Hagfræði stjórnmálakreppu Lars Christensen skrifar 13. apríl 2016 09:15 Bandaríska hafnaboltahetjan Yogi Berra sagði, eins og frægt varð: „Það er eins og déjà vu enn og aftur,“ – og það var nákvæmlega þannig sem mér leið vegna hinna pólitísku atburða á Íslandi síðustu tvær vikur. Aftur og aftur hafa nánast súrrealískar yfirlýsingar frá leiðandi stjórnmálamönnum hneykslað Íslendinga og umheiminn og skilið þá tilfinningu eftir að Íslandi sé stjórnað af óhæfum fíflum. Að þessu leyti hefur þetta verið býsna líkt þeim hræðilegu vikum 2008 þegar allt íslenska bankakerfið hrundi. En það er einn mikilvægur munur – að þessu sinni er þetta ekki fyrst og fremst saga um hagfræði og markaði, heldur um djúpstæða pólitíska kreppu sem sýnir djúpstæð, alvarleg vandamál í íslenskum stjórnmálastofnunum og -menningu. Að því sögðu er mögulegt að þessi kreppa – að minnsta kosti þegar til skemmri tíma er litið – hafi neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Í heildina getum við hugsað okkur að þetta pólitíska áfall skaði hagkerfið á tvenns konar hátt til skamms tíma. Í fyrsta lagi getur þetta verið skellur fyrir eftirspurnarhlið hagkerfisins – ef þessi kreppa leiðir til þess að neytendur og fjárfestar verði varkárari getur það fyrst um sinn valdið minnkandi heildareftirspurn í hagkerfinu. Hins vegar þarf að hafa í huga að ef hægir á eftirspurn getur Seðlabankinn vegið upp á móti því með því að lækka vexti eða fresta fyrirhuguðum vaxtahækkunum og þess vegna myndi ég ekki hafa of miklar áhyggjur af efnahagsáhrifum eftirspurnarhliðarinnar. Í öðru lagi, og þetta skiptir meira máli að mínu mati, er það sem bandaríski hagfræðingurinn Robert Higgs hefur kallað „stjórnaróvissu“. Stjórnaróvissa vísar til almenns trausts til lagalegs og stofnanalegs umhverfis í hagkerfinu. Ef það er mikil óvissa um þessa innviði getur það varanlega dregið úr fjárfestingum og þar af leiðandi framleiðniaukningu í hagkerfinu. Þar sem útlit er fyrir miklar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi er eðlilegt að búast við aukinni „stjórnaróvissu“. Að því sögðu tel ég að til skemmri tíma litið hafi það ekki meiriháttar áhrif á hagkerfið og þess vegna hallast ég því að segja að þjóðhagfræðileg kreppa til skamms tíma verði mjög takmörkuð. Hins vegar er meginspurningin ekki um hvað gerist í íslensku efnahagslífi á næstu 2-3 ársfjórðungum heldur hvort þessi stjórnmálakreppa setji af stað meiriháttar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi sem gætu hugsanlega breytt efnahagslegu og pólitísku valdakerfi landsins. Persónulega tel ég þetta mikilvægustu spurninguna þegar litið er til næsta áratugarins eða svo. Í bili hef ég fleiri spurningar en svör, en ég vona að íslenskt samfélag komi sterkara út úr þessari kreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Bandaríska hafnaboltahetjan Yogi Berra sagði, eins og frægt varð: „Það er eins og déjà vu enn og aftur,“ – og það var nákvæmlega þannig sem mér leið vegna hinna pólitísku atburða á Íslandi síðustu tvær vikur. Aftur og aftur hafa nánast súrrealískar yfirlýsingar frá leiðandi stjórnmálamönnum hneykslað Íslendinga og umheiminn og skilið þá tilfinningu eftir að Íslandi sé stjórnað af óhæfum fíflum. Að þessu leyti hefur þetta verið býsna líkt þeim hræðilegu vikum 2008 þegar allt íslenska bankakerfið hrundi. En það er einn mikilvægur munur – að þessu sinni er þetta ekki fyrst og fremst saga um hagfræði og markaði, heldur um djúpstæða pólitíska kreppu sem sýnir djúpstæð, alvarleg vandamál í íslenskum stjórnmálastofnunum og -menningu. Að því sögðu er mögulegt að þessi kreppa – að minnsta kosti þegar til skemmri tíma er litið – hafi neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Í heildina getum við hugsað okkur að þetta pólitíska áfall skaði hagkerfið á tvenns konar hátt til skamms tíma. Í fyrsta lagi getur þetta verið skellur fyrir eftirspurnarhlið hagkerfisins – ef þessi kreppa leiðir til þess að neytendur og fjárfestar verði varkárari getur það fyrst um sinn valdið minnkandi heildareftirspurn í hagkerfinu. Hins vegar þarf að hafa í huga að ef hægir á eftirspurn getur Seðlabankinn vegið upp á móti því með því að lækka vexti eða fresta fyrirhuguðum vaxtahækkunum og þess vegna myndi ég ekki hafa of miklar áhyggjur af efnahagsáhrifum eftirspurnarhliðarinnar. Í öðru lagi, og þetta skiptir meira máli að mínu mati, er það sem bandaríski hagfræðingurinn Robert Higgs hefur kallað „stjórnaróvissu“. Stjórnaróvissa vísar til almenns trausts til lagalegs og stofnanalegs umhverfis í hagkerfinu. Ef það er mikil óvissa um þessa innviði getur það varanlega dregið úr fjárfestingum og þar af leiðandi framleiðniaukningu í hagkerfinu. Þar sem útlit er fyrir miklar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi er eðlilegt að búast við aukinni „stjórnaróvissu“. Að því sögðu tel ég að til skemmri tíma litið hafi það ekki meiriháttar áhrif á hagkerfið og þess vegna hallast ég því að segja að þjóðhagfræðileg kreppa til skamms tíma verði mjög takmörkuð. Hins vegar er meginspurningin ekki um hvað gerist í íslensku efnahagslífi á næstu 2-3 ársfjórðungum heldur hvort þessi stjórnmálakreppa setji af stað meiriháttar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi sem gætu hugsanlega breytt efnahagslegu og pólitísku valdakerfi landsins. Persónulega tel ég þetta mikilvægustu spurninguna þegar litið er til næsta áratugarins eða svo. Í bili hef ég fleiri spurningar en svör, en ég vona að íslenskt samfélag komi sterkara út úr þessari kreppu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun