Yfirlýsing Conor McGregor í kvöld um að hann hefði í hyggju að hætta ungur að árum hefur vakið gríðarlega athygli. Vísir hefur fjallað um hana í kvöld.
Sjá einnig: Conor segist vera hættur
Margir eiga erfitt með að trúa því að McGregor hafi verið alvara með færslu sinni en hafi tilgangurinn með henni verið að vekja athygli á sér þá heppnaðist það. Svo mikið er víst.
Það tók færsluna aðeins örfáar klukkustundir að komast í 100 þúsund endurbirtingar (e. Retweets) en hún er þar auð auki orðin fréttaefni helstu fréttamiðla heims.
BBC fjallaði um málið í kvöld, sem og Sky Sports. Ensku blöðin gerðu slíkt hið sama (Guardian, Daily Mail, The Telegraph).
Sjá einnig: Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor
Bandarísku miðlarnir hafa líka gripið fréttina á lofti, svo sem Sports Illustrated, ESPN, LA Times, USA Today og New York Post.
Þá eru Írar einnig á nálum út af fréttunum, eins og sjá má á frétt á vef írska ríkissjónvarpsins í kvöld.
Allt þetta á örfáum klukkustundum en þess ber að geta að McGregor dvelur nú á Íslandi þar sem hann er að æfa með Gunnari Nelson, sem undirbýr sig nú fyrir UFC-bardaga í Rotterdam þann 8. maí.
Heimspressan fjallar um McGregor

Tengdar fréttir

Conor segist vera hættur
Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Nú er Diaz líka hættur
Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum.

Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor
Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín.

Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews
Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb.