Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2016 17:54 Facebook-verjar hirða ekkert um að sýna forsætisráðherra kurteisi eða virðingu á hans eigin Facebooksíðu. „Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebooksíðu sína. Sigmundur Davíð lítur svo á að eiginkona hans sæti árásum af hálfu Sigrúnar Davíðsdóttur pistlahöfundar á RÚV. En, áður en hann beinir tali sínu að ríkisútvarpinu, finnst honum rétt að koma eftirfarandi á framfæri, þá varðandi eiginkonu sína. „Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn““ Og Sigmundur Davíð segir þetta ástæðuna fyrir því að hann vilji ekki tala við RÚV. „Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“ Þó yfir tvö hundruð manns hafi lækað þessi orð Sigmundar Davíðs vekur athygli hversu afdráttarlausar athugasemdir falla á síðu hans. Fjölmargir hirða hvergi um að sýna forsætisráðherra kurteisi, hvað þá virðingarvott. „Ekkert af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt breytir því að hann átti að upplýsa um það fyrir kosningar að konan hans væri kröfuhafi,“ segir einn. Annar segir: „Ætli ruv sé búin að segja "sama frasanb" 7 sinnum?“ Og önnur segir: „“Já, konan mín, konan mín og konan min, skammastu þín...“ Þá eru margir sem skora á Sigmund Davíð að segja af sér: „Sigmundur segðu af þér og axlaðu ábyrgð.“ Og þannig gengur dælan. Athugsemdirnar sýna svo ekki verður um villst að verulega er farið að hrikta í stöðu forsætisráðherra meðal kjósenda. Sjá má færsluna hér neðar og er athyglisvert að lesa hvað Facebookverjum sýnist um orð Sigmundar Davíðs.Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 3. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
„Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebooksíðu sína. Sigmundur Davíð lítur svo á að eiginkona hans sæti árásum af hálfu Sigrúnar Davíðsdóttur pistlahöfundar á RÚV. En, áður en hann beinir tali sínu að ríkisútvarpinu, finnst honum rétt að koma eftirfarandi á framfæri, þá varðandi eiginkonu sína. „Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn““ Og Sigmundur Davíð segir þetta ástæðuna fyrir því að hann vilji ekki tala við RÚV. „Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“ Þó yfir tvö hundruð manns hafi lækað þessi orð Sigmundar Davíðs vekur athygli hversu afdráttarlausar athugasemdir falla á síðu hans. Fjölmargir hirða hvergi um að sýna forsætisráðherra kurteisi, hvað þá virðingarvott. „Ekkert af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt breytir því að hann átti að upplýsa um það fyrir kosningar að konan hans væri kröfuhafi,“ segir einn. Annar segir: „Ætli ruv sé búin að segja "sama frasanb" 7 sinnum?“ Og önnur segir: „“Já, konan mín, konan mín og konan min, skammastu þín...“ Þá eru margir sem skora á Sigmund Davíð að segja af sér: „Sigmundur segðu af þér og axlaðu ábyrgð.“ Og þannig gengur dælan. Athugsemdirnar sýna svo ekki verður um villst að verulega er farið að hrikta í stöðu forsætisráðherra meðal kjósenda. Sjá má færsluna hér neðar og er athyglisvert að lesa hvað Facebookverjum sýnist um orð Sigmundar Davíðs.Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 3. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira