Fundar olíurisa heimsins beðið með eftirvæntingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 16:08 Olíuverð hefur lækkað mjög undanfarna mánuði. vísir/getty Varasjóðir helstu olíuríkja heimsins hafa minnkað um 315 milljarða dollara eftir verðfall á olíu undanfarna mánuði. Upphæðin nemur tæplega 39,2 billjónum íslenskra króna en það er rúmlega átjánföld landsframleiðsla Íslands. Upphæðin samsvarar um fimmtungshluta af varasjóðum ríkjanna. Fjallað er um málið á vef Bloomberg. Sádi-Arabía á langstærsta hluta eyðslunnar eða um 138 milljarða dollara. Næst á eftir þeim fylgja Rússar með um 60 milljarða dollara. Næstu ríki á eftir eru Alsír, Líbýa og Nígería. Eina OPEC-ríkið sem býr við þann veruleik að varasjóðir þess hafa stækkað er Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fulltrúar OPEC-ríkjanna auk fulltrúa frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Kanada munu hittast á fundi í Doha, höfuðborg Katar, sem hefst á sunnudag. Þar verða til umræðu aðgerðir til að stemma stigu við frekari verðlækkunum.Niðurstöðu fundarins beðið „Olíuríki heimsins verða að sameinast um að koma jafnvægi á markaðinn á ný. Afleiðingin verður sú að efnahagskerfi heimsins verður betra. Staðan eins og hún er gagnast engum,“ sagði í bréfi Mohammed Al Sada, orkumálaráðherra Katar, þar sem hann bauð ríkjunum á fundinn. Verðhrunið á olíu hefur verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Um mitt ár 2014 stóð það í 114 dollurum á tunnuna en um ára mótið 2015 hafði það lækkað í rúmum fimmtíu dollurum á hráolíutunnuna. Verðið hækkaði í upphafi síðasta árs áður en það hrundi á ný í nóvember í fyrra. Um áramótin nú var það til að mynda 35 dollarar á tunnuna. Verðlækkunina nú má rekja til þeirrar ákvörðunar OPEC-ríkjanna að taka slaginn við Bandaríkin um markaðshlutdeild í stað þess að draga úr framleiðslu til að sporna við offramboði á mörkuðum. Komist ríki fundarins að samkomulagi má gera ráð fyrir því að heimsmarkaðsverð á olíu muni hækka. Árangurslaus fundur gæti hins vegar haft frekari verðlækkanir í för með sér. Tengdar fréttir Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00 Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01 Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Varasjóðir helstu olíuríkja heimsins hafa minnkað um 315 milljarða dollara eftir verðfall á olíu undanfarna mánuði. Upphæðin nemur tæplega 39,2 billjónum íslenskra króna en það er rúmlega átjánföld landsframleiðsla Íslands. Upphæðin samsvarar um fimmtungshluta af varasjóðum ríkjanna. Fjallað er um málið á vef Bloomberg. Sádi-Arabía á langstærsta hluta eyðslunnar eða um 138 milljarða dollara. Næst á eftir þeim fylgja Rússar með um 60 milljarða dollara. Næstu ríki á eftir eru Alsír, Líbýa og Nígería. Eina OPEC-ríkið sem býr við þann veruleik að varasjóðir þess hafa stækkað er Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fulltrúar OPEC-ríkjanna auk fulltrúa frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Kanada munu hittast á fundi í Doha, höfuðborg Katar, sem hefst á sunnudag. Þar verða til umræðu aðgerðir til að stemma stigu við frekari verðlækkunum.Niðurstöðu fundarins beðið „Olíuríki heimsins verða að sameinast um að koma jafnvægi á markaðinn á ný. Afleiðingin verður sú að efnahagskerfi heimsins verður betra. Staðan eins og hún er gagnast engum,“ sagði í bréfi Mohammed Al Sada, orkumálaráðherra Katar, þar sem hann bauð ríkjunum á fundinn. Verðhrunið á olíu hefur verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Um mitt ár 2014 stóð það í 114 dollurum á tunnuna en um ára mótið 2015 hafði það lækkað í rúmum fimmtíu dollurum á hráolíutunnuna. Verðið hækkaði í upphafi síðasta árs áður en það hrundi á ný í nóvember í fyrra. Um áramótin nú var það til að mynda 35 dollarar á tunnuna. Verðlækkunina nú má rekja til þeirrar ákvörðunar OPEC-ríkjanna að taka slaginn við Bandaríkin um markaðshlutdeild í stað þess að draga úr framleiðslu til að sporna við offramboði á mörkuðum. Komist ríki fundarins að samkomulagi má gera ráð fyrir því að heimsmarkaðsverð á olíu muni hækka. Árangurslaus fundur gæti hins vegar haft frekari verðlækkanir í för með sér.
Tengdar fréttir Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00 Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01 Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00
Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01
Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11
Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23