Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 14:51 Jóhannes Kr. í Borgarfirðinum á meðan hann kafaði í gegnum Panama-skjölin. Skjáskot úr sænska sjónvarpinu „Kollegar mínir úti í heimi eru farnir að kalla mig „The lonely journalist“. Ég er búinn að vera einmana í þessu starfi því það eru mjög fáir sem ég hef getað leitað til,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Jóhannes var til umfjöllunar í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. „Ég veit alveg hvernig mér sjálfum myndi líða ef vinur minn kæmi til mín og segðist vera að vinna að stærsta leka sögunnar. Ég hef alltaf varann á mér. Ísland er mjög lítið land.“Sjá einnig:Eggert, Finnur og Róbert í vinnuskjölum Jóhannesar Jóhannes lýsir því í viðtalinu, sem tekið er um þremur mánuðum fyrir birtingu upplýsinga úr Panama-gögnunum síðastliðinn sunnudag, að hann haldi til í sumarhúsi í Borgarfirðinum. „Hér hef ég fengið frið. Hér get ég verið rólegur. Breitt úr mér með öll blöðin mín.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson.Hann segist í viðtalinu velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er mjög áhrifaríkt fólk sem við erum að ræða um. Ráðherrar, mjög ríkir einstaklingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Ég held ða heimurinn sem við erum að skyggnast inn í sýni hvernig græðgin getur farið í fólk.“ Sven Bergman hjá sænska sjónvarpinu heimsækir Jóhannes í sumarhúsið. Þeir hafa þekkst nokkuð lengi og unnið saman áður. „En aldrei í rannsóknarvinnu af þessari stærðargráðu,“ segir Sven.Þátt Reykjavík Media og Kastljóss má sjá hér að neðan.Jóhannes upplýsir að fólk hafi hringt í konu hans vegna fjarveru hans vikurnar á undan. Þau spyrji hvað gangi á. „Hvar er Jóhannes? Af hverju er hann ekki að vinna?“ Jóhannes upplýsir að fólk hafi haldið að hann væri orðinn latur en það myndi komast að sannleikanum. „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl.Sænska þáttinn í heild sinni má sjá hér. Þar má sjá Jóhannes og sænsku kollegana undirbúa viðtalið við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Sven Bergman hefur áhyggjur af því að Jóhannes Kr. muni hata sig klúðri hann viðtalinu. „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu. Panama-skjölin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
„Kollegar mínir úti í heimi eru farnir að kalla mig „The lonely journalist“. Ég er búinn að vera einmana í þessu starfi því það eru mjög fáir sem ég hef getað leitað til,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Jóhannes var til umfjöllunar í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. „Ég veit alveg hvernig mér sjálfum myndi líða ef vinur minn kæmi til mín og segðist vera að vinna að stærsta leka sögunnar. Ég hef alltaf varann á mér. Ísland er mjög lítið land.“Sjá einnig:Eggert, Finnur og Róbert í vinnuskjölum Jóhannesar Jóhannes lýsir því í viðtalinu, sem tekið er um þremur mánuðum fyrir birtingu upplýsinga úr Panama-gögnunum síðastliðinn sunnudag, að hann haldi til í sumarhúsi í Borgarfirðinum. „Hér hef ég fengið frið. Hér get ég verið rólegur. Breitt úr mér með öll blöðin mín.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson.Hann segist í viðtalinu velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er mjög áhrifaríkt fólk sem við erum að ræða um. Ráðherrar, mjög ríkir einstaklingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Ég held ða heimurinn sem við erum að skyggnast inn í sýni hvernig græðgin getur farið í fólk.“ Sven Bergman hjá sænska sjónvarpinu heimsækir Jóhannes í sumarhúsið. Þeir hafa þekkst nokkuð lengi og unnið saman áður. „En aldrei í rannsóknarvinnu af þessari stærðargráðu,“ segir Sven.Þátt Reykjavík Media og Kastljóss má sjá hér að neðan.Jóhannes upplýsir að fólk hafi hringt í konu hans vegna fjarveru hans vikurnar á undan. Þau spyrji hvað gangi á. „Hvar er Jóhannes? Af hverju er hann ekki að vinna?“ Jóhannes upplýsir að fólk hafi haldið að hann væri orðinn latur en það myndi komast að sannleikanum. „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl.Sænska þáttinn í heild sinni má sjá hér. Þar má sjá Jóhannes og sænsku kollegana undirbúa viðtalið við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Sven Bergman hefur áhyggjur af því að Jóhannes Kr. muni hata sig klúðri hann viðtalinu. „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu.
Panama-skjölin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira