Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2016 11:03 David Cameron Vísir/EPA Móðir Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, gaf honum 200 þúsund pund að gjöf, um 34 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir að faðir hans dó. Cameron hefur opinberað skattframtöl sín frá árunum 2009 til 2015 til að sýna fram á að hann sveik ekki undan skatti eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa átt hlut í aflandsfélagi föður síns heitins, Ian Cameron. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að móðir hans lagði tvívegis inn á hann 100 þúsund pund ári eftir að hann erfði 300 þúsund pund frá föður sínum árið 2010. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir mörgum spurningum ósvarað eftir að Cameron opinberaði bókhald sitt. Segir Corbyn að mögulega sé tilefni til að skoða reglur um erfðaskatt í því samhengi en Corbyn hefur sjálfur gefið það út að hann ætli að opinbera skattframtöl sín fljótlega. David Cameron segist hafa opinberað skattframtöl sín til að sýna og sanna að hann hafi ekkert að fela. Lekinn á Panama-gögnunum leiddi í ljós að faðir hans átti aflandsfélagið Blairmore Holdings í skattaskjóli en það var lögmannsstofan alræmda, Mossack Fonseca, sem kom því á laggirnar fyrir hann. David Cameron viðurkenndi síðar að hafa átt hlut í félaginu ásamt eiginkonu sinni, Söru Cameron, sem þau síðar seldu með hagnaði. Við skoðun á skattframtölum Camerons kemur í ljós að hann og eiginkona hans högnuðust um 19 þúsund pund vegna sölunnar en af því gaf Cameron upp til skatts 9.500 pund. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Móðir Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, gaf honum 200 þúsund pund að gjöf, um 34 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir að faðir hans dó. Cameron hefur opinberað skattframtöl sín frá árunum 2009 til 2015 til að sýna fram á að hann sveik ekki undan skatti eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa átt hlut í aflandsfélagi föður síns heitins, Ian Cameron. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að móðir hans lagði tvívegis inn á hann 100 þúsund pund ári eftir að hann erfði 300 þúsund pund frá föður sínum árið 2010. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir mörgum spurningum ósvarað eftir að Cameron opinberaði bókhald sitt. Segir Corbyn að mögulega sé tilefni til að skoða reglur um erfðaskatt í því samhengi en Corbyn hefur sjálfur gefið það út að hann ætli að opinbera skattframtöl sín fljótlega. David Cameron segist hafa opinberað skattframtöl sín til að sýna og sanna að hann hafi ekkert að fela. Lekinn á Panama-gögnunum leiddi í ljós að faðir hans átti aflandsfélagið Blairmore Holdings í skattaskjóli en það var lögmannsstofan alræmda, Mossack Fonseca, sem kom því á laggirnar fyrir hann. David Cameron viðurkenndi síðar að hafa átt hlut í félaginu ásamt eiginkonu sinni, Söru Cameron, sem þau síðar seldu með hagnaði. Við skoðun á skattframtölum Camerons kemur í ljós að hann og eiginkona hans högnuðust um 19 þúsund pund vegna sölunnar en af því gaf Cameron upp til skatts 9.500 pund.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15