Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. apríl 2016 11:56 Merkið #nólafur hefur verið mikið notað síðan forsetinn tilkynnti að hann ætlaði að blanda sér í kosningaslaginn. Visir Ekki virðast allir vera jafn hrifnir af því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi ákveðið að sækjast eftir endurkjöri í fimmta skipti. Fólk í andstöðu við áframhaldandi setu forsetans byrjaði strax í gær að styðjast við merkinguna #nólafur í færslum sínum á samfélagsmiðlum. Sumir birtu 20 ára gamlar myndir af sjálfum sér til þess að undirstrika hversu löng forsetatíð Ólafs hefur verið. Þar var óbeint vitnað í tískubylgju sem varð til á Facebook á dögunum vegna Barnamenningarhátíðar þar sem fólk deildi barnamyndum af sjálfu sér, hátíðinni til stuðnings. Efnt var til undirskriftasöfnunar á netinu í gær þar sem Ólafur Ragnar er hvattur til þess að hætta við framboð sitt. Hafa um 3000 manns skrifað þar undir.Andrés telur að forsetaframbjóðendur verði að tileinka sér aðrar aðferðir en hafa tíðkast áður fyrr í forsetakosningum.Ekki töff að styðja ÓlafAndrés Jónsson almannatengill telur að með ákvörðun sinni um að sækjast eftir endurkjöri sé forseti að taka vissa áhættu. Það sýni sig á þeirri andstöðu sem nú þegar sé komin upp á yfirborðið á samfélagsmiðlum. „Hann hefur eiginlega skipt um kjósendahóp á undanförnum árum. Margir sem eru að fara kjósa hann eru fólk sem kaus hann kannski ekki upphaflega. Fólk sem eru ekkert svakalegir aðdáendur en kýs hann af öðrum ástæðum. Það þykir ekkert töff að vera stuðningsmaður hans. Þannig að í rauninni þarf ekkert mikið að gerast til þess að það myndist einhver andstæða gegn honum.“Sjá einnig: Forsetaframboð kostar minnst tíu milljónirAndrés segir styrk Ólafs liggja meðal annars í því hversu sterkur hann er í kosningabaráttu. Flestir þeirra sem höfðu tilkynnt um framboð hafa ákveðið að taka slaginn við Ólaf. Andrés furðar sig þó á því að enginn frambjóðandi hafi í gær tappað inn á „nólafur“-bylgjuna sem hófst strax á netinu. „Ég held að það sé tækifæri fyrir einhvern að endurskilgreina Ólaf og nýta sér þessa bylgju. Það fólk sem er tilbúið að gera Ólaf að tákni hins gamla Íslands og kjósa eitthvað nýtt. Það er einhver óttablandin virðing í gangi sem sumir sýna Ólafi. Það voru einstaka pönkarar eins og Elísabet Jökulsdóttir sem skutu á hann en enginn sagði neitt afgerandi eða hafði neina skoðun á erindi hans sem mér fannst mjög veikt. Það eru alveg rök að maður eigi að vera forsetalegur og ekki láta draga sig í drulluna en það er þar sem Ólafur heyir sína baráttu. Þú verður að vera tilbúinn til þess annars hefur hann betur. Það sannaðist 2012 þegar Þóra (innsk: Arnórsdóttir) ætlaði að vera fyrir ofan slíka umræðu og ekki að vera í sama slag og hann. Það gekk ekki.“Þarf að skora hann á hólm Ólafur Ragnar hefur hingað haldið sinni kosningabaráttu fyrir utan samfélagsmiðla sem hlýtur að teljast nokkuð merkilegt fyrir okkar tíma. Andrés telur að best væri fyrir aðra frambjóðendur að reyna að draga forsetann inn í umræðuna þar. „Stuðningsmenn hans eru ekki áberandi þar. Hann hefur hingað til geta valið sér svolítið vettvang sjálfur. Ef ég væri sá frambjóðandi sem telur sig eiga möguleika og ætlaði virkilega að heyja við hann kosningabaráttu, þá myndi ég skora hann á hólm þar. Segja við fólk, að ef það vill að skipt verði um forseta oftar en á sex kjörtímabila fresti – þá ætti það að gefa sig upp við viðkomandi í næstu könnun. Þá bara til þess eins að sýna Ólafi að við þurfum engan landsföður.