Send aftur til Sýrlands Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. apríl 2016 07:00 Flóttafólk kemur til grísku eyjunnar Lesbos eftir að hafa siglt yfir sundið frá Tyrklandi. Nordicphotos/AFP Tyrkir senda allt að hundrað flóttamenn daglega aftur yfir landamærin til Sýrlands. Þar á meðal hafa verið bæði barnshafandi konur og fylgdarlaus börn. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þetta hafa viðgengist vikum saman og nauðungarflutningar af þessu tagi brjóti algerlega í bága við bæði alþjóðareglur, reglur Evrópusambandsins og tyrknesk lög. Þá hélt breska blaðið The Times því fram nú í vikunni að tyrkneskir landamæraverðir hafi skotið á Sýrlendinga sem reyndu að komast yfir landamærin frá Sýrlandi til Tyrklands. Sextán manns hafi fallið fyrir byssukúlum Tyrkja. Á grísku eyjunum næst Tyrklandi sitja síðan þúsundir flóttamanna fastir, því samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins við Tyrkland ber Grikkjum að senda fólkið aftur til Tyrklands. Þeir fyrstu eiga að fara strax á mánudaginn. Allt þangað til Evrópusambandið gerði samning við Tyrkland, þann 20. mars síðastliðinn, höfðu Grikkir flutt flóttafólkið áfram með ferjum yfir til gríska meginlandsins. Þeir sem komið hafa eftir 20. mars þurfa hins vegar að bíða og geta reiknað með að verða sendir aftur til baka yfir til Tyrklands. Hundruð manna hafa flúið úr flóttamannabúðum á eyjunum, þar sem þeir eiga að bíða á meðan mál þeirra eru afgreidd. Amnesty International gagnrýnir harðlega samninginn sem leiðtogar Evrópusambandsins gerðu við Tyrkland í mars. „Í örvæntingu sinni við að loka landamærum sínum, þá hafa leiðtogar Evrópusambandsins vísvitandi litið fram hjá einföldustu staðreynd málsins: Tyrkland er ekki öruggt land fyrir sýrlenska flóttamenn og verður óöruggara með hverjum deginum sem líður,“ segir John Dalhuisen, framkvæmdastjóri Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. „Þetta er samningur sem ekki er hægt að framfylgja nema af kaldlyndi og með því að sniðganga alþjóðalög af andvaraleysi,“ segir hann í umfjöllun á vef samtakanna. Að sögn Amnesty International eru um 200 þúsund Sýrlendingar, sem hrakist hafa að heiman, komnir að landamærum Tyrklands og hafast þar við í flóttamannabúðum, þar sem aðstæður eru mjög bágbornar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Flóttamenn Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Tyrkir senda allt að hundrað flóttamenn daglega aftur yfir landamærin til Sýrlands. Þar á meðal hafa verið bæði barnshafandi konur og fylgdarlaus börn. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þetta hafa viðgengist vikum saman og nauðungarflutningar af þessu tagi brjóti algerlega í bága við bæði alþjóðareglur, reglur Evrópusambandsins og tyrknesk lög. Þá hélt breska blaðið The Times því fram nú í vikunni að tyrkneskir landamæraverðir hafi skotið á Sýrlendinga sem reyndu að komast yfir landamærin frá Sýrlandi til Tyrklands. Sextán manns hafi fallið fyrir byssukúlum Tyrkja. Á grísku eyjunum næst Tyrklandi sitja síðan þúsundir flóttamanna fastir, því samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins við Tyrkland ber Grikkjum að senda fólkið aftur til Tyrklands. Þeir fyrstu eiga að fara strax á mánudaginn. Allt þangað til Evrópusambandið gerði samning við Tyrkland, þann 20. mars síðastliðinn, höfðu Grikkir flutt flóttafólkið áfram með ferjum yfir til gríska meginlandsins. Þeir sem komið hafa eftir 20. mars þurfa hins vegar að bíða og geta reiknað með að verða sendir aftur til baka yfir til Tyrklands. Hundruð manna hafa flúið úr flóttamannabúðum á eyjunum, þar sem þeir eiga að bíða á meðan mál þeirra eru afgreidd. Amnesty International gagnrýnir harðlega samninginn sem leiðtogar Evrópusambandsins gerðu við Tyrkland í mars. „Í örvæntingu sinni við að loka landamærum sínum, þá hafa leiðtogar Evrópusambandsins vísvitandi litið fram hjá einföldustu staðreynd málsins: Tyrkland er ekki öruggt land fyrir sýrlenska flóttamenn og verður óöruggara með hverjum deginum sem líður,“ segir John Dalhuisen, framkvæmdastjóri Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. „Þetta er samningur sem ekki er hægt að framfylgja nema af kaldlyndi og með því að sniðganga alþjóðalög af andvaraleysi,“ segir hann í umfjöllun á vef samtakanna. Að sögn Amnesty International eru um 200 þúsund Sýrlendingar, sem hrakist hafa að heiman, komnir að landamærum Tyrklands og hafast þar við í flóttamannabúðum, þar sem aðstæður eru mjög bágbornar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Flóttamenn Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira