Erlendir fjölmiðlamenn: Töldu að búið væri að hreinsa betur til Birta Björnsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:00 Allir helstu fjölmiðlar á vesturlöndum hafa um fátt annað fjallað en hinn umfangsmikla leka á hinum svokölluðu Panama-gögnum. Þar kemur nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oftar en ekki við sögu og umtalsvert fjallað um tengsl forsætisráðherrans og eiginkonu hans við aflandsfélagið Winstris Inc. Þegar Sigmundur Davíð sagðist í hádegisfréttum Stöðvar 2 ekki ætla að segja af sér vegna málsins var sömuleiðis um það fjallað víða í heimspressunni. Þar var jafnframt fjallað um fyrirhuguð mótmæli við Austurvöll og þá staðreynd að rúmlega 25 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á Sigmund Davíð um að segja af sér. Erlendir fjölmiðlar hafa sömuleiðis sent fulltrúa sína hingað til lands til að fylgjast með gangi mála. „Ég er hingað kominn um aflandseyjafélag forsætisráðherra, eiginkonu hans og tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Sökum þess að Le Monde var aðili að ICIJ-verkefninu höfðum við einnig aðgang að þessum gögnum. Okkur þótti einnig fróðlegt að vita hvað myndi gerast eftir að gögnin yrðu gerð opinber. Þess vegna er ég hingað kominn,“ sagði Jean Baptiste Chastand, fréttamaður hjá Le Monde. „Þetta kemur okkur Frökkum mjög á óvart af því að við töldum að hreinsað hefði verið til á Íslandi eftir kreppuna. Hins vegar kemur ástandið hér okkur þannig fyrir sjónir að enn séu mál óleyst á Íslandi hvað varðar aflandseyjar.” „Við komum hingað sökum þeirrar pólitísku kreppu sem hér ríkir og upplýsinganna um forsætisráðherrann og þau félög sem tengjast honum. Þetta lítur út fyrir að vera afar sérstakt og dramatískt ástand. Ég er vissulega talsvert sleginn yfir þessu og þetta kemur á óvart. Forsætisráðherra sem var kjörinn árið 2013 á grunni gagnrýni hans á því að erlendir hagsmunir væru hafðir í forgangi á Íslandi komst til valda með þessum hætti. Hins vegar kom svo í ljós að hann átti sjálfur hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þetta er jú afar sérstakt ástand og óhemjuáhugavert pólitískt ágreiningsmál séð utan frá,“ sagði Jan Espen Kruse, fréttamaður NRK. Panama-skjölin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Allir helstu fjölmiðlar á vesturlöndum hafa um fátt annað fjallað en hinn umfangsmikla leka á hinum svokölluðu Panama-gögnum. Þar kemur nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oftar en ekki við sögu og umtalsvert fjallað um tengsl forsætisráðherrans og eiginkonu hans við aflandsfélagið Winstris Inc. Þegar Sigmundur Davíð sagðist í hádegisfréttum Stöðvar 2 ekki ætla að segja af sér vegna málsins var sömuleiðis um það fjallað víða í heimspressunni. Þar var jafnframt fjallað um fyrirhuguð mótmæli við Austurvöll og þá staðreynd að rúmlega 25 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á Sigmund Davíð um að segja af sér. Erlendir fjölmiðlar hafa sömuleiðis sent fulltrúa sína hingað til lands til að fylgjast með gangi mála. „Ég er hingað kominn um aflandseyjafélag forsætisráðherra, eiginkonu hans og tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Sökum þess að Le Monde var aðili að ICIJ-verkefninu höfðum við einnig aðgang að þessum gögnum. Okkur þótti einnig fróðlegt að vita hvað myndi gerast eftir að gögnin yrðu gerð opinber. Þess vegna er ég hingað kominn,“ sagði Jean Baptiste Chastand, fréttamaður hjá Le Monde. „Þetta kemur okkur Frökkum mjög á óvart af því að við töldum að hreinsað hefði verið til á Íslandi eftir kreppuna. Hins vegar kemur ástandið hér okkur þannig fyrir sjónir að enn séu mál óleyst á Íslandi hvað varðar aflandseyjar.” „Við komum hingað sökum þeirrar pólitísku kreppu sem hér ríkir og upplýsinganna um forsætisráðherrann og þau félög sem tengjast honum. Þetta lítur út fyrir að vera afar sérstakt og dramatískt ástand. Ég er vissulega talsvert sleginn yfir þessu og þetta kemur á óvart. Forsætisráðherra sem var kjörinn árið 2013 á grunni gagnrýni hans á því að erlendir hagsmunir væru hafðir í forgangi á Íslandi komst til valda með þessum hætti. Hins vegar kom svo í ljós að hann átti sjálfur hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þetta er jú afar sérstakt ástand og óhemjuáhugavert pólitískt ágreiningsmál séð utan frá,“ sagði Jan Espen Kruse, fréttamaður NRK.
Panama-skjölin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir