Sjaldan meiri ánægja með störf Ólafs Ragnars Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 15:03 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/Anton Brink 60,7 prósent svarenda í könnun MMR á dögunum sögðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en könnunin var framkvæmd dagana 4.-5. apríl síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að ánægja með störf forseta hafi sjaldan mælst meiri, en í könnun MMR í febrúar 2013 sögðust 63,6 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars. Í sambærilegri könnun í desember í fyrra kváðust rúm 47 prósent ánægð með störf forseta. Flestum eru atburðir síðustu vikna eflaust enn í fersku minni en þegar könnun MMR var gerð var mikið um að vera í stjórnmálunum. Þann 5. apríl fór þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á Bessastaði og óskaði eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða kosninga. Í kjölfar þess fundar hélt Ólafur Ragnar blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að hann hefði hafnað beiðni ráðherrans. Í gær tilkynnti Ólafur Ragnar svo að hann ætlaði að bjóða sig fram í sjötta sinn sem forseti og má ætla, af niðurstöðum könnunar MMR nú, að sú ákvörðun hafi glatt marga. Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 987 einstaklingar. 15 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera óánægð með störf Ólafs Ragnars en ánægja með forsetann er afar mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig segjast 99 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsókn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars borið saman við 27 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
60,7 prósent svarenda í könnun MMR á dögunum sögðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en könnunin var framkvæmd dagana 4.-5. apríl síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að ánægja með störf forseta hafi sjaldan mælst meiri, en í könnun MMR í febrúar 2013 sögðust 63,6 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars. Í sambærilegri könnun í desember í fyrra kváðust rúm 47 prósent ánægð með störf forseta. Flestum eru atburðir síðustu vikna eflaust enn í fersku minni en þegar könnun MMR var gerð var mikið um að vera í stjórnmálunum. Þann 5. apríl fór þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á Bessastaði og óskaði eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða kosninga. Í kjölfar þess fundar hélt Ólafur Ragnar blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að hann hefði hafnað beiðni ráðherrans. Í gær tilkynnti Ólafur Ragnar svo að hann ætlaði að bjóða sig fram í sjötta sinn sem forseti og má ætla, af niðurstöðum könnunar MMR nú, að sú ákvörðun hafi glatt marga. Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 987 einstaklingar. 15 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera óánægð með störf Ólafs Ragnars en ánægja með forsetann er afar mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig segjast 99 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsókn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars borið saman við 27 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56