Sigmundur segir konu sína ekki á leið út í geim Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2016 14:08 Sigmundur Davíð segir orð Richards Bransons algerlega út í hött, Sigurlaug Anna hafi aldrei pantað sér ferð út í geim. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísar því alfarið á bug að eiginkona hans hafi pantað sér verð út í geim. Sigmundur tjáir sig á Facebooksíðu sinni, nú fyrst eftir að tilkynnt var um að hann hafi vikið af forsætisráðherrastóli, um frétt Vísis, þar sem vitnað er til orða Richards Branson þess efnis að eiginkona hans hafi pantað sér far út í geim. Branson greindi frá því í viðtali við Daily Mail að daginn eftir að tilraunageimskutla hans sprakk í loft upp hafi eiginkona Sigmundar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, ein auðugasta kona Íslands, hringt í sig og viljað panta far út í geim. „'The Prime Minister of Iceland’s wife rang me up the day after the accident and said, “I want to sign to go to space.’’ Anna Sigurlaug Pálsdóttir is one of Iceland’s wealthiest women.“ Sigmundur Davíð er furðu lostinn og segir frétt Daily Mail, og þá það sem fram kemur í orðum Bransons, fráleitt. Hann fer yfir þetta í langri Facebookfærslu nú rétt í þessu. Hún er svohljóðandi.Facebookfærsla Sigmundar Davíðs „Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur aldrei hitt þessa yndislegu konu er reiðubúið að tjá sig um hana. Konu sem hefur alltaf staðið skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu, ávallt sýnt af sér fórnfýsi og má raunar ekkert aumt sjá. Konu sem hefur ætíð verið helsti hvatamaður minn í þeim stóru verkefnum sem ég hef verið að vinna að í þágu samfélagsins jafnvel þótt sú hvatning hafi falið það í sér að hún gæfi stöðugt eftir af sínu. Sumir blaðamenn og miðlar hafa flutt gagnrýnar en sanngjarnar og réttar fréttir af gangi mála að undanförnu. Það hafa hins vegar ekki allir gert. Eftir að æsingurinn varð sem mestur hafa rangfærslurnar, getgáturnar og útúrsnúningarnir um málið verið svo miklir (á sumum stöðum) að það hefur ekki verið vinnandi vegur að reyna að leiðrétta það. Nú hefur vitleysan hins vegar náð stjarnfræðilegum hæðum. Í frétt á Vísi er fullyrt að eiginkona mín hafi pantað sér ferð út í geim! Ég þurfti að lesa þetta fimm sinnum og athuga jafn-oft hvort ég væri að lesa pistil á grínsíðu eða fréttasíðu. Eins og nærri má geta er fréttin bull frá upphafi til enda eins og reyndar ýmislegt annað sem fram kemur á þeim miðli sem Vísir vitnar til. En það virðist orðið ljós að það séu engin takmörk fyrir því hversu langt menn eru tilbúnir að ganga í súrrealískum „fréttaflutningi“ af mínum nánustu. Hvar endar eiginlega vitleysan ef hún takmarkast ekki einu sinni við gufuhvolf jarðar?“Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 6. apríl 2016Uppfært: Mbl.is greinir frá því að það var Dorrit Moussaieff sem vildi út í geim, ekki Anna Sigurlaug. „Sama dag og hið hörmulega slys varð fyrir fáeinum árum sendi hún honum hughreystandi kveðju og ræddi svo við hann í síma. Hún sagðist myndu hafa gaman af því að fara í geimferð þó hún væri ekki að bóka slíka ferð,“ segir Örnólfur Thorsson forsetariti í samtali við mbl.is. Richard Branson sé einmitt góðvinur Dorritar, að þau hafi þekkst í langan tíma. Panama-skjölin Tengdar fréttir Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Anna Sigurlaug Pálsdóttir er meðal þeirra milljónamæringa sem vill út í geim með geimskutlu Richards Bransons. 6. apríl 2016 10:15 Dorrit vill út í geim en ekki Anna Sigurlaug Svo virðist sem Richard Branson hafi ruglað saman þeim Dorrit Moussaieff forsetafrú og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur forsætisráðherrafrú. 