Sálfræðingur hvetur mótmælendur til að skilja börnin eftir heima Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 15:10 Kolbrún hefur áhyggjur af börnunum í mannmergðinni sem fylgt getur mótmælum. Vísir/Kolbrún/Ernir „Eins mikið og ég skil reiðina og er reið sjálf hef ég áhyggjur af börnunum í þessari umræðu,“ segir sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir sem leggur til að foreldrar skilji börnin eftir heima þegar haldið er til mótmæla. Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að fjölmenn mótmæli voru haldin á Austurvelli á mánudag þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Hefur verið talað um 15-20 þúsund manns í þessu samhengi. Þá var mótmælt í gær á Austurvelli, fyrir utan Valhöll og Framsóknarheimilið í gær. Boðað hefur verið til þriðju mótmælanna í kvöld.Það er undarleg tilfinning að sjá réttmæta kröfu um bætt siðferði stjórnmálamanna setta fram af barni með þessum hætti. ...Posted by Einar Magnús Magnússon on Tuesday, April 5, 2016„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að. Á mörgum skiltum mótmælenda standa sláandi setningar og á sumum þessara skilta halda börn.“ Kolbrún segist ekkert hafa á móti mótmælum, þvert á móti. Hún segist reið sjálf eins og fram hefur komið. Kolbrún gegndi varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. „Ég held að við þurfum að skoða þetta og gæta að okkur sem fyrirmyndir. Persónulega finnst mér að foreldrar eigi að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.“ Hún bendir jafnframt á að börn kunni að vera í hættu á mótmælafundi ef einhver mótmælanda skyldi taka upp á því að grýta hlutum, til dæmis flöskum eða öðru. „Í þessum mótmælum nú má sjá mörg börn sem taka eðlilega upp það sem þau heyra í kringum sig en fæst skilja ef til vill ekki mikið í út á hvað þetta gengur. Þarna sjá börnin foreldra sína hrópa ókvæðisorðum og jafnvel kasta mat. Best væri ef börnunum væri bara haldið utan við þetta og fyrir þeim sem komnir eru með aldur og þroska til að skilja þetta eða eru með spurningar má útskýra málið fyrir þeim í rólegheitum heima. Leyfum börnunum að vera heima á meðan við förum í friðsamleg mótmæli.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
„Eins mikið og ég skil reiðina og er reið sjálf hef ég áhyggjur af börnunum í þessari umræðu,“ segir sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir sem leggur til að foreldrar skilji börnin eftir heima þegar haldið er til mótmæla. Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að fjölmenn mótmæli voru haldin á Austurvelli á mánudag þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Hefur verið talað um 15-20 þúsund manns í þessu samhengi. Þá var mótmælt í gær á Austurvelli, fyrir utan Valhöll og Framsóknarheimilið í gær. Boðað hefur verið til þriðju mótmælanna í kvöld.Það er undarleg tilfinning að sjá réttmæta kröfu um bætt siðferði stjórnmálamanna setta fram af barni með þessum hætti. ...Posted by Einar Magnús Magnússon on Tuesday, April 5, 2016„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að. Á mörgum skiltum mótmælenda standa sláandi setningar og á sumum þessara skilta halda börn.“ Kolbrún segist ekkert hafa á móti mótmælum, þvert á móti. Hún segist reið sjálf eins og fram hefur komið. Kolbrún gegndi varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. „Ég held að við þurfum að skoða þetta og gæta að okkur sem fyrirmyndir. Persónulega finnst mér að foreldrar eigi að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.“ Hún bendir jafnframt á að börn kunni að vera í hættu á mótmælafundi ef einhver mótmælanda skyldi taka upp á því að grýta hlutum, til dæmis flöskum eða öðru. „Í þessum mótmælum nú má sjá mörg börn sem taka eðlilega upp það sem þau heyra í kringum sig en fæst skilja ef til vill ekki mikið í út á hvað þetta gengur. Þarna sjá börnin foreldra sína hrópa ókvæðisorðum og jafnvel kasta mat. Best væri ef börnunum væri bara haldið utan við þetta og fyrir þeim sem komnir eru með aldur og þroska til að skilja þetta eða eru með spurningar má útskýra málið fyrir þeim í rólegheitum heima. Leyfum börnunum að vera heima á meðan við förum í friðsamleg mótmæli.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11
Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38
Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53