Flott opnun í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2016 14:33 Halldór með flotta bleikju úr Varmá í gær Varmá er ein af vinsælli vorveiðiám landsins og það er sífellt stækkandi hópur manna sem tekur ásfóstri við hana. Það var vaskur hópur manna sem opnaði Varmá í gær og þrátt fyrir oft rysjóttar aðstæður verður ekki annað sagt en að veiðin hafi verið góð. Eins og venjulega eru straumflugur mest notaðar svona í upphafi tímabils þegar fiskurinn er nokkuð sotlinn og tökuglaður og var engin breyting þar á í gær. Hvítar flugur eru oft mjög góðar í vorveiðinni og gaf Hvítur Dýrbítur nokkuð af fiski í gær. Halldór Gunnarsson var við Varmá og landaði hópurinn sem hann fór fyrir 30-40 fiskum og það var víst töluvert sem slapp líka. Eins og er orðið þekkt í Varmá voru bleikjurnar risavaxnar en þær voru allar um 8-10 pund og eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni er þetta engin smá bleikja. Ekki veiddust stórir birtingar þrátt fyrir að einhverjir hafi sést en birtingurinn var yfirleitt um 45-55 sm að lengd. Fiskurinn var mjög vel dreifður um ánna og voru fiskar teknir frá golfvelli og niður að bakka að sögn Halldórs. Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði
Varmá er ein af vinsælli vorveiðiám landsins og það er sífellt stækkandi hópur manna sem tekur ásfóstri við hana. Það var vaskur hópur manna sem opnaði Varmá í gær og þrátt fyrir oft rysjóttar aðstæður verður ekki annað sagt en að veiðin hafi verið góð. Eins og venjulega eru straumflugur mest notaðar svona í upphafi tímabils þegar fiskurinn er nokkuð sotlinn og tökuglaður og var engin breyting þar á í gær. Hvítar flugur eru oft mjög góðar í vorveiðinni og gaf Hvítur Dýrbítur nokkuð af fiski í gær. Halldór Gunnarsson var við Varmá og landaði hópurinn sem hann fór fyrir 30-40 fiskum og það var víst töluvert sem slapp líka. Eins og er orðið þekkt í Varmá voru bleikjurnar risavaxnar en þær voru allar um 8-10 pund og eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni er þetta engin smá bleikja. Ekki veiddust stórir birtingar þrátt fyrir að einhverjir hafi sést en birtingurinn var yfirleitt um 45-55 sm að lengd. Fiskurinn var mjög vel dreifður um ánna og voru fiskar teknir frá golfvelli og niður að bakka að sögn Halldórs.
Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði