Rússíbani sem fer alla leið í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2016 07:00 Pálína Gunnlaugsdóttir er fimmfaldur Íslandsmeistari. vísir/stefán Körfubolti Snæfell hefur aldrei tapað í lokaúrslitum kvenna og Haukakonan Pálína Gunnlaugsdóttir á fimm gullpeninga úr þeim fimm úrslitaeinvígum sem hún hefur tekið þátt á ferlinum. Snæfellsliðið hefur unnið 3-0 sigra á Haukum (2014) og Keflavík (2015) í lokaúrslitum síðustu tveggja ára en ólíkt þessum einvígum er Snæfellsliðið ekki með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu í ár sem hefst með fyrsta leik klukkan 17.00 í dag á heimavelli Hauka á Ásvöllum. „Þetta verður einhver rússíbani,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sem var svo nálægt því að slá Hauka út í undanúrslitunum. Grindavík komst í 2-0 en Haukar unnu þrjá síðustu leikina. Daníel hefur þrisvar fagnað sigri á móti Haukum á tímabilinu en lið hans tapaði aftur á móti öllum fimm leikjum sínum á móti Snæfelli, þar á meðal bikarúrslitaleiknum í febrúar. „Bæði liðin eru með gríðarlega sterkan heimavöll og ég er alveg sannfærður um að þetta fari í oddaleik og endi því í úrslitaleik á Ásvöllum,“ segir Daníel og það má heyra á honum að það er ekkert auðvelt að spá fyrir um næstu Íslandsmeistara. „Ég giska á það að Snæfell hafi þetta í oddaleik,“ segir Daníel.graf/fréttablaðið„Haukar eru með gríðarlega sterkt lið en Snæfell er líka með frábært lið. Snæfell er líka með frábæran erlendan leikmann sem getur klárað leiki upp á sitt eindæmi. Þetta verður barátta á milli Haiden og Helenu,“ segir Daníel. Haiden Palmer hjá Snæfelli og Helena Sverrisdóttir hjá Haukum voru framlagshæstar í undanúrslitunum og í þeim innbyrðisleikjum liðanna sem þær hafa byrjað vel hafa þeirra lið verið í mjög góðum málum. „Þetta getur dottið báðum megin en í þessu einvígi, sem verður stál í stál, þá tel ég að Snæfell hafi yfirhöndina. Þær eru líka með gríðarlega sterkan leiðtoga í Gunnhildi og eru ríkjandi meistarar sem hjálpar þeim líka,“ segir Daníel. Haukarnir unnu 19 stiga sigur í síðasta leik liðanna þar sem Haukaliðið var komið í 27-12 eftir fyrsta leikhlutann. Þá voru 49 dagar og einn bikarmeistaratitill hjá Snæfelli frá því að liðin mættust í Stykkishólmi þar sem Snæfell komst í 29-11 eftir fyrsta leikhlutann og vann 84-70. „Í seríunni okkar á móti Haukum var varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Það er það sem Haukarnir ætla að byggja á en Snæfell er með öðruvísi lið en við og hefur innanborðs leikstjórnanda sem er að skora mikið,“ segir Daníel. „Þetta verður gríðarlega skemmtilegt einvígi,“ segir Daníel að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Körfubolti Snæfell hefur aldrei tapað í lokaúrslitum kvenna og Haukakonan Pálína Gunnlaugsdóttir á fimm gullpeninga úr þeim fimm úrslitaeinvígum sem hún hefur tekið þátt á ferlinum. Snæfellsliðið hefur unnið 3-0 sigra á Haukum (2014) og Keflavík (2015) í lokaúrslitum síðustu tveggja ára en ólíkt þessum einvígum er Snæfellsliðið ekki með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu í ár sem hefst með fyrsta leik klukkan 17.00 í dag á heimavelli Hauka á Ásvöllum. „Þetta verður einhver rússíbani,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sem var svo nálægt því að slá Hauka út í undanúrslitunum. Grindavík komst í 2-0 en Haukar unnu þrjá síðustu leikina. Daníel hefur þrisvar fagnað sigri á móti Haukum á tímabilinu en lið hans tapaði aftur á móti öllum fimm leikjum sínum á móti Snæfelli, þar á meðal bikarúrslitaleiknum í febrúar. „Bæði liðin eru með gríðarlega sterkan heimavöll og ég er alveg sannfærður um að þetta fari í oddaleik og endi því í úrslitaleik á Ásvöllum,“ segir Daníel og það má heyra á honum að það er ekkert auðvelt að spá fyrir um næstu Íslandsmeistara. „Ég giska á það að Snæfell hafi þetta í oddaleik,“ segir Daníel.graf/fréttablaðið„Haukar eru með gríðarlega sterkt lið en Snæfell er líka með frábært lið. Snæfell er líka með frábæran erlendan leikmann sem getur klárað leiki upp á sitt eindæmi. Þetta verður barátta á milli Haiden og Helenu,“ segir Daníel. Haiden Palmer hjá Snæfelli og Helena Sverrisdóttir hjá Haukum voru framlagshæstar í undanúrslitunum og í þeim innbyrðisleikjum liðanna sem þær hafa byrjað vel hafa þeirra lið verið í mjög góðum málum. „Þetta getur dottið báðum megin en í þessu einvígi, sem verður stál í stál, þá tel ég að Snæfell hafi yfirhöndina. Þær eru líka með gríðarlega sterkan leiðtoga í Gunnhildi og eru ríkjandi meistarar sem hjálpar þeim líka,“ segir Daníel. Haukarnir unnu 19 stiga sigur í síðasta leik liðanna þar sem Haukaliðið var komið í 27-12 eftir fyrsta leikhlutann. Þá voru 49 dagar og einn bikarmeistaratitill hjá Snæfelli frá því að liðin mættust í Stykkishólmi þar sem Snæfell komst í 29-11 eftir fyrsta leikhlutann og vann 84-70. „Í seríunni okkar á móti Haukum var varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Það er það sem Haukarnir ætla að byggja á en Snæfell er með öðruvísi lið en við og hefur innanborðs leikstjórnanda sem er að skora mikið,“ segir Daníel. „Þetta verður gríðarlega skemmtilegt einvígi,“ segir Daníel að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira