Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Ingvar Haraldsson skrifar 4. apríl 2016 05:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fréttablaðið/Valli Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof á næstu dögum. „Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. Fjallað var um aflandsfélög tengd Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og öðrum íslenskra stjórnmálamönnum í fjölmiðlum um allan heim í gær. Katrín segir að Sigmundur hefði átt að gera grein fyrir félaginu Wintris, þegar hann var kosinn á þing árið 2009 og með því hafi Sigmundur ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins með því að halda félaginu leyndu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segist ekki sjá aðra leið en að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ segir Helgi. Þá segir Helgi Hrafn skýringar Sigmundar á aðkomu sinni að félaginu Wintris ekki standast. Til að mynda segist Helgi Hrafn ekki skilja þá útskýringu Sigmundar að mistök bankans hafi orðið til þess að forsætisráðherra hafi átt helmingshlut í Wintris, miðað við upplýsingar sem birtust í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður „Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja, að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu,“ segir Árni Páll. Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis yrði kallaður fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. Árni Páll segir Birgi Ármannsson, starfandi formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina en ekki náðist í Birgi í gær. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu ríkisstjórnarinnar verða rædda á þingflokksfundi í dag og hvort styðja eigi áfram Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Nú bíði hann hins vegar eftir því að forsætisráðherra svari því sem kom fram í þætti Kastljóssins í gær. Hann segir það hins vegar þannig að hann treysti Sigmundi sem forsætisráðherra og það hafi ekki breyst. „Ég tala auðvitað ekki fyrir hönd flokksins en þetta verður rætt á fundi í dag. Við ræðum stöðu ríkisstjórnarinnar í hverri viku og á því verður engin breyting á þingflokksfundinum,“ segir Brynjar. „Þetta lítur hins vegar verr út fyrir Sigmund eftir Kastljósþáttinn og þetta er pólitískt erfitt fyrir forsætisráðherrann.“ Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa boðað komu í óundirbúinn fyrirspurnartíma Alþingi klukkan þrjú í dag. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né aðra ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Þá náðist ekki heldur í Vigdísi Hauksdóttir, formann fjárlaganefndar, Ásmund Einar Daðason, þingsflokksformann Framsóknarflokksins, eða Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið. Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof á næstu dögum. „Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. Fjallað var um aflandsfélög tengd Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og öðrum íslenskra stjórnmálamönnum í fjölmiðlum um allan heim í gær. Katrín segir að Sigmundur hefði átt að gera grein fyrir félaginu Wintris, þegar hann var kosinn á þing árið 2009 og með því hafi Sigmundur ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins með því að halda félaginu leyndu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segist ekki sjá aðra leið en að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ segir Helgi. Þá segir Helgi Hrafn skýringar Sigmundar á aðkomu sinni að félaginu Wintris ekki standast. Til að mynda segist Helgi Hrafn ekki skilja þá útskýringu Sigmundar að mistök bankans hafi orðið til þess að forsætisráðherra hafi átt helmingshlut í Wintris, miðað við upplýsingar sem birtust í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður „Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja, að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu,“ segir Árni Páll. Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis yrði kallaður fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. Árni Páll segir Birgi Ármannsson, starfandi formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina en ekki náðist í Birgi í gær. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu ríkisstjórnarinnar verða rædda á þingflokksfundi í dag og hvort styðja eigi áfram Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Nú bíði hann hins vegar eftir því að forsætisráðherra svari því sem kom fram í þætti Kastljóssins í gær. Hann segir það hins vegar þannig að hann treysti Sigmundi sem forsætisráðherra og það hafi ekki breyst. „Ég tala auðvitað ekki fyrir hönd flokksins en þetta verður rætt á fundi í dag. Við ræðum stöðu ríkisstjórnarinnar í hverri viku og á því verður engin breyting á þingflokksfundinum,“ segir Brynjar. „Þetta lítur hins vegar verr út fyrir Sigmund eftir Kastljósþáttinn og þetta er pólitískt erfitt fyrir forsætisráðherrann.“ Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa boðað komu í óundirbúinn fyrirspurnartíma Alþingi klukkan þrjú í dag. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né aðra ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Þá náðist ekki heldur í Vigdísi Hauksdóttir, formann fjárlaganefndar, Ásmund Einar Daðason, þingsflokksformann Framsóknarflokksins, eða Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið.
Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira