ekki talað við Conor síðan því ég hef eytt deginum með Paddy Hoolahan og er að koma Gunna fyrir,“ segir Kavanagh.Sjá einnig:Diaz: Fer í frí ef ég berst ekki við Conor Aðspurður hvernig andrúmsloftið var þegar hann síðast hitti Conor sagði Kavanagh: „Hann var jákvæður um að það væru góðar fréttir á leiðinni og ég sá frétt á ESPN um að hann væri kominn aftur á bardagakvöldið. Þetta er held ég að þokast í rétta átt.“ Honum finnst skrýtið að Conor og UFC standi í þessari baráttu þar sem samstarf þeirra hefur gengið svo vel. „Já, ég verð að segja það. Kannski voru þetta bara misbrestir í samskiptum. Það hefði kannski þurft betri samtöl á milli beggja aðila. Það hefði verið hægt að ræða saman á Skype eða eitthvað. Ég veit ekki hvað málið er alltaf með Vegas og þurfa að vera þar. UFC er alþjóðlegt, hlutirnir gerast ekki bara í Vegas,“ sagði írski bardagaþjálfarinn. „Ég skil ekki hvers vegna menn þurfa alltaf að koma þangað, sérstaklega þegar bardagamaður sem er að hefja tólf vikna æfingaprógram þarf að rugla því til að fljúga til Vegas.“ „Ég vona að vegna alls þess sem Conor hefur gert; tekið að sér bardaga með skömmum fyrirvara og aflað svona mikilla tekna, að þetta gangi upp þó hann hafi ekki mætt á einn blaðamannafund,“ sagði Kavanagh.John Kavanagh þarf stundum að hafa hemil á Conor McGregor.vísir/gettyVar ekkert grín Helwani fór með Kavanagh á byrjunarreitinn. Tístið sem tryllti heiminn. Tístið frá Conor þar sem hann sagðist vera hættur þetta ungur að aldri, aðeins 27 ára. Írinn var þá staddur á Íslandi og skrifaði Twitter-færsluna rétt áður en hann fór á æfingu. „Ég var að þjálfa hjá Mjölni á Íslandi og hann mætir of seint á æfingu. Ég segi honum að drífa sig á mottuna en áður en við byrjum segir hann: „Heyrðu, ég er hættur.“ Ég sagði bara allt í lagi og að við myndum ræða þetta eftir æfinguna,“ sagði Kavanagh.Sjá einnig:Sjáðu Conor og Gunnar takast á í frábæru myndbandi | Myndband „Við æfðum í nokkra tíma og svo fór ég út og kveikti á símanum og sá að hann var búinn að tísta þessu. Hann var sáttur að hætta á þessum tímapunkti. Þetta var ekkert grín.“ „Stundum þarf ég vera handbremsan í ákvarðanatökum hans þannig við áttum samtal um þetta þar sem ég reyndi að fá hann af því að hætta. Mér fannst þetta aðeins of mikil fjótfærni en það er hluti af því sem gerir hann að snillingi og manni sem er áhugavert að fylgjast með,“ sagði Kavanagh.Dana White og Conor á meðan allt lék í lyndi.vísir/gettySkipti um símanúmer Áhuginn á Conor McGregor út um allan heim er svakalegur en fjölmiðlaumfjöllun um málið hefur verið gríðarleg. Svo mikil að John Kavanagh þurfti að skipta um símanúmer sem hann er búinn að vera með í rúman áratug. „Þegar þú reyndir að hringja í mig gastu það ekki því ég þurfti að skipta um símanúmer. Ég er búinn að vera með sama númerið í fimmtán ár en ég þurfti að skipta því áreitið var svo mikið,“ sagði hann.Sjá einnig:Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga? „Þú ert fyrsti blaðamaðurinn og verður sá eini sem hefur nýja númerið mitt. Í gegnum árin lætur maður hina og þessa fá númerið en svo komst ég að því að svona 200 blaðamenn voru komnir með númerið. Síminn bara hringdi og hringdi þar til hann varð batteríslaus. Svo hlóð ég hann og þá gerðist þetta aftur.“ „Ég varð að hringja í símafyrirtækið mitt og fá nýtt númer sem er nú vanalega ekki gert en sá sem talaði við mig áttaði sig á hver ég var og skildi aðstöðuna sem ég var kominn í. Ég fékk því nýtt númer sem aðeins tíu manns eru með,“ sagði John Kavanagh.Viðtalið við John Kavanagh hefst eftir átta mínútur í þættinum
MMA Tengdar fréttir Conor hættur við að hætta og berst á UFC 200 Írski bardagakappinn þakkar yfirmönnum UFC fyrir að ganga frá málunum. 25. apríl 2016 07:40 White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44 Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans Dana White segir að Conor McGregor verður ekki með á UFC 200 þrátt fyrir að hann hafi sagt að svo yrði sjálfur. 26. apríl 2016 08:15 Diaz svaraði Conor um hæl: Hann var rassskelltur McGregor tjáði sig á Twitter á meðan blaðamannafundi UFC stóð í kvöld. 22. apríl 2016 22:02 Dana White: Conor verður ekki með á UFC 200 Forseti UFC segir írska bardagakappann fara með rangt mál. 25. apríl 2016 16:14 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Conor hættur við að hætta og berst á UFC 200 Írski bardagakappinn þakkar yfirmönnum UFC fyrir að ganga frá málunum. 25. apríl 2016 07:40
White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44
Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans Dana White segir að Conor McGregor verður ekki með á UFC 200 þrátt fyrir að hann hafi sagt að svo yrði sjálfur. 26. apríl 2016 08:15
Diaz svaraði Conor um hæl: Hann var rassskelltur McGregor tjáði sig á Twitter á meðan blaðamannafundi UFC stóð í kvöld. 22. apríl 2016 22:02
Dana White: Conor verður ekki með á UFC 200 Forseti UFC segir írska bardagakappann fara með rangt mál. 25. apríl 2016 16:14