Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“

Mótmælendur eru mættir í þúsundatali á Austurvöll til að krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér.
Mótmælendur eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum og á Instagram má sjá hundruði mynda sem eru teknar á Austurvelli í dag.
Hér fyrir neðan er Vísir búinn að taka saman nokkrar af myndunum. Vel viðrar á miðbæjargesti í glampandi sól.
Vísir er einnig með beina útsendingu frá mótmælunum þar sem fylgst er með dagskránni. Við minnum síðan á kvöldfréttir Stöðvar 2 klukkan 18.30 þar sem fréttir dagsins verða gerðar upp.