Eggert um aflandsfélagið: "Hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 18:11 Eggert Skúlason vísir/gva „Refsingin er aðallega sú að vera tengdur við þennan lista. Ég hef verið sakaður um tvennt núna sem er víst alvarlegast í íslensku samfélagi. Það er annars vegar þetta og svo að vera framsóknarmaður. Ég er saklaus af báðu,“ segir Eggert Skúlason, ritstjóri DV, en nafn hans er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Eggert ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir Landsbankann hafa ráðlagt sér að stofna félag erlendis, en að hann hafi talið að það væri staðsett í Lúxemborg. „Það er félag sem svo síðar kom í ljós að var statt á þessari margfrægu eyju,“ segir hann. Hann segir sérstakan saksóknara hafa rannsakað málið þar sem hann var látinn gera grein fyrir sínum hlutum. Málið hafi á endanum verið látið niður falla. „Ég er búinn að fara í gegnum hakkavélina. Fór í skattrannsókn og það var mjög erfið upplifun. Ég taldi félagið fram, gerði grein fyrir því, greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því, voru ekki háar upphæðir,“ segir Eggert. Því hafi það ekki komið sér á óvart þegar nafn hans birtist í þessum skjölum. Eggert segir að um hafi verið að ræða félag sem hélt utan um svokallaða PR starfsemi, eða almannatengsl, og að það hafi ekki haft mikil umsvif. „En hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu.“ Viðtalið við Eggert í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
„Refsingin er aðallega sú að vera tengdur við þennan lista. Ég hef verið sakaður um tvennt núna sem er víst alvarlegast í íslensku samfélagi. Það er annars vegar þetta og svo að vera framsóknarmaður. Ég er saklaus af báðu,“ segir Eggert Skúlason, ritstjóri DV, en nafn hans er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Eggert ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir Landsbankann hafa ráðlagt sér að stofna félag erlendis, en að hann hafi talið að það væri staðsett í Lúxemborg. „Það er félag sem svo síðar kom í ljós að var statt á þessari margfrægu eyju,“ segir hann. Hann segir sérstakan saksóknara hafa rannsakað málið þar sem hann var látinn gera grein fyrir sínum hlutum. Málið hafi á endanum verið látið niður falla. „Ég er búinn að fara í gegnum hakkavélina. Fór í skattrannsókn og það var mjög erfið upplifun. Ég taldi félagið fram, gerði grein fyrir því, greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því, voru ekki háar upphæðir,“ segir Eggert. Því hafi það ekki komið sér á óvart þegar nafn hans birtist í þessum skjölum. Eggert segir að um hafi verið að ræða félag sem hélt utan um svokallaða PR starfsemi, eða almannatengsl, og að það hafi ekki haft mikil umsvif. „En hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu.“ Viðtalið við Eggert í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02