6. apríl 2016 16:03 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísar því alfarið á bug að eiginkona hans hafi pantað sér verð út í geim. Sigmundur tjáir sig á Facebooksíðu sinni, nú fyrst eftir að tilkynnt var um að hann hafi vikið af forsætisráðherrastóli, um frétt Vísis, þar sem vitnað er til orða Richards Branson þess efnis að eiginkona hans hafi pantað sér far út í geim. Branson greindi frá því í viðtali við Daily Mail að daginn eftir að tilraunageimskutla hans sprakk í loft upp hafi eiginkona Sigmundar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, ein auðugasta kona Íslands, hringt í sig og viljað panta far út í geim. „'The Prime Minister of Iceland’s wife rang me up the day after the accident and said, “I want to sign to go to space.’’ Anna Sigurlaug Pálsdóttir is one of Iceland’s wealthiest women.“ Sigmundur Davíð er furðu lostinn og segir frétt Daily Mail, og þá það sem fram kemur í orðum Bransons, fráleitt. Hann fer yfir þetta í langri Facebookfærslu nú rétt í þessu. Hún er svohljóðandi.Facebookfærsla Sigmundar Davíðs „Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur aldrei hitt þessa yndislegu konu er reiðubúið að tjá sig um hana. Konu sem hefur alltaf staðið skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu, ávallt sýnt af sér fórnfýsi og má raunar ekkert aumt sjá. Konu sem hefur ætíð verið helsti hvatamaður minn í þeim stóru verkefnum sem ég hef verið að vinna að í þágu samfélagsins jafnvel þótt sú hvatning hafi falið það í sér að hún gæfi stöðugt eftir af sínu. Sumir blaðamenn og miðlar hafa flutt gagnrýnar en sanngjarnar og réttar fréttir af gangi mála að undanförnu. Það hafa hins vegar ekki allir gert. Eftir að æsingurinn varð sem mestur hafa rangfærslurnar, getgáturnar og útúrsnúningarnir um málið verið svo miklir (á sumum stöðum) að það hefur ekki verið vinnandi vegur að reyna að leiðrétta það. Nú hefur vitleysan hins vegar náð stjarnfræðilegum hæðum. Í frétt á Vísi er fullyrt að eiginkona mín hafi pantað sér ferð út í geim! Ég þurfti að lesa þetta fimm sinnum og athuga jafn-oft hvort ég væri að lesa pistil á grínsíðu eða fréttasíðu. Eins og nærri má geta er fréttin bull frá upphafi til enda eins og reyndar ýmislegt annað sem fram kemur á þeim miðli sem Vísir vitnar til. En það virðist orðið ljós að það séu engin takmörk fyrir því hversu langt menn eru tilbúnir að ganga í súrrealískum „fréttaflutningi“ af mínum nánustu. Hvar endar eiginlega vitleysan ef hún takmarkast ekki einu sinni við gufuhvolf jarðar?“Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 6. apríl 2016Uppfært: Mbl.is greinir frá því að það var Dorrit Moussaieff sem vildi út í geim, ekki Anna Sigurlaug. „Sama dag og hið hörmulega slys varð fyrir fáeinum árum sendi hún honum hughreystandi kveðju og ræddi svo við hann í síma. Hún sagðist myndu hafa gaman af því að fara í geimferð þó hún væri ekki að bóka slíka ferð,“ segir Örnólfur Thorsson forsetariti í samtali við mbl.is. Richard Branson sé einmitt góðvinur Dorritar, að þau hafi þekkst í langan tíma.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Anna Sigurlaug Pálsdóttir er meðal þeirra milljónamæringa sem vill út í geim með geimskutlu Richards Bransons. 6. apríl 2016 10:15 Dorrit vill út í geim en ekki Anna Sigurlaug Svo virðist sem Richard Branson hafi ruglað saman þeim Dorrit Moussaieff forsetafrú og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur forsætisráðherrafrú. 6. apríl 2016 16:03 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Anna Sigurlaug Pálsdóttir er meðal þeirra milljónamæringa sem vill út í geim með geimskutlu Richards Bransons. 6. apríl 2016 10:15
Dorrit vill út í geim en ekki Anna Sigurlaug Svo virðist sem Richard Branson hafi ruglað saman þeim Dorrit Moussaieff forsetafrú og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur forsætisráðherrafrú. 6. apríl 2016 16:03