Viðskipti erlent

Faðir Cameron tengist skattaskjóli

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ian Cameron, faðir David Cameron forsætisráðherra Bretlands, tengdist skattaskjóli í á Bahama eyjum áður en hann lést árið 2010. 

Samkvæmt frétt Business Insider um málið var Ian Cameron einn af stjórnendum Blairmore Holdings Inc. sem skráð var í Panama og greint er frá í Panama-skjölunum svokölluðum. Félagið var metið á 25 milljóna punda eða um fimm milljarða króna. Hann stofnaði félagið á níunda áratug síðustu aldar og getur því verið að félagið hafi verið nýtt til að forðast fyrirtækjaskatta í allt að þrjátíu ár.

Engar vísbendingar eru þó um það að Cameron hafi nýtt sér Blairmore Holdings Inc. til að forðast tekjuskatt. Fyrir fjórum árum lýsti David Cameron því yfir að hann myndi beita sér gegn skattaskjólum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×