Samningurinn gæti sprungið í loft upp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2016 07:00 Flóttafólk hefur reynt ýmislegt til þess að komast til Evrópu en mörgum verður nú smalað til baka. Nordicphotos/AFP Ríkjum Evrópusambandsins er heimilt að senda hvern þann flóttamann sem kom til Evrópu (ESB) í gegn um Tyrkland frá tuttugasta mars síðastliðnum aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag samkvæmt samningi sem ESB gerði við Tyrki umræddan dag. Einnig er þeim heimilt að senda flóttamenn sem sóttu ekki um hæli fyrir dagsetninguna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn viðkvæman. „Við sjáum það ekki fyrr en líður á mánuðinn hvernig þetta mun ganga. Fyrsti dagurinn er á morgun þegar þessir endurflutningar frá Grikklandi hefjast,“ segir hann og bendir á að til að auðvelda sér að senda flóttamenn til baka hafi Grikkir lokað marga inni. „Það hefur verið gagnrýnt að flóttamannabúðum hefur verið breytt í flóttamannafangelsi.“ Þá segir Eiríkur Tyrki hafa orðið uppvísa að því að senda sýrlenska flóttamenn sem þangað eru komnir aftur til heimalandsins. „Hugsanlega hefur þetta í för með sér að Tyrkir auki þá hegðun sína að senda fólk til hins stríðshrjáða Sýrlands, sem er gegn alþjóðalögum. Það er brot á samningnum. Klárlega,“ segir hann.Eiríkur segir það stóran vanda að Tyrkir virðist ekki vera búnir að gera það sem þarf til að taka á móti fólkinu. „Þeir eru ekki búnir að koma upp þeirri aðstöðu sem þeir áttu að vera búnir að koma upp.“ „Ég held þetta sé það viðkvæmt að þessi samningur getur ekki aðeins bara raknað upp heldur leitt til upplausnar ef þetta fer illa. Það þarf algjörlega allt að ganga upp. Það þarf velvild sem er ekki til staðar. Svo þurfa ríki Evrópusambandsins að taka á móti flóttamönnum frá Tyrklandi á móti,“ segir Eiríkur. Eitt ákvæða samningsins var að greiða fyrir aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið. Eiríkur segir það þó ekki stóra málið fyrir Tyrkina eins og er. „Stóra málið er ferðafrelsið á Schengensvæðinu. Það er búið að lofa þeim því ef þetta gengur upp.“ Eiríkur segir ríki ESB hins vegar ekki tilbúin til að veita þá heimild, það sé til að mynda einn staðurinn þar sem samningurinn gæti sprungið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólki frá Tyrklandi verði snúið við Gríska þingið samþykkir ný lög. 1. apríl 2016 23:32 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Sjá meira
Ríkjum Evrópusambandsins er heimilt að senda hvern þann flóttamann sem kom til Evrópu (ESB) í gegn um Tyrkland frá tuttugasta mars síðastliðnum aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag samkvæmt samningi sem ESB gerði við Tyrki umræddan dag. Einnig er þeim heimilt að senda flóttamenn sem sóttu ekki um hæli fyrir dagsetninguna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn viðkvæman. „Við sjáum það ekki fyrr en líður á mánuðinn hvernig þetta mun ganga. Fyrsti dagurinn er á morgun þegar þessir endurflutningar frá Grikklandi hefjast,“ segir hann og bendir á að til að auðvelda sér að senda flóttamenn til baka hafi Grikkir lokað marga inni. „Það hefur verið gagnrýnt að flóttamannabúðum hefur verið breytt í flóttamannafangelsi.“ Þá segir Eiríkur Tyrki hafa orðið uppvísa að því að senda sýrlenska flóttamenn sem þangað eru komnir aftur til heimalandsins. „Hugsanlega hefur þetta í för með sér að Tyrkir auki þá hegðun sína að senda fólk til hins stríðshrjáða Sýrlands, sem er gegn alþjóðalögum. Það er brot á samningnum. Klárlega,“ segir hann.Eiríkur segir það stóran vanda að Tyrkir virðist ekki vera búnir að gera það sem þarf til að taka á móti fólkinu. „Þeir eru ekki búnir að koma upp þeirri aðstöðu sem þeir áttu að vera búnir að koma upp.“ „Ég held þetta sé það viðkvæmt að þessi samningur getur ekki aðeins bara raknað upp heldur leitt til upplausnar ef þetta fer illa. Það þarf algjörlega allt að ganga upp. Það þarf velvild sem er ekki til staðar. Svo þurfa ríki Evrópusambandsins að taka á móti flóttamönnum frá Tyrklandi á móti,“ segir Eiríkur. Eitt ákvæða samningsins var að greiða fyrir aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið. Eiríkur segir það þó ekki stóra málið fyrir Tyrkina eins og er. „Stóra málið er ferðafrelsið á Schengensvæðinu. Það er búið að lofa þeim því ef þetta gengur upp.“ Eiríkur segir ríki ESB hins vegar ekki tilbúin til að veita þá heimild, það sé til að mynda einn staðurinn þar sem samningurinn gæti sprungið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólki frá Tyrklandi verði snúið við Gríska þingið samþykkir ný lög. 1. apríl 2016 23:32 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Sjá meira