Panama-skjölin: Víðtæk umfjöllun um allan heim Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2016 18:01 Leki Panama-skjalanna er stærsti gagnaleki hingað til en alls telja skjölin um 11,5 milljónir. Hin svokölluðu Panama-skjöl, sem Kastljósþáttur kvöldsins byggir á og taka til aflandsfélaga í skattaskjólum um allan heim, flæða nú yfir veraldarvefinn. Þau voru aðgengileg öllum klukkan 18 í kvöld á íslenskum tíma en fram að því hafði verið alþjóðlegt birtingabann á gögnunum. Að vinnslu gagnanna komu 376 fjölmiðlamenn um allan heim en gögnin voru um 11,5 milljón talsins. Fjölmargir fjölmiðlar um allan heim hafa unnið margvíslegar umfjallanir upp úr gögnunum. Einna ítarlegust er síða Süddeutsche Zeitung um lekann þar sem um hann er fjallað frá fjölmörgum sjónarhornum. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, ICIJ, er einnig með sérsíðu um Panama-skjölin. Hér má sjá myndband sem samtökin settu í loftið nú klukkan 18.The Guardian gerði myndband sem ber yfirskriftina Hvernig á að fela milljarð dollara og sjá má hér fyrir neðan. Guardian hefur einnig birt grein sem ber yfirskriftina Allt sem þú þarft að vita um Panama-skjölin.Norrænu miðlarnir láta sitt ekki eftir liggja enda liggja þræðir lekans einnig til hinna Norðurlandanna. Aftenposten var samstarfsaðili ICIJ í lekanum og flytur frétt um að norski bankinn DNB hafi sent norska auðmenn til skattaparadísa. Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að sænski bankinn Nordea hafi verið leið auðmanna til skattaparadísa. Danmarks Radio flytur frétt af svipuðum meiði nema þar segir frá því að danski bankinn Jyske Bank og Nordea hafi hjálpað til með skattaundanskot. Þá er alþjóðleg umræða um Panamaskjölin hávær á Twitter undir merkingunni #panamapapers eins og sjá má hér fyrir neðan.#panamapapers Tweets Panama-skjölin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Hin svokölluðu Panama-skjöl, sem Kastljósþáttur kvöldsins byggir á og taka til aflandsfélaga í skattaskjólum um allan heim, flæða nú yfir veraldarvefinn. Þau voru aðgengileg öllum klukkan 18 í kvöld á íslenskum tíma en fram að því hafði verið alþjóðlegt birtingabann á gögnunum. Að vinnslu gagnanna komu 376 fjölmiðlamenn um allan heim en gögnin voru um 11,5 milljón talsins. Fjölmargir fjölmiðlar um allan heim hafa unnið margvíslegar umfjallanir upp úr gögnunum. Einna ítarlegust er síða Süddeutsche Zeitung um lekann þar sem um hann er fjallað frá fjölmörgum sjónarhornum. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, ICIJ, er einnig með sérsíðu um Panama-skjölin. Hér má sjá myndband sem samtökin settu í loftið nú klukkan 18.The Guardian gerði myndband sem ber yfirskriftina Hvernig á að fela milljarð dollara og sjá má hér fyrir neðan. Guardian hefur einnig birt grein sem ber yfirskriftina Allt sem þú þarft að vita um Panama-skjölin.Norrænu miðlarnir láta sitt ekki eftir liggja enda liggja þræðir lekans einnig til hinna Norðurlandanna. Aftenposten var samstarfsaðili ICIJ í lekanum og flytur frétt um að norski bankinn DNB hafi sent norska auðmenn til skattaparadísa. Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að sænski bankinn Nordea hafi verið leið auðmanna til skattaparadísa. Danmarks Radio flytur frétt af svipuðum meiði nema þar segir frá því að danski bankinn Jyske Bank og Nordea hafi hjálpað til með skattaundanskot. Þá er alþjóðleg umræða um Panamaskjölin hávær á Twitter undir merkingunni #panamapapers eins og sjá má hér fyrir neðan.#panamapapers Tweets
Panama-skjölin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir