Endurkoma arnarins Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. apríl 2016 12:45 Vísir/Getty Rússinn Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur í búrið í kvöld eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu hans en hvers vegna? Fyrir það fyrsta hefur Khabib „The Eagle“ Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á MMA ferlinum. Í UFC hefur honum tekist að sigra alla sex bardaga sína án þess að lenda í teljandi vandræðum. Síðast sáum hann gjörsigraði Rafael Dos Anjos. Í dag er Brasilíumaðurinn léttvigtarmeistarinn og telja margir að mætist þeir aftur muni Nurmagomedov standa uppi sem sigurvegari og verða þar með léttvigtarmeistari UFC. Bardagi þeirra var einhliða frá fyrstu sekúndu og er Nurmagomedov eini maðurinn sem sigrað hefur Dos Anjos á síðustu fimm árum. Síðan Nurmagomedov sigraði Dos Anjos hefur sá síðarnefndi sigrað fimm bardaga á meðan Rússinn hefur setið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þrívegis hefur hann þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla en loksins munum við fá að sjá hann í kvöld. Nurmagomedov er þó ekki með neitt sérstaklega fallegan stíl. Hann brýtur menn niður með fellu eftir fellu og virðist hafa lítið fyrir því að lyfta mönnum hátt upp til lofts og skella þeim á rassinn. Ef hann nær taki á andstæðingnum er hann að fara í flugferð. Svo einfalt er það. Nurmagomedov leikur sér að taka sterka glímumenn niður aftur og aftur. Nurmagomedov kláraði 21 fellu gegn Abel Trujillo (sem er sjálfur alls ekki slæmur glímumaður) á 15 mínútum en það er met í UFC. Trujillo var ráðalaus í 3. lotu og gerði lítið annað en að hrista hausinn og skildi ekkert hvernig hann ætti að verjast fellunum. Þessi stíll hans er kannski ekki sá áhorfendavænsti en samt er hann mjög vinsæll bardagamaður. Það er eitthvað undarlega heillandi hvernig hann rífur kjaft á bjagaðri ensku og nýtir hvert tækifærið til að skjóta á aðra bardagamenn. Þá vakti gamalt myndband af níu ára Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún gríðarlega athygli á sínum tíma. Myndbandið var auðvitað afar umdeilt en um leið vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður. Nurmagomedov mætir nýliðanum Darrell Horcher í kvöld sem kemur inn með skömmum fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, meiddist. Ef Nurmagomedov verður í sama formi og fyrir tveimur árum á Horcher von á flugferð (sennilega flugferðum) í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld og eru eftirtaldir fjórir bardagar á dagskrá:Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Rashad Evans Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Tecia Torres Hentivigt: Khabib Nurmagomedov gegn Darrell Horcher Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Hacran Diaz MMA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Rússinn Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur í búrið í kvöld eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu hans en hvers vegna? Fyrir það fyrsta hefur Khabib „The Eagle“ Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á MMA ferlinum. Í UFC hefur honum tekist að sigra alla sex bardaga sína án þess að lenda í teljandi vandræðum. Síðast sáum hann gjörsigraði Rafael Dos Anjos. Í dag er Brasilíumaðurinn léttvigtarmeistarinn og telja margir að mætist þeir aftur muni Nurmagomedov standa uppi sem sigurvegari og verða þar með léttvigtarmeistari UFC. Bardagi þeirra var einhliða frá fyrstu sekúndu og er Nurmagomedov eini maðurinn sem sigrað hefur Dos Anjos á síðustu fimm árum. Síðan Nurmagomedov sigraði Dos Anjos hefur sá síðarnefndi sigrað fimm bardaga á meðan Rússinn hefur setið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þrívegis hefur hann þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla en loksins munum við fá að sjá hann í kvöld. Nurmagomedov er þó ekki með neitt sérstaklega fallegan stíl. Hann brýtur menn niður með fellu eftir fellu og virðist hafa lítið fyrir því að lyfta mönnum hátt upp til lofts og skella þeim á rassinn. Ef hann nær taki á andstæðingnum er hann að fara í flugferð. Svo einfalt er það. Nurmagomedov leikur sér að taka sterka glímumenn niður aftur og aftur. Nurmagomedov kláraði 21 fellu gegn Abel Trujillo (sem er sjálfur alls ekki slæmur glímumaður) á 15 mínútum en það er met í UFC. Trujillo var ráðalaus í 3. lotu og gerði lítið annað en að hrista hausinn og skildi ekkert hvernig hann ætti að verjast fellunum. Þessi stíll hans er kannski ekki sá áhorfendavænsti en samt er hann mjög vinsæll bardagamaður. Það er eitthvað undarlega heillandi hvernig hann rífur kjaft á bjagaðri ensku og nýtir hvert tækifærið til að skjóta á aðra bardagamenn. Þá vakti gamalt myndband af níu ára Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún gríðarlega athygli á sínum tíma. Myndbandið var auðvitað afar umdeilt en um leið vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður. Nurmagomedov mætir nýliðanum Darrell Horcher í kvöld sem kemur inn með skömmum fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, meiddist. Ef Nurmagomedov verður í sama formi og fyrir tveimur árum á Horcher von á flugferð (sennilega flugferðum) í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld og eru eftirtaldir fjórir bardagar á dagskrá:Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Rashad Evans Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Tecia Torres Hentivigt: Khabib Nurmagomedov gegn Darrell Horcher Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Hacran Diaz
MMA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira