Francois Hollande, forseti Frakklands, fagnar lekanum á Panamaskjölunum svokölluðu sem nú eru til umfjöllunar um allan heim. Í skjölunum er ljóstrað upp um aflandsfélög fólks í skattaskjólum erlendis. Þetta kom fram í máli Hollande í morgun.
„Ég get fullvissað ykkur um að eftir því sem upplýsingarnar koma fram þá munu fara fram rannsóknir, mál verða stofnuð og dómsmál höfðuð,“ hafa erlendir miðlar á borð við ITV eftir Frakklandsforsetanum.
„Uppljóstrunin eru góðar fréttir því þær munu auka skatttekjur úr vösum þeirra sem svindla.“
Frakklandsforseti fagnar Panamaskjölunum
Tengdar fréttir

Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“
"Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama.

Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum
Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir.

Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg
Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína.