Sálfræðingur hvetur mótmælendur til að skilja börnin eftir heima Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 15:10 Kolbrún hefur áhyggjur af börnunum í mannmergðinni sem fylgt getur mótmælum. Vísir/Kolbrún/Ernir „Eins mikið og ég skil reiðina og er reið sjálf hef ég áhyggjur af börnunum í þessari umræðu,“ segir sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir sem leggur til að foreldrar skilji börnin eftir heima þegar haldið er til mótmæla. Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að fjölmenn mótmæli voru haldin á Austurvelli á mánudag þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Hefur verið talað um 15-20 þúsund manns í þessu samhengi. Þá var mótmælt í gær á Austurvelli, fyrir utan Valhöll og Framsóknarheimilið í gær. Boðað hefur verið til þriðju mótmælanna í kvöld.Það er undarleg tilfinning að sjá réttmæta kröfu um bætt siðferði stjórnmálamanna setta fram af barni með þessum hætti. ...Posted by Einar Magnús Magnússon on Tuesday, April 5, 2016„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að. Á mörgum skiltum mótmælenda standa sláandi setningar og á sumum þessara skilta halda börn.“ Kolbrún segist ekkert hafa á móti mótmælum, þvert á móti. Hún segist reið sjálf eins og fram hefur komið. Kolbrún gegndi varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. „Ég held að við þurfum að skoða þetta og gæta að okkur sem fyrirmyndir. Persónulega finnst mér að foreldrar eigi að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.“ Hún bendir jafnframt á að börn kunni að vera í hættu á mótmælafundi ef einhver mótmælanda skyldi taka upp á því að grýta hlutum, til dæmis flöskum eða öðru. „Í þessum mótmælum nú má sjá mörg börn sem taka eðlilega upp það sem þau heyra í kringum sig en fæst skilja ef til vill ekki mikið í út á hvað þetta gengur. Þarna sjá börnin foreldra sína hrópa ókvæðisorðum og jafnvel kasta mat. Best væri ef börnunum væri bara haldið utan við þetta og fyrir þeim sem komnir eru með aldur og þroska til að skilja þetta eða eru með spurningar má útskýra málið fyrir þeim í rólegheitum heima. Leyfum börnunum að vera heima á meðan við förum í friðsamleg mótmæli.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
„Eins mikið og ég skil reiðina og er reið sjálf hef ég áhyggjur af börnunum í þessari umræðu,“ segir sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir sem leggur til að foreldrar skilji börnin eftir heima þegar haldið er til mótmæla. Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að fjölmenn mótmæli voru haldin á Austurvelli á mánudag þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Hefur verið talað um 15-20 þúsund manns í þessu samhengi. Þá var mótmælt í gær á Austurvelli, fyrir utan Valhöll og Framsóknarheimilið í gær. Boðað hefur verið til þriðju mótmælanna í kvöld.Það er undarleg tilfinning að sjá réttmæta kröfu um bætt siðferði stjórnmálamanna setta fram af barni með þessum hætti. ...Posted by Einar Magnús Magnússon on Tuesday, April 5, 2016„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að. Á mörgum skiltum mótmælenda standa sláandi setningar og á sumum þessara skilta halda börn.“ Kolbrún segist ekkert hafa á móti mótmælum, þvert á móti. Hún segist reið sjálf eins og fram hefur komið. Kolbrún gegndi varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. „Ég held að við þurfum að skoða þetta og gæta að okkur sem fyrirmyndir. Persónulega finnst mér að foreldrar eigi að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.“ Hún bendir jafnframt á að börn kunni að vera í hættu á mótmælafundi ef einhver mótmælanda skyldi taka upp á því að grýta hlutum, til dæmis flöskum eða öðru. „Í þessum mótmælum nú má sjá mörg börn sem taka eðlilega upp það sem þau heyra í kringum sig en fæst skilja ef til vill ekki mikið í út á hvað þetta gengur. Þarna sjá börnin foreldra sína hrópa ókvæðisorðum og jafnvel kasta mat. Best væri ef börnunum væri bara haldið utan við þetta og fyrir þeim sem komnir eru með aldur og þroska til að skilja þetta eða eru með spurningar má útskýra málið fyrir þeim í rólegheitum heima. Leyfum börnunum að vera heima á meðan við förum í friðsamleg mótmæli.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11
Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38
Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53