Eins og fram kom á Vísi tryggði Skallagrímur sér sæti í Domino's deild kvenna í körfubolta með sigri á KR, 56-67, í umspili um sæti í efstu deild á föstudagskvöldið.
Skallagrímur vann báða leikina gegn KR og leikur því í deild þeirra bestu á næsta tímabili, í fyrsta sinn frá árinu 1976.
Enginn leikmaður í Skallagrímsliðinu var fæddur þegar félagið var síðast í efstu deild. Og raunar er enginn nálægt því en elsti leikmaðurinn í liðinu, Kristrún Sigurjónsdóttir, fæddist 1985 og var því níu ára þegar Borgnesingar voru síðast í efstu deild.
Kristrún gekk til liðs við Skallagrím síðasta sumar ásamt Guðrúnu Ósk Ámundadóttur en þær hafa báðar leikið landsleiki og unnið titla hér á landi. Skallagrímur tefldi einnig fram tveimur bandarískum leikmönnum, Erikka Banks og Ka-Deidre J. Simmons, í vetur.
Borgnesingar voru með sterkasta liðið í 1. deildinni og unnu 18 af 20 leikjum sínum í vetur. Skallagrímur vann deildameistaratitilinn og bar svo sigurorð af KR í umspilsleikjunum eins og áður sagði.
Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni á föstudagskvöldið þegar Skallagrímur tryggði sér sæti í efstu deild og afraksturinn má sjá hér að ofan.
Enginn leikmaður Skallagríms var fæddur þegar liðið var síðast uppi | Myndir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn





Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn