Sagan ekki með Haukakonum í kvöld: Aðeins átta prósent liðanna hafa komist í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2016 15:30 Helena Sverrisdóttir og félagar í Haukum hafa söguna ekki með sér í kvöld. Vísir/Anton Deildarmeistarar Hauka spila fyrir lífi sínu annan leikinn í röð í kvöld þegar Haukakonur heimsækja Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram í Mustad-höllinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Grindavík komst í 2-0 í einvíginu þar sem þarf að vinna þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin en Haukarnir minnkuðu muninn með 72-45 sigri í síðasta leik á Ásvöllum. Grindavíkurkonur komast í lokaúrslitin á móti Snæfelli með sigri í kvöld en Haukaliðið væri þá komið í sumarfrí. Það yrði mikið áfall fyrir Haukaliðið að komast hvorki í bikarúrslitin né úrslit Íslandsmótsins á tímabili þar sem margir bjuggust við tvöföldum sigri Hafnarfjarðarliðsins. Vinni Haukarnir leikinn í kvöld þá tryggja þær sér oddaleik á heimavelli á mánudaginn kemur.Sagan er hinsvegar ekki með Haukakonum. Í 23 ára sögu úrslitkeppni kvenna frá 1993 hafa lið 24 sinnum komist í 2-0 í einvígum þar sem þarf þrjá sigra til að komast áfram eða vinna titilinn. Aðeins tvö lið af þessum 24 hafa komist í oddaleik úr stöðunni 2-0 og aðeins eitt lið, KR-liðið frá 2002, hefur unnið einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir. KR-konur afrekuðu þetta í lokaúrslitunum á móti ÍS vorið 2002 en hitt lið sem komst í oddaleik var lið Grindvíkinga í undanúrslitaeinvígi á móti KR vorið 2008. KR vann þá oddaleikinn 83-69. KR-konur töpuðu tveimur fyrstu leikjunum í framlengingu á móti Stúdínum í lokaúrslitunum 2002 en unnu þrjá síðustu leikina með 3, 13 og 4 stigum. Tveir af leikjunum fóru fram á heimavelli ÍS-liðsins. Haukakonur náðu að tryggja sér fjórða leikinn og komust í hóp sex liða sem hafa náð því eftir að hafa lent 2-0 undir. Það þýðir að 19 af 25 liðum hafa ekki átt neitt svar og hafa tapað þriðja leiknum í röð. Haukaliðið er því þegar komið í fámennan hóp með sigri sínum í þriðja leiknum og nú er að sjá hvort þær hafi meðbyr úr þeim leik eða hvort að Grindavíkurkonur rifji upp takta sína í leikjum eitt og tvö. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Deildarmeistarar Hauka spila fyrir lífi sínu annan leikinn í röð í kvöld þegar Haukakonur heimsækja Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram í Mustad-höllinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Grindavík komst í 2-0 í einvíginu þar sem þarf að vinna þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin en Haukarnir minnkuðu muninn með 72-45 sigri í síðasta leik á Ásvöllum. Grindavíkurkonur komast í lokaúrslitin á móti Snæfelli með sigri í kvöld en Haukaliðið væri þá komið í sumarfrí. Það yrði mikið áfall fyrir Haukaliðið að komast hvorki í bikarúrslitin né úrslit Íslandsmótsins á tímabili þar sem margir bjuggust við tvöföldum sigri Hafnarfjarðarliðsins. Vinni Haukarnir leikinn í kvöld þá tryggja þær sér oddaleik á heimavelli á mánudaginn kemur.Sagan er hinsvegar ekki með Haukakonum. Í 23 ára sögu úrslitkeppni kvenna frá 1993 hafa lið 24 sinnum komist í 2-0 í einvígum þar sem þarf þrjá sigra til að komast áfram eða vinna titilinn. Aðeins tvö lið af þessum 24 hafa komist í oddaleik úr stöðunni 2-0 og aðeins eitt lið, KR-liðið frá 2002, hefur unnið einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir. KR-konur afrekuðu þetta í lokaúrslitunum á móti ÍS vorið 2002 en hitt lið sem komst í oddaleik var lið Grindvíkinga í undanúrslitaeinvígi á móti KR vorið 2008. KR vann þá oddaleikinn 83-69. KR-konur töpuðu tveimur fyrstu leikjunum í framlengingu á móti Stúdínum í lokaúrslitunum 2002 en unnu þrjá síðustu leikina með 3, 13 og 4 stigum. Tveir af leikjunum fóru fram á heimavelli ÍS-liðsins. Haukakonur náðu að tryggja sér fjórða leikinn og komust í hóp sex liða sem hafa náð því eftir að hafa lent 2-0 undir. Það þýðir að 19 af 25 liðum hafa ekki átt neitt svar og hafa tapað þriðja leiknum í röð. Haukaliðið er því þegar komið í fámennan hóp með sigri sínum í þriðja leiknum og nú er að sjá hvort þær hafi meðbyr úr þeim leik eða hvort að Grindavíkurkonur rifji upp takta sína í leikjum eitt og tvö.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30