Skilaboð til Heimis og Lars Þórlindur Kjartansson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Þegar karlmenn nálgast fertugt er hætt við því að síðustu dreggjar drauma þeirra um stórafrek í íþróttum séu smám saman að gufa upp. Örfá dæmi eru til um menn sem ná umtalsverðum árangri í íþróttum á fimmtugsaldri, en þær undantekningar eru fáar. Hinn kaldi raunveruleiki er sá að tíminn leggur að velli jafnvel mestu íþróttahetjur löngu áður en þeim er sagt í tregablöndnum afmælisræðum að allt sé fertugum fært. Eins og flestir aðrir drengir átti ég mér þann draum að verða íþróttahetja. Í mínu tilviki var þetta aldrei mjög raunsær draumur og eftir því sem leið á „feril“ minn í íþróttum varð hann stöðugt fjarstæðukenndari og mætti frekar lýsa sem órum. Undir það síðasta ætti hugtakið firring jafnvel best við. Engu að síður get ég játað að enn eimir ögn eftir af þessari firringu. Ég leyfi mér að eiga dagdrauma um að einhver ævintýraleg röð atburða leiði til þess að kannski bara í einn dag fái ég tækifæri til þess að upplifa þessa drauma bernsku minnar.Óvænt tækifæri Ein atburðarás gæti hafist með dularfullu símtali úr óþekktu númeri á miðjum degi þar sem ég sæti við vinnu: Ég: Halló. Óþekkt rödd: Já, halló. Er þetta Þórlindur Kjartansson? Ég: Já. Þetta er hann. Óþekkt rödd: Komdu sæll. Þetta er Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari og tannlæknir í Vestmannaeyjum. Ég (undrandi): Já... komdu sæll... Heldurðu að það sé eitthvað að tönnunum í mér? Heimir: Nei, nei. Alls ekki. Málið er að ég og Lars vorum að velta því fyrir okkur hvort þú sért nokkuð fáanlegur til þess að gefa kost á þér í landsliðið. Ég: Ha? Nei, ég var nú bara ekkert búinn að velta því fyrir mér og það hefur aldrei nokkur maður nefnt þetta við mig. Ég hef ekkert spilað síðan í þriðja flokki – fyrir 25 árum – og ég var nú satt best að segja frekar lélegur þá. Ég er nú alveg örugglega ekkert betri núna, sennilega lélegri...Er þetta eitthvert grín? Heimir: Nei, alls ekki. Við Lars erum nokkuð klárir á því að þetta geti bara verið mjög góð hugmynd. Ég: Og voruð þið búnir að spá eitthvað í hvaða stöðu ég ætti að spila? Ég var nú mest settur í vinstri bakvörð. Heimir: Já. Þú verður í marki. Ég: Í markinu... þú segir nokkuð. Ég hef aldrei verið í marki... og Heimir, þú veist að ég er bara tæplega 170 sm hár og er ekki einu sinni viss um að ég geti stokkið upp í slána. Heimir: Við vitum alveg nákvæmlega hvað við erum að gera. Kauptu þér markmannshanska og svo mætirðu á næstu æfingu.Áskorun tekið Þegar hér er komið sögu þyrfti ég að íhuga málið en fljótlega yrði þetta augljóst. Það slær enginn hendinni á móti því að fá að taka þátt í EM-ævintýri Íslands og finna loksins einhver not fyrir eiginhandaráritunina sem ég eyddi svo miklum tíma í að æfa þegar ég var krakki. Og hver segir að ég sé of gamall? Ég er bara tveimur árum eldri en Eiður Smári. Reyndar var hann að spila með Chelsea og Barcelona á meðan ég var að vinna sem blaðamaður og í markaðsmálum Icesave – störfum sem kröfðust ekki meira líkamlegs atgervis en þurfti til þess að slá á lyklaborð. En á móti kemur að ég hef meiðst miklu minna. Þar að auki er alls ekkert víst að það skipti máli hvort ég get eitthvað í marki. Ef vörnin er sæmileg þá þarf ég ekki að gera neitt annað en skokka um vítateiginn og hrópa hvatningarorð til félaganna.Draumurinn rætist Ég hleyp út á völlinn í Frakklandi. Í extra-small landsliðstreyju númer eitt. Tugþúsundir áhorfenda fylgjast með. Sjónvarpsmyndavélar og blaðamenn umkringja völlinn til að skrá á spjöld sögunnar viðburð þar sem ég er allt í einu orðinn miðdepill. Það er flautað til leiks. Allt gerist einhvern veginn miklu hraðar en ég hélt. Boltinn fer hærra, leikmennirnir eru svakalega mikið að flýta sér, snertingarnar eru stuttar og fastar. Og hitt liðið er órólegt. Ekki að gefa okkur neinn séns, bara hjóla í mína menn og svo gerist það hræðilega... Þeir ná boltanum og gefa á þennan númer sjö – Cristiano Ronaldo. Fyrr en ég veit af er boltinn á háflugi yfir völlinn og stefnir eins og stjórnlaus raketta í áttina að mér. Ég reyni að hreyfa mig einhvern veginn til að vera fyrir boltanum. Stekk eins hátt og ég get en það eina sem ég finn er að ég togna í bakinu. Ég ligg svo á jörðinni. Helmingur áhorfenda fagnar óskaplega. Hitt liðið dansar stríðsdans. Félagar mínir horfa ásökunaraugum á mig; og svo á Lars og Heimi. Ég stend upp í örvæntingarfullri tilraun til þess að halda sjálfsvirðingu. Ég eys skömmum yfir varnarmennina. „Hvernig datt ykkur í hug að láta hann skjóta?“ Svo læt ég skipta mér út af meiddum.EM án mín Sem betur fer er það svo að þegar menn eru valdir til þess að gegna mikilvægum ábyrgðarstöðum – eins og markmannsstöðunni í íslenska landsliðinu – þá má treysta því að það sé vandað til verka. Það er valið út frá því hversu líklegt það er að markmaðurinn ráði við hin örfáu erfiðu augnablik sem komið geta upp í leik hverjum, en ekki út frá því hvernig honum gengur að halda á sér hita þegar ekkert er að gera milli stanganna. Ég vil því koma því á framfæri við Heimi og Lars að eftir alvarlega íhugun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér í íslenska landsliðið fyrir EM í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Þegar karlmenn nálgast fertugt er hætt við því að síðustu dreggjar drauma þeirra um stórafrek í íþróttum séu smám saman að gufa upp. Örfá dæmi eru til um menn sem ná umtalsverðum árangri í íþróttum á fimmtugsaldri, en þær undantekningar eru fáar. Hinn kaldi raunveruleiki er sá að tíminn leggur að velli jafnvel mestu íþróttahetjur löngu áður en þeim er sagt í tregablöndnum afmælisræðum að allt sé fertugum fært. Eins og flestir aðrir drengir átti ég mér þann draum að verða íþróttahetja. Í mínu tilviki var þetta aldrei mjög raunsær draumur og eftir því sem leið á „feril“ minn í íþróttum varð hann stöðugt fjarstæðukenndari og mætti frekar lýsa sem órum. Undir það síðasta ætti hugtakið firring jafnvel best við. Engu að síður get ég játað að enn eimir ögn eftir af þessari firringu. Ég leyfi mér að eiga dagdrauma um að einhver ævintýraleg röð atburða leiði til þess að kannski bara í einn dag fái ég tækifæri til þess að upplifa þessa drauma bernsku minnar.Óvænt tækifæri Ein atburðarás gæti hafist með dularfullu símtali úr óþekktu númeri á miðjum degi þar sem ég sæti við vinnu: Ég: Halló. Óþekkt rödd: Já, halló. Er þetta Þórlindur Kjartansson? Ég: Já. Þetta er hann. Óþekkt rödd: Komdu sæll. Þetta er Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari og tannlæknir í Vestmannaeyjum. Ég (undrandi): Já... komdu sæll... Heldurðu að það sé eitthvað að tönnunum í mér? Heimir: Nei, nei. Alls ekki. Málið er að ég og Lars vorum að velta því fyrir okkur hvort þú sért nokkuð fáanlegur til þess að gefa kost á þér í landsliðið. Ég: Ha? Nei, ég var nú bara ekkert búinn að velta því fyrir mér og það hefur aldrei nokkur maður nefnt þetta við mig. Ég hef ekkert spilað síðan í þriðja flokki – fyrir 25 árum – og ég var nú satt best að segja frekar lélegur þá. Ég er nú alveg örugglega ekkert betri núna, sennilega lélegri...Er þetta eitthvert grín? Heimir: Nei, alls ekki. Við Lars erum nokkuð klárir á því að þetta geti bara verið mjög góð hugmynd. Ég: Og voruð þið búnir að spá eitthvað í hvaða stöðu ég ætti að spila? Ég var nú mest settur í vinstri bakvörð. Heimir: Já. Þú verður í marki. Ég: Í markinu... þú segir nokkuð. Ég hef aldrei verið í marki... og Heimir, þú veist að ég er bara tæplega 170 sm hár og er ekki einu sinni viss um að ég geti stokkið upp í slána. Heimir: Við vitum alveg nákvæmlega hvað við erum að gera. Kauptu þér markmannshanska og svo mætirðu á næstu æfingu.Áskorun tekið Þegar hér er komið sögu þyrfti ég að íhuga málið en fljótlega yrði þetta augljóst. Það slær enginn hendinni á móti því að fá að taka þátt í EM-ævintýri Íslands og finna loksins einhver not fyrir eiginhandaráritunina sem ég eyddi svo miklum tíma í að æfa þegar ég var krakki. Og hver segir að ég sé of gamall? Ég er bara tveimur árum eldri en Eiður Smári. Reyndar var hann að spila með Chelsea og Barcelona á meðan ég var að vinna sem blaðamaður og í markaðsmálum Icesave – störfum sem kröfðust ekki meira líkamlegs atgervis en þurfti til þess að slá á lyklaborð. En á móti kemur að ég hef meiðst miklu minna. Þar að auki er alls ekkert víst að það skipti máli hvort ég get eitthvað í marki. Ef vörnin er sæmileg þá þarf ég ekki að gera neitt annað en skokka um vítateiginn og hrópa hvatningarorð til félaganna.Draumurinn rætist Ég hleyp út á völlinn í Frakklandi. Í extra-small landsliðstreyju númer eitt. Tugþúsundir áhorfenda fylgjast með. Sjónvarpsmyndavélar og blaðamenn umkringja völlinn til að skrá á spjöld sögunnar viðburð þar sem ég er allt í einu orðinn miðdepill. Það er flautað til leiks. Allt gerist einhvern veginn miklu hraðar en ég hélt. Boltinn fer hærra, leikmennirnir eru svakalega mikið að flýta sér, snertingarnar eru stuttar og fastar. Og hitt liðið er órólegt. Ekki að gefa okkur neinn séns, bara hjóla í mína menn og svo gerist það hræðilega... Þeir ná boltanum og gefa á þennan númer sjö – Cristiano Ronaldo. Fyrr en ég veit af er boltinn á háflugi yfir völlinn og stefnir eins og stjórnlaus raketta í áttina að mér. Ég reyni að hreyfa mig einhvern veginn til að vera fyrir boltanum. Stekk eins hátt og ég get en það eina sem ég finn er að ég togna í bakinu. Ég ligg svo á jörðinni. Helmingur áhorfenda fagnar óskaplega. Hitt liðið dansar stríðsdans. Félagar mínir horfa ásökunaraugum á mig; og svo á Lars og Heimi. Ég stend upp í örvæntingarfullri tilraun til þess að halda sjálfsvirðingu. Ég eys skömmum yfir varnarmennina. „Hvernig datt ykkur í hug að láta hann skjóta?“ Svo læt ég skipta mér út af meiddum.EM án mín Sem betur fer er það svo að þegar menn eru valdir til þess að gegna mikilvægum ábyrgðarstöðum – eins og markmannsstöðunni í íslenska landsliðinu – þá má treysta því að það sé vandað til verka. Það er valið út frá því hversu líklegt það er að markmaðurinn ráði við hin örfáu erfiðu augnablik sem komið geta upp í leik hverjum, en ekki út frá því hvernig honum gengur að halda á sér hita þegar ekkert er að gera milli stanganna. Ég vil því koma því á framfæri við Heimi og Lars að eftir alvarlega íhugun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér í íslenska landsliðið fyrir EM í sumar.