Fundar olíurisa heimsins beðið með eftirvæntingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 16:08 Olíuverð hefur lækkað mjög undanfarna mánuði. vísir/getty Varasjóðir helstu olíuríkja heimsins hafa minnkað um 315 milljarða dollara eftir verðfall á olíu undanfarna mánuði. Upphæðin nemur tæplega 39,2 billjónum íslenskra króna en það er rúmlega átjánföld landsframleiðsla Íslands. Upphæðin samsvarar um fimmtungshluta af varasjóðum ríkjanna. Fjallað er um málið á vef Bloomberg. Sádi-Arabía á langstærsta hluta eyðslunnar eða um 138 milljarða dollara. Næst á eftir þeim fylgja Rússar með um 60 milljarða dollara. Næstu ríki á eftir eru Alsír, Líbýa og Nígería. Eina OPEC-ríkið sem býr við þann veruleik að varasjóðir þess hafa stækkað er Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fulltrúar OPEC-ríkjanna auk fulltrúa frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Kanada munu hittast á fundi í Doha, höfuðborg Katar, sem hefst á sunnudag. Þar verða til umræðu aðgerðir til að stemma stigu við frekari verðlækkunum.Niðurstöðu fundarins beðið „Olíuríki heimsins verða að sameinast um að koma jafnvægi á markaðinn á ný. Afleiðingin verður sú að efnahagskerfi heimsins verður betra. Staðan eins og hún er gagnast engum,“ sagði í bréfi Mohammed Al Sada, orkumálaráðherra Katar, þar sem hann bauð ríkjunum á fundinn. Verðhrunið á olíu hefur verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Um mitt ár 2014 stóð það í 114 dollurum á tunnuna en um ára mótið 2015 hafði það lækkað í rúmum fimmtíu dollurum á hráolíutunnuna. Verðið hækkaði í upphafi síðasta árs áður en það hrundi á ný í nóvember í fyrra. Um áramótin nú var það til að mynda 35 dollarar á tunnuna. Verðlækkunina nú má rekja til þeirrar ákvörðunar OPEC-ríkjanna að taka slaginn við Bandaríkin um markaðshlutdeild í stað þess að draga úr framleiðslu til að sporna við offramboði á mörkuðum. Komist ríki fundarins að samkomulagi má gera ráð fyrir því að heimsmarkaðsverð á olíu muni hækka. Árangurslaus fundur gæti hins vegar haft frekari verðlækkanir í för með sér. Tengdar fréttir Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00 Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01 Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Varasjóðir helstu olíuríkja heimsins hafa minnkað um 315 milljarða dollara eftir verðfall á olíu undanfarna mánuði. Upphæðin nemur tæplega 39,2 billjónum íslenskra króna en það er rúmlega átjánföld landsframleiðsla Íslands. Upphæðin samsvarar um fimmtungshluta af varasjóðum ríkjanna. Fjallað er um málið á vef Bloomberg. Sádi-Arabía á langstærsta hluta eyðslunnar eða um 138 milljarða dollara. Næst á eftir þeim fylgja Rússar með um 60 milljarða dollara. Næstu ríki á eftir eru Alsír, Líbýa og Nígería. Eina OPEC-ríkið sem býr við þann veruleik að varasjóðir þess hafa stækkað er Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fulltrúar OPEC-ríkjanna auk fulltrúa frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Kanada munu hittast á fundi í Doha, höfuðborg Katar, sem hefst á sunnudag. Þar verða til umræðu aðgerðir til að stemma stigu við frekari verðlækkunum.Niðurstöðu fundarins beðið „Olíuríki heimsins verða að sameinast um að koma jafnvægi á markaðinn á ný. Afleiðingin verður sú að efnahagskerfi heimsins verður betra. Staðan eins og hún er gagnast engum,“ sagði í bréfi Mohammed Al Sada, orkumálaráðherra Katar, þar sem hann bauð ríkjunum á fundinn. Verðhrunið á olíu hefur verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Um mitt ár 2014 stóð það í 114 dollurum á tunnuna en um ára mótið 2015 hafði það lækkað í rúmum fimmtíu dollurum á hráolíutunnuna. Verðið hækkaði í upphafi síðasta árs áður en það hrundi á ný í nóvember í fyrra. Um áramótin nú var það til að mynda 35 dollarar á tunnuna. Verðlækkunina nú má rekja til þeirrar ákvörðunar OPEC-ríkjanna að taka slaginn við Bandaríkin um markaðshlutdeild í stað þess að draga úr framleiðslu til að sporna við offramboði á mörkuðum. Komist ríki fundarins að samkomulagi má gera ráð fyrir því að heimsmarkaðsverð á olíu muni hækka. Árangurslaus fundur gæti hins vegar haft frekari verðlækkanir í för með sér.
Tengdar fréttir Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00 Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01 Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00
Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01
Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11
Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23