Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2016 14:13 Framkvæmdir ganga vel en staðurinn verður opnaður eftir helgi. Vísir/Vilhelm Ekki eru allir sáttir við að Joe and the Juice opni útibú í Alþingishúsinu á mánudaginn næsta en greint var frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Settur hefur verið af stað undirskriftarlisti í því skyni að mótmæla þróuninni en staðurinn verður ekki opinn almenningi en þingmönnum og starfsmönnum hússins mun gefast kostur á því að kaupa samlokur á kostakjörum. „Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót,“ segir í undirskriftasöfnuninni. Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir en staðurinn verður formlega opnaður á mánudag. Aðstandendur undirskriftarlistans hyggjast afhenda undirskriftirnar forseta Alþingis við það tækifæri.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Neita að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á það í samtali við Fréttablaðið að ekkert útboð hefði farið fram á þjónustunni sem hann telur gagnrýnivert og undir það taka aðstandendur undirskriftarlistans. Nálgast má undirskriftarlistann hér. 49 hafa ritað nafn sitt við hann þegar þetta er skrifað. Til samanburðar má nefna að sú undirskriftarsöfnun sem telst hvað stærsta söfnun Íslandssögunnar er komin með 85,067 undirskriftir. Hún stafar frá Kára Stefánssyni og varðar endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður,“ spyrja reiðir landsmenn. Tengdar fréttir Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Ekki eru allir sáttir við að Joe and the Juice opni útibú í Alþingishúsinu á mánudaginn næsta en greint var frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Settur hefur verið af stað undirskriftarlisti í því skyni að mótmæla þróuninni en staðurinn verður ekki opinn almenningi en þingmönnum og starfsmönnum hússins mun gefast kostur á því að kaupa samlokur á kostakjörum. „Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót,“ segir í undirskriftasöfnuninni. Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir en staðurinn verður formlega opnaður á mánudag. Aðstandendur undirskriftarlistans hyggjast afhenda undirskriftirnar forseta Alþingis við það tækifæri.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Neita að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á það í samtali við Fréttablaðið að ekkert útboð hefði farið fram á þjónustunni sem hann telur gagnrýnivert og undir það taka aðstandendur undirskriftarlistans. Nálgast má undirskriftarlistann hér. 49 hafa ritað nafn sitt við hann þegar þetta er skrifað. Til samanburðar má nefna að sú undirskriftarsöfnun sem telst hvað stærsta söfnun Íslandssögunnar er komin með 85,067 undirskriftir. Hún stafar frá Kára Stefánssyni og varðar endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður,“ spyrja reiðir landsmenn.
Tengdar fréttir Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira