Samkvæmt frétt BBC um málið mun fimm sæta bíllinn komast að minnsta kosti 346 kílómetra eftir hverja hleðslu.
Yfir 115 þúsund bílar voru pantaðir í forsölu. Markmiðið er að framleiða fimm hundruð þúsund eintök á ári þegar framleiðslan er komin vel af stað. Fyrstu Model 3 bílarnir eru væntanlegir til afhendingar í lok árs 2017.
Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir bílinn.