"Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Ritstjórn skrifar 16. apríl 2016 10:00 India Salvör Menuez mynd af Önnu Pálma. Myndir/Anna Pálma Listakonan, leikkonan og fyrirsætan India Salvör Menuez prýðir forsíðu Glamour þennan mánuðinn í draumkenndum myndaþætti eftir ljósmyndarann Önnu Pálma. Okkur langaði að kynnast Indiu betur og báðum því Telmu Þormarsdóttur, fyrirsætu og Íslending í New York, að setjast niður með Indiu í morgunkaffi og spyrja hana að öllu því mikilvægasta. Hér kemur smá brot úr áhugaverðu viðtali sem lesa má í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour, sem er komið í allar helstu verslanir. Hver er tenging þín við Ísland?„Mamma mín,“ segir India á lýtalausri íslensku og heldur áfram, „er íslensk og ég fór þangað á hverju sumri þegar ég var að alast upp. Ég skammast mín örlítið fyrir að tala ekki íslensku reiprennandi en það er eitthvað sem ég vil læra en hef ekki gefið mér tíma fyrir ennþá. Ég á stóra fjölskyldu á Íslandi og þykir yndislegt að koma í heimsókn og verja tíma með þeim. Ég reyni að koma á hverju ári, Ísland er svo fallegt og ég elska fjölskyldu mína og vini þar.“Hvað er það besta og versta við Ísland? „Það besta er náttúran, fegurðin er svo óviðjafnanleg og hvergi annars staðar finnurðu neitt sambærilegt. Tilfinningin, að vera í þessu landslagi, er svo mögnuð. Mér þykir viðmót Íslendinga svo vinalegt og hlýtt. Þegar vinir mínir voru á Íslandi í dansnámi fór ég með þeir heim til ömmu og við elduðum fyrir hana. Þau spurðu hana af hverju allir væru svona vinalegir og hún sagði þeim að það væri ekki fyrir svo löngu að við hefðum öll verið bændur svo ef einhver kom í heimsókn voru fyrstu viðbrögð að bjóða þeim mat og drykk. Ég finn þessa orku, að hið almenna viðhorf fólks er að hjálpa og hlúa að öðrum. Það versta er ferðamannaiðnaðurinn. Ég veit að það er gott fyrir hagkerfið en ég hef heimsótt ferðamannastaði nýlega með vinum mínum og séð ferðamenn sýna landinu vanvirðingu. Labba fyrir utan stígana, fara yfir afgirt svæði til að ná betri mynd nær fossi eða eitthvað álíka. Það er eins og sumir geti ekki bara notið upplifunarinnar. Það verður sorglegt ef skaðinn er mikill. Mér finnst þetta óvandaður túrismi. Ég vona að allir nákomnir mér fari og sjái hversu stórbrotið Ísland er en það er hægt að gera það og sýna landinu virðingu í leiðinni. Mér finnst fólkið sem elst upp og býr á Íslandi gera það og skilja hætturnar sem eru víðsvegar en margir ferðamenn gera það ekki.“Í hverju felst hamingjan?„Hamingja er eitthvað sem ég sæki ekki eftir, mér finnst vafasamt að gera það. Hamingja er bara hlutur af lífinu sem kemur og fer. Mér finnst hamingja vera eins og holdtekja ástarinnar og ég held að þú getir alls ekki stjórnað því. Það eina sem ég get gert er að taka eftir því sem gerir mig hamingjusama og reyna að halda í það. Það er ekki eitthvað eitt sem gerir mann hamingjusaman svo mér finnst hættulegt að hugsa of mikið um það. Það er allt í lagi að vera óhamingjusamur stundum og fólk þarf að sætta sig við það. Líkamlega er ekki alltaf hægt að að finna fyrir hamingju og óhamingjan er skugginn sem gefur þér hamingjuna.“Meira um Indíu í nýjasta tölublaði Glamour! Tryggðu þér áskrift hér, á glamour@glamour.is eða í síma 5125550 Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta í auglýsingaherferð Miu Miu Indía Salvör Menuez í einu stærsta fyrirsætuverkefni sínu til þessa 8. janúar 2016 14:15 Ævintýri og rómantík í apríl Aprílblað Glamour er komið út. 15. apríl 2016 12:00 Mest lesið Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Michael Kors bannar notkun samfélagsmiðla á næstu sýningu sinni Glamour Zoë Kravitz á forsíðu nýjasta Glamour Glamour Myndi aldrei klæðast svörtu frá toppi til táar Glamour Óskarinn 2016: Best klæddu karlar Glamour iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina Glamour Harper Beckham hannar sína fyrstu flík aðeins 4 ára gömul Glamour Hleypum hlébarðanum á stjá Glamour Gisele Bundchen afhjúpar sönghæfileika Glamour
Listakonan, leikkonan og fyrirsætan India Salvör Menuez prýðir forsíðu Glamour þennan mánuðinn í draumkenndum myndaþætti eftir ljósmyndarann Önnu Pálma. Okkur langaði að kynnast Indiu betur og báðum því Telmu Þormarsdóttur, fyrirsætu og Íslending í New York, að setjast niður með Indiu í morgunkaffi og spyrja hana að öllu því mikilvægasta. Hér kemur smá brot úr áhugaverðu viðtali sem lesa má í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour, sem er komið í allar helstu verslanir. Hver er tenging þín við Ísland?„Mamma mín,“ segir India á lýtalausri íslensku og heldur áfram, „er íslensk og ég fór þangað á hverju sumri þegar ég var að alast upp. Ég skammast mín örlítið fyrir að tala ekki íslensku reiprennandi en það er eitthvað sem ég vil læra en hef ekki gefið mér tíma fyrir ennþá. Ég á stóra fjölskyldu á Íslandi og þykir yndislegt að koma í heimsókn og verja tíma með þeim. Ég reyni að koma á hverju ári, Ísland er svo fallegt og ég elska fjölskyldu mína og vini þar.“Hvað er það besta og versta við Ísland? „Það besta er náttúran, fegurðin er svo óviðjafnanleg og hvergi annars staðar finnurðu neitt sambærilegt. Tilfinningin, að vera í þessu landslagi, er svo mögnuð. Mér þykir viðmót Íslendinga svo vinalegt og hlýtt. Þegar vinir mínir voru á Íslandi í dansnámi fór ég með þeir heim til ömmu og við elduðum fyrir hana. Þau spurðu hana af hverju allir væru svona vinalegir og hún sagði þeim að það væri ekki fyrir svo löngu að við hefðum öll verið bændur svo ef einhver kom í heimsókn voru fyrstu viðbrögð að bjóða þeim mat og drykk. Ég finn þessa orku, að hið almenna viðhorf fólks er að hjálpa og hlúa að öðrum. Það versta er ferðamannaiðnaðurinn. Ég veit að það er gott fyrir hagkerfið en ég hef heimsótt ferðamannastaði nýlega með vinum mínum og séð ferðamenn sýna landinu vanvirðingu. Labba fyrir utan stígana, fara yfir afgirt svæði til að ná betri mynd nær fossi eða eitthvað álíka. Það er eins og sumir geti ekki bara notið upplifunarinnar. Það verður sorglegt ef skaðinn er mikill. Mér finnst þetta óvandaður túrismi. Ég vona að allir nákomnir mér fari og sjái hversu stórbrotið Ísland er en það er hægt að gera það og sýna landinu virðingu í leiðinni. Mér finnst fólkið sem elst upp og býr á Íslandi gera það og skilja hætturnar sem eru víðsvegar en margir ferðamenn gera það ekki.“Í hverju felst hamingjan?„Hamingja er eitthvað sem ég sæki ekki eftir, mér finnst vafasamt að gera það. Hamingja er bara hlutur af lífinu sem kemur og fer. Mér finnst hamingja vera eins og holdtekja ástarinnar og ég held að þú getir alls ekki stjórnað því. Það eina sem ég get gert er að taka eftir því sem gerir mig hamingjusama og reyna að halda í það. Það er ekki eitthvað eitt sem gerir mann hamingjusaman svo mér finnst hættulegt að hugsa of mikið um það. Það er allt í lagi að vera óhamingjusamur stundum og fólk þarf að sætta sig við það. Líkamlega er ekki alltaf hægt að að finna fyrir hamingju og óhamingjan er skugginn sem gefur þér hamingjuna.“Meira um Indíu í nýjasta tölublaði Glamour! Tryggðu þér áskrift hér, á glamour@glamour.is eða í síma 5125550
Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta í auglýsingaherferð Miu Miu Indía Salvör Menuez í einu stærsta fyrirsætuverkefni sínu til þessa 8. janúar 2016 14:15 Ævintýri og rómantík í apríl Aprílblað Glamour er komið út. 15. apríl 2016 12:00 Mest lesið Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Michael Kors bannar notkun samfélagsmiðla á næstu sýningu sinni Glamour Zoë Kravitz á forsíðu nýjasta Glamour Glamour Myndi aldrei klæðast svörtu frá toppi til táar Glamour Óskarinn 2016: Best klæddu karlar Glamour iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina Glamour Harper Beckham hannar sína fyrstu flík aðeins 4 ára gömul Glamour Hleypum hlébarðanum á stjá Glamour Gisele Bundchen afhjúpar sönghæfileika Glamour
Íslensk fyrirsæta í auglýsingaherferð Miu Miu Indía Salvör Menuez í einu stærsta fyrirsætuverkefni sínu til þessa 8. janúar 2016 14:15