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Ekki virðast allir vera jafn hrifnir af því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi ákveðið að sækjast eftir endurkjöri í fimmta skipti. Fólk í andstöðu við áframhaldandi setu forsetans byrjaði strax í gær að styðjast við merkinguna #nólafur í færslum sínum á samfélagsmiðlum. Sumir birtu 20 ára gamlar myndir af sjálfum sér til þess að undirstrika hversu löng forsetatíð Ólafs hefur verið. Þar var óbeint vitnað í tískubylgju sem varð til á Facebook á dögunum vegna Barnamenningarhátíðar þar sem fólk deildi barnamyndum af sjálfu sér, hátíðinni til stuðnings. Efnt var til undirskriftasöfnunar á netinu í gær þar sem Ólafur Ragnar er hvattur til þess að hætta við framboð sitt. Hafa um 3000 manns skrifað þar undir.Andrés telur að forsetaframbjóðendur verði að tileinka sér aðrar aðferðir en hafa tíðkast áður fyrr í forsetakosningum.Ekki töff að styðja ÓlafAndrés Jónsson almannatengill telur að með ákvörðun sinni um að sækjast eftir endurkjöri sé forseti að taka vissa áhættu. Það sýni sig á þeirri andstöðu sem nú þegar sé komin upp á yfirborðið á samfélagsmiðlum. „Hann hefur eiginlega skipt um kjósendahóp á undanförnum árum. Margir sem eru að fara kjósa hann eru fólk sem kaus hann kannski ekki upphaflega. Fólk sem eru ekkert svakalegir aðdáendur en kýs hann af öðrum ástæðum. Það þykir ekkert töff að vera stuðningsmaður hans. Þannig að í rauninni þarf ekkert mikið að gerast til þess að það myndist einhver andstæða gegn honum.“Sjá einnig: Forsetaframboð kostar minnst tíu milljónirAndrés segir styrk Ólafs liggja meðal annars í því hversu sterkur hann er í kosningabaráttu. Flestir þeirra sem höfðu tilkynnt um framboð hafa ákveðið að taka slaginn við Ólaf. Andrés furðar sig þó á því að enginn frambjóðandi hafi í gær tappað inn á „nólafur“-bylgjuna sem hófst strax á netinu. „Ég held að það sé tækifæri fyrir einhvern að endurskilgreina Ólaf og nýta sér þessa bylgju. Það fólk sem er tilbúið að gera Ólaf að tákni hins gamla Íslands og kjósa eitthvað nýtt. Það er einhver óttablandin virðing í gangi sem sumir sýna Ólafi. Það voru einstaka pönkarar eins og Elísabet Jökulsdóttir sem skutu á hann en enginn sagði neitt afgerandi eða hafði neina skoðun á erindi hans sem mér fannst mjög veikt. Það eru alveg rök að maður eigi að vera forsetalegur og ekki láta draga sig í drulluna en það er þar sem Ólafur heyir sína baráttu. Þú verður að vera tilbúinn til þess annars hefur hann betur. Það sannaðist 2012 þegar Þóra (innsk: Arnórsdóttir) ætlaði að vera fyrir ofan slíka umræðu og ekki að vera í sama slag og hann. Það gekk ekki.“Þarf að skora hann á hólm Ólafur Ragnar hefur hingað haldið sinni kosningabaráttu fyrir utan samfélagsmiðla sem hlýtur að teljast nokkuð merkilegt fyrir okkar tíma. Andrés telur að best væri fyrir aðra frambjóðendur að reyna að draga forsetann inn í umræðuna þar. „Stuðningsmenn hans eru ekki áberandi þar. Hann hefur hingað til geta valið sér svolítið vettvang sjálfur. Ef ég væri sá frambjóðandi sem telur sig eiga möguleika og ætlaði virkilega að heyja við hann kosningabaráttu, þá myndi ég skora hann á hólm þar. Segja við fólk, að ef það vill að skipt verði um forseta oftar en á sex kjörtímabila fresti – þá ætti það að gefa sig upp við viðkomandi í næstu könnun. Þá bara til þess eins að sýna Ólafi að við þurfum engan landsföður.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent