Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur vitjunartíma sinn ekki kominn. Eftir tuttugu ár í embætti segist hann enn hafa gott samband við Íslendinga. Hann tilkynnti framboð sitt til embættis forseta í sjötta sinn í dag. Þetta kemur fram í viðtali Ólafs við fréttastofu 365 en hluti viðtalsins var sýndur í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Sú hætta er nú kannski alltaf fyrir hendi. Hvort sem að menn eru búnir að vera þetta lengi eða skemur. Blessunarlega held ég að ég hafi enn gott samband við fólkið í landinu og þær hvatningar og þau erindi sem hafa borist til mína á undanförnu sýnir að fólki finnst það hafa greiðan aðgang að mér,“ segir Ólafur. Hann segir forsetann líka þurfa að vera tilbúinn til þess að treysta eigin dómgreind. „Ég gerði það í Icesave-málinu. Við skulum ekki gleyma því að nánast allir sem að bera svona virðingarstöður í skoðanamótinu í landinu voru á móti þeirri ákvörðun þegar ég tók hana. Þannig að forsetinn þarf líka að vera tilbúinn til að finna í sjálfum sér og vilja fólksins í landinu og sambandi sínu við fólkið í landinu, kjark og traust til þess að taka erfiðar ákvarðanir.“ Ólafur segir að hann hefði ekki breytt sinn ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur ef hann teldi sig ekki hafa þennan eiginleika enn. Enn fremur segir hann að atburðir síðustu daga og vikna, afsögn forsætisráðherra, ný ríkisstjórn og fleira, hefðu haft áhrif á fjölda beiðna sem hann fékk frá fólki í landinu. Mörg þeirra hafi haft djúpstæð áhrif á hann.Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar fréttamanns við Ólaf Ragnar Grímsson má sjá hér að ofan. Forsetakjör Tengdar fréttir Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur vitjunartíma sinn ekki kominn. Eftir tuttugu ár í embætti segist hann enn hafa gott samband við Íslendinga. Hann tilkynnti framboð sitt til embættis forseta í sjötta sinn í dag. Þetta kemur fram í viðtali Ólafs við fréttastofu 365 en hluti viðtalsins var sýndur í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Sú hætta er nú kannski alltaf fyrir hendi. Hvort sem að menn eru búnir að vera þetta lengi eða skemur. Blessunarlega held ég að ég hafi enn gott samband við fólkið í landinu og þær hvatningar og þau erindi sem hafa borist til mína á undanförnu sýnir að fólki finnst það hafa greiðan aðgang að mér,“ segir Ólafur. Hann segir forsetann líka þurfa að vera tilbúinn til þess að treysta eigin dómgreind. „Ég gerði það í Icesave-málinu. Við skulum ekki gleyma því að nánast allir sem að bera svona virðingarstöður í skoðanamótinu í landinu voru á móti þeirri ákvörðun þegar ég tók hana. Þannig að forsetinn þarf líka að vera tilbúinn til að finna í sjálfum sér og vilja fólksins í landinu og sambandi sínu við fólkið í landinu, kjark og traust til þess að taka erfiðar ákvarðanir.“ Ólafur segir að hann hefði ekki breytt sinn ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur ef hann teldi sig ekki hafa þennan eiginleika enn. Enn fremur segir hann að atburðir síðustu daga og vikna, afsögn forsætisráðherra, ný ríkisstjórn og fleira, hefðu haft áhrif á fjölda beiðna sem hann fékk frá fólki í landinu. Mörg þeirra hafi haft djúpstæð áhrif á hann.Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar fréttamanns við Ólaf Ragnar Grímsson má sjá hér að ofan.
Forsetakjör Tengdar fréttir Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46
Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15