Það reyndi mikið á keppendurna í göngunni því veður var frekar erfitt á köflum en mikill vindur var framan af degi. Sem betur fer lægði aðeins þegar mótið hófst.
Keppni var spennandi og skiptist keppendur á að vera í forystu. Í kvennaflokki voru gengnir 7,5 kílómetrar sem samanstóð af 5 kílómetra hring og 2,5 kílómetra hring en í karlaflokki voru gengnir þrír fimm kílómetra hringir.
Í kvennaflokki vann Elsa Guðrún Jónsdóttir nokkuð sannfærandi en í karlaflokki var meiri spenna. Albert Jónsson leiddi eftir fyrsta en eftir tvo hringi voru Albert og Brynjar alveg jafnir. Á síðasta hringnum sýndi Brynjar Leó styrk sinn og vann að lokum með góðum mun.
Ganga með frjálsri aðferð - Konur 7,5 kílómetrar
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ
2. Sólveig María Aspelund SFÍ
3. Auður Ebenesersdóttir Ullur
Ganga með frjálsri aðferð - Karlar 15 kílómetrar
1. Brynjar Leó Kristinsson SKA
2. Albert Jónsson SFÍ
3. Vadim Gusev SKA
Á morgun fer fram ganga með hefðbundinni aðferð og verður hún keyrð samhliða Bláfjallagöngunni og hefst gangan kl. 13:00. Engin keppni fór fram í alpagreinum í dag en stefnt er á að keyra stórsvig og svig í Skálafelli á morgun.
