Húsgögn sem barnabörnin munu rífast um Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. apríl 2016 16:15 Þau Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson hafa innréttað íbúðina sína með eigin hönnun en þau hanna og smíða húsgögn úr gegnheilum við. myndir Ernir Frá því hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntu sína fyrstu vöru á HönnunarMars fyrir fjórum árum hefur fyrirtækið þeirra, Agustav vaxið hratt. Vörulína þeirra inniheldur nú allt frá snögum og eldhúskollum til borðstofuborðs, sófa og hægindastóla og eru vörurnar seldar í fjölda netverslana. Ágústa og Gústav smíða allt sjálf á eigin verkstæði.Við höfum alltaf hannað og smíðað inn á heimilið okkar frá því við kynntumst og fórum að búa. Það kom að því að okkur langaði að vita hvort einhver annar en við sjálf hefði áhuga á því sem við vorum að smíða og einhver pinnaði mynd á Pinterest. Þá rauk þetta af stað og pantanir hrúguðust inn,“ útskýrir Ágústa Magnúsdóttir en hún Gústav Jóhannsson hanna og smíða húsgögn undir heitinu Agustav. Varan sem pinnuð var á Pinterest og ýtti snjóboltanum af stað voru bókasnagar úr við. Ágústa og Gústav voru þá búsett í Danmörku en sýndu snagana á HönnunarMars 2012. Þau fluttu síðan til Ítalíu með fjölskylduna og byggðu fyrirtækið enn frekar upp áður en þau fluttu hingað heim fyrir tveimur árum. Nú fjórum árum eftir að bókasnagarnir slógu í gegn hanna þau og framleiða borð, kolla, stóla, sófa og ruggustóla svo eitthvað sé nefnt.Fyrsta vara Agustav, bókasnagar, sló strax í gegn. Fjórum árum síðar hafa hjónin bætt rækilega við vörulínuna.„Bókasnagarnir hafa alltaf verið okkar vinsælasta vara. Þeir vöktu athygli þýska fyrirtækisin Monoqi þegar við bjuggum í Danmörku. Þau tóku snagana í sölu og þar duttu þeir strax inn á „Best seller“ listann þeirra. Fleiri aðilar höfðu samband og meðal netverslana sem selja Agustav eru Aha Life, Touch of Modern og fleiri. Á Ítalíu áttum við svo von á öðru barni okkar og ákváðum að flytja heim. Okkur langaði líka til þess að gera stærri hluti og hér á Íslandi eru boðleiðirnar styttri og meira hægt að gera. Síðustu tvö ár höfum því bætt stærri húsgögnum við vörulínuna,“ útskýrir Ágústa. Húsgögn Agustav eru smíðuð úr gegnheilum við og fyrir hverja selda vöru planta þau nýju tré. Gústav er húsgagnasmiður og sér um alla smíðina á verkstæði þeirra hjóna í Súðavogi. „Ég þvælist bara fyrir,“ segir Ágústa hlæjandi. „Við erum að klára pöntun fyrir Slippbarinn og þar áður smíðuðum við barstóla og snaga fyrir Marina hótel. Við sérsmíðum einnig eftir óskum fólks.“ Heimili þeirra hjóna undirlagt þeirra eigin hönnun og smíði og segir Ágústa gæðin í handverkinu þeirra hjartans mál. „Við viljum skapa vörur sem endast, þetta eru húsgögn sem barnabörnin munu rífast um,“ segir hún sposk. Nánar má forvitnast um hönnun Ágústu og Gústavs á www.Agustav.is Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Frá því hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntu sína fyrstu vöru á HönnunarMars fyrir fjórum árum hefur fyrirtækið þeirra, Agustav vaxið hratt. Vörulína þeirra inniheldur nú allt frá snögum og eldhúskollum til borðstofuborðs, sófa og hægindastóla og eru vörurnar seldar í fjölda netverslana. Ágústa og Gústav smíða allt sjálf á eigin verkstæði.Við höfum alltaf hannað og smíðað inn á heimilið okkar frá því við kynntumst og fórum að búa. Það kom að því að okkur langaði að vita hvort einhver annar en við sjálf hefði áhuga á því sem við vorum að smíða og einhver pinnaði mynd á Pinterest. Þá rauk þetta af stað og pantanir hrúguðust inn,“ útskýrir Ágústa Magnúsdóttir en hún Gústav Jóhannsson hanna og smíða húsgögn undir heitinu Agustav. Varan sem pinnuð var á Pinterest og ýtti snjóboltanum af stað voru bókasnagar úr við. Ágústa og Gústav voru þá búsett í Danmörku en sýndu snagana á HönnunarMars 2012. Þau fluttu síðan til Ítalíu með fjölskylduna og byggðu fyrirtækið enn frekar upp áður en þau fluttu hingað heim fyrir tveimur árum. Nú fjórum árum eftir að bókasnagarnir slógu í gegn hanna þau og framleiða borð, kolla, stóla, sófa og ruggustóla svo eitthvað sé nefnt.Fyrsta vara Agustav, bókasnagar, sló strax í gegn. Fjórum árum síðar hafa hjónin bætt rækilega við vörulínuna.„Bókasnagarnir hafa alltaf verið okkar vinsælasta vara. Þeir vöktu athygli þýska fyrirtækisin Monoqi þegar við bjuggum í Danmörku. Þau tóku snagana í sölu og þar duttu þeir strax inn á „Best seller“ listann þeirra. Fleiri aðilar höfðu samband og meðal netverslana sem selja Agustav eru Aha Life, Touch of Modern og fleiri. Á Ítalíu áttum við svo von á öðru barni okkar og ákváðum að flytja heim. Okkur langaði líka til þess að gera stærri hluti og hér á Íslandi eru boðleiðirnar styttri og meira hægt að gera. Síðustu tvö ár höfum því bætt stærri húsgögnum við vörulínuna,“ útskýrir Ágústa. Húsgögn Agustav eru smíðuð úr gegnheilum við og fyrir hverja selda vöru planta þau nýju tré. Gústav er húsgagnasmiður og sér um alla smíðina á verkstæði þeirra hjóna í Súðavogi. „Ég þvælist bara fyrir,“ segir Ágústa hlæjandi. „Við erum að klára pöntun fyrir Slippbarinn og þar áður smíðuðum við barstóla og snaga fyrir Marina hótel. Við sérsmíðum einnig eftir óskum fólks.“ Heimili þeirra hjóna undirlagt þeirra eigin hönnun og smíði og segir Ágústa gæðin í handverkinu þeirra hjartans mál. „Við viljum skapa vörur sem endast, þetta eru húsgögn sem barnabörnin munu rífast um,“ segir hún sposk. Nánar má forvitnast um hönnun Ágústu og Gústavs á www.Agustav.is
Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning