Bandaríski skyndibitaframleiðandinn McDonalds ætlar að opna 1.250 nýja staði í Kína á næstu fimm árum. Þetta er til viðbótar þeim 2.200 stöðum sem eru nú þegar í Kína. Ef af áætlunum verður mun Kína verða næststærsti markaður McDonalds, á eftir Bandaríkjamarkaði.
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa einnig áætlanir um að opna 250 nýja staði í Hong Kong og Suður Kóreu á sama tímabili. Markaðir með hröðum vexti, til að mynda Rússland, stóðu undir fjórðungi af sölu McDonalds árið 2015 og hyggst fyrirtækið herja á viðlíka markaði í Asíu.
Vilja opna 1.250 nýja McDonalds staði í Kína
