Sjáðu fyrstu ræðu Lilju á þingi: „Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2016 13:00 Lilja Alfreðsdóttir í ræðustól á Alþingi. Alþingi „Virðulegi forseti og góðir Íslendingar. Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu eftir pólitískt umrót síðastliðnu daga.“ Þetta voru fyrstu orð Lilju Alfreðsdóttur, nýs utanríkisráðherra, á þingi. Lilja kvaddi sér hljóðs við umræður um nýja ríkisstjórn en þar lagði hún meðal annars áherslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands. Sú umfjöllun hefur aðallega beinst að fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vegna tengsla hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Málið komst upp í kjölfar lekans á Panama-skjölunum.Sjáðu ræðuna í spilaranum hér fyrir neðan:Lilja sagði stjórnarflokkana hafa sameinast um að halda áfram að vinna að sínum góðu verkum með styrk og staðfestu til grundvallar. Markmið hennar sé að skapa forsendur fyrir áframhaldandi hagsæld á Íslandi. Lilja sagði greiðan aðgang að erlendum mörkuðum afar mikilvægan fyrir íslenskt þjóðarbú sem byggir hagsæld sína á útflutningi varnings, hugvits og menningar. „Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mun ég beita mér fyrir öflugri hagsmunagæslu fyrir Ísland og áframhaldandi sókn á nýja markaði ekki síst í nýjum markaðsríkjum. Þannig munum við saman skapa aukin tækifæri fyrir kraftmikið íslenskt atvinnulíf,“ sagði Lilja. Hún sagði orðspor þjóðar vera fjöregg og að mikilvægt væri að undirstrika að Ísland hefur mikilvæga rödd á alþjóða vísu. „Við tölum fyrir lýðræðisumbótum,mannréttindum, jafnrétti og frelsi í viðskiptum. Það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um orðspor Íslands og þau gildi sem við stöndum fyrir sem þjóðfélag,“ sagði Lilja. Hún sagði þann storm sem hefur geisað síðust daga vissulega beina sjónum að orðspor Íslands. „Í ráðuneyti mínu er verið að greina áhrif þeirrar erlendu umfjöllunar sem hefur verið og sú vinna er ætíð í gangi. Það er brýnt að meta skaðsemi umræðunnar og bregðast við á viðeigandi hátt. Í raun má segja að með sama hætti að Ísland var fyrsta fórnarlamb hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu sem reið yfir á árunum 2008 og 2009, þá höfum við verið fyrst í skotlínunni núna. Mikilvægt er að koma öllum upplýsingum á framfæri af yfirvegun og festu. Mitt ráðuneyti mun leggja allt sitt af mörkum til þeirrar mála og við munum ekki slá slöku við í þeim efnum,“ sagði Lilja en horfa má á ræðu hennar í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
„Virðulegi forseti og góðir Íslendingar. Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu eftir pólitískt umrót síðastliðnu daga.“ Þetta voru fyrstu orð Lilju Alfreðsdóttur, nýs utanríkisráðherra, á þingi. Lilja kvaddi sér hljóðs við umræður um nýja ríkisstjórn en þar lagði hún meðal annars áherslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands. Sú umfjöllun hefur aðallega beinst að fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vegna tengsla hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Málið komst upp í kjölfar lekans á Panama-skjölunum.Sjáðu ræðuna í spilaranum hér fyrir neðan:Lilja sagði stjórnarflokkana hafa sameinast um að halda áfram að vinna að sínum góðu verkum með styrk og staðfestu til grundvallar. Markmið hennar sé að skapa forsendur fyrir áframhaldandi hagsæld á Íslandi. Lilja sagði greiðan aðgang að erlendum mörkuðum afar mikilvægan fyrir íslenskt þjóðarbú sem byggir hagsæld sína á útflutningi varnings, hugvits og menningar. „Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mun ég beita mér fyrir öflugri hagsmunagæslu fyrir Ísland og áframhaldandi sókn á nýja markaði ekki síst í nýjum markaðsríkjum. Þannig munum við saman skapa aukin tækifæri fyrir kraftmikið íslenskt atvinnulíf,“ sagði Lilja. Hún sagði orðspor þjóðar vera fjöregg og að mikilvægt væri að undirstrika að Ísland hefur mikilvæga rödd á alþjóða vísu. „Við tölum fyrir lýðræðisumbótum,mannréttindum, jafnrétti og frelsi í viðskiptum. Það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um orðspor Íslands og þau gildi sem við stöndum fyrir sem þjóðfélag,“ sagði Lilja. Hún sagði þann storm sem hefur geisað síðust daga vissulega beina sjónum að orðspor Íslands. „Í ráðuneyti mínu er verið að greina áhrif þeirrar erlendu umfjöllunar sem hefur verið og sú vinna er ætíð í gangi. Það er brýnt að meta skaðsemi umræðunnar og bregðast við á viðeigandi hátt. Í raun má segja að með sama hætti að Ísland var fyrsta fórnarlamb hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu sem reið yfir á árunum 2008 og 2009, þá höfum við verið fyrst í skotlínunni núna. Mikilvægt er að koma öllum upplýsingum á framfæri af yfirvegun og festu. Mitt ráðuneyti mun leggja allt sitt af mörkum til þeirrar mála og við munum ekki slá slöku við í þeim efnum,“ sagði Lilja en horfa má á ræðu hennar í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira