Conor McGregor hringsólaði í kringum íslenskan aðdáanda og vísaði til Kanye West Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2016 10:54 Conor og Tómas á Vegamótastígnum í gærkvöldi. Mynd af Twitter-síðu Tómasar Tómas Urbancic ákvað að skella sér út að borða á Vegamótum með kærustunni sinni í gærkvöldi. Nokkru klukkustundum síðar var átrúnaðargoðið Conor McGregor hringsólandi í kringum hann á reiðhjóli að vísa til Kanye West.Eins og Vísir greindi frá í gær er UFC-stjarnan mætt hingað til lands til æfinga. Conor á fjölmarga íslenska kunningja og er þeim Gunnari Nelson vel til vina „Conor var úti að borða með crew-inu sínu,“ segir Tómas þegar hann er beðinn um að rifja upp gærkvöldið. Tómas er mikill aðdáandi Conors og fylgdist með honum úr fjarlægð þegar Conor yfirgaf Vegamót ásamt félögum sínum. Tómas segir þá hafa yfirgefið Vegamót og skellt sér beint á reiðhjól. „Þeir voru bara hjólandi um allan bæinn,“ segir Tómas. Þetta var um tíuleytið í gærkvöldi og komu tveir ungir strákar til Conor og báðu um mynd sem Conor leyfði góðfúslega.Algjör meistari „Ég þorði varla að tala við hann, hann var svo nettur,“ segir Tómas. En það var ekki bara Tómas sem tók eftir Conor. Conor varð var við Tómas. „Hann sá að ég var að horfa á hann, kom hjólandi til mín og byrjaði að hringsóla í kringum mig,“ segir Tómas sem klæddist peysu með textanum „I feel like Pablo.“ Um er að ræða vísun í plötu Kanye West, The Life of Pablo. Conor greip boltann á lofti: „What’s up Pablo,“ sagði Conor og braut ísinn. Í kjölfarið fékk Tómas mynd af sér með Conor og ber honum vel söguna. „Hann var mjög næs og algjör ‘gentleman’,“ segir Tómas. Gunnar Nelson hafi ekki verið á svæðinu en hann taldi hina í hópnum hafa verið þjálfara hans og íslenska þjálfara hjá Mjölni. „Hann er algjör meistari,“ segir Tómas. Back in the land of Ice for some good training at Mjolnir!! #TheIceViking A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Apr 18, 2016 at 3:04pm PDT UFC champ Conor McGregor A photo posted by Hallgrímur A. Ingvarsson (@hallgrimurandri) on Apr 18, 2016 at 2:46pm PDT Tengdar fréttir Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Tómas Urbancic ákvað að skella sér út að borða á Vegamótum með kærustunni sinni í gærkvöldi. Nokkru klukkustundum síðar var átrúnaðargoðið Conor McGregor hringsólandi í kringum hann á reiðhjóli að vísa til Kanye West.Eins og Vísir greindi frá í gær er UFC-stjarnan mætt hingað til lands til æfinga. Conor á fjölmarga íslenska kunningja og er þeim Gunnari Nelson vel til vina „Conor var úti að borða með crew-inu sínu,“ segir Tómas þegar hann er beðinn um að rifja upp gærkvöldið. Tómas er mikill aðdáandi Conors og fylgdist með honum úr fjarlægð þegar Conor yfirgaf Vegamót ásamt félögum sínum. Tómas segir þá hafa yfirgefið Vegamót og skellt sér beint á reiðhjól. „Þeir voru bara hjólandi um allan bæinn,“ segir Tómas. Þetta var um tíuleytið í gærkvöldi og komu tveir ungir strákar til Conor og báðu um mynd sem Conor leyfði góðfúslega.Algjör meistari „Ég þorði varla að tala við hann, hann var svo nettur,“ segir Tómas. En það var ekki bara Tómas sem tók eftir Conor. Conor varð var við Tómas. „Hann sá að ég var að horfa á hann, kom hjólandi til mín og byrjaði að hringsóla í kringum mig,“ segir Tómas sem klæddist peysu með textanum „I feel like Pablo.“ Um er að ræða vísun í plötu Kanye West, The Life of Pablo. Conor greip boltann á lofti: „What’s up Pablo,“ sagði Conor og braut ísinn. Í kjölfarið fékk Tómas mynd af sér með Conor og ber honum vel söguna. „Hann var mjög næs og algjör ‘gentleman’,“ segir Tómas. Gunnar Nelson hafi ekki verið á svæðinu en hann taldi hina í hópnum hafa verið þjálfara hans og íslenska þjálfara hjá Mjölni. „Hann er algjör meistari,“ segir Tómas. Back in the land of Ice for some good training at Mjolnir!! #TheIceViking A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Apr 18, 2016 at 3:04pm PDT UFC champ Conor McGregor A photo posted by Hallgrímur A. Ingvarsson (@hallgrimurandri) on Apr 18, 2016 at 2:46pm PDT
Tengdar fréttir Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45