Sigmundur Davíð: „Stjórnarandstaðan gerir út á ótta, reiði og vonleysi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2016 16:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og forsætisráðherra þangað til í gær, segir stjórnarandstöðuna ekki koma með nein rök með vantrauststillögu sinni. Ríkisstjórn hans sé farsæl og frammistaðan framúrskarandi á mörgum sviðum. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hann hafði gefið út að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar vantrausti. Sigmundur sagði árangur ríkisstjórnarinnar ekki hafa orðið til af sjálfu sér heldur með afgerandi aðgerðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haldið fram að þeir hefðu ætlað að gera svipaða hluti en þar lægi munurinn, þau hefðu talað í aðra átt og gert aðra hluti.Skilgreindu óttann frá 2009 til 2013 Hann sagðist í svo stuttri ræðu ekki hafa tíma til að tína til allt það sem hans ríkisstjórn hefði gert vel og ríkisstjórnin 2009-2013 illa. Hann vildi hins vegar ræða um málflutning stjórnarandstöðunnar sem snerist ekki um rök heldur öluðu á gremju, heyft og hatur auk töluverðs vonleysis og ótta. „Óttann þekkja þau vel sjálf. Stjórn landsins skilgreindi hann á milli áranna 2009 og 2013,“ sagði Sigmundur og vísaði til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar hjá þingflokki Vinstri grænna. Taldi hann til ótta við vogunarsjóði, aðgerðir í skuldamálum en fyrst og fremst „óttann við að vekja andann í þjóðinni og meta sig merkilega.“ Þetta hafi verið stjórnvöld sem voru meðvituð um að þau byggðu vald sitt á „reiði, tortryggni og gremju. Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri,“ sagði Sigmundur. Því meiri reiði því betur stæði ríkisstjórnin. Það væri andstæða við það sem ríkisstjórn hans hefði gert. „Ríkisstjórnar sem bauð upp á von, lofaði stórum hlutum og stóð við það. Þor til að taka stórar ákvarðanir. Fyrirheit um enn betri framtíð byggða á traustum grunni.“Endar illa þegar vald er byggt á reiði Sigmundur talaði af ákveðni og lét fram í köll úr sal ekki hafa áhrif á sig. „Stjórnarandstaðan vill aftur treysta á reiði sem söluvöru,“ sagði Sigmundur en sagði að það myndi alltaf enda illa þegar vald væri byggt á reiði . Sagan sannaði það. „Þingmenn hafa heimtað þetta og hitt en umfram allt völdin sín aftur. Sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst. Hér stendur valið á milli ríkisstjórnar sem byggir á þori, árangri og framförum eða stjórnarandstöðu sem byggir á ótta, reiði og vonleysi. Frammi fyrir þessum valkosti verður Alþingi að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.“ Panama-skjölin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og forsætisráðherra þangað til í gær, segir stjórnarandstöðuna ekki koma með nein rök með vantrauststillögu sinni. Ríkisstjórn hans sé farsæl og frammistaðan framúrskarandi á mörgum sviðum. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hann hafði gefið út að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar vantrausti. Sigmundur sagði árangur ríkisstjórnarinnar ekki hafa orðið til af sjálfu sér heldur með afgerandi aðgerðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haldið fram að þeir hefðu ætlað að gera svipaða hluti en þar lægi munurinn, þau hefðu talað í aðra átt og gert aðra hluti.Skilgreindu óttann frá 2009 til 2013 Hann sagðist í svo stuttri ræðu ekki hafa tíma til að tína til allt það sem hans ríkisstjórn hefði gert vel og ríkisstjórnin 2009-2013 illa. Hann vildi hins vegar ræða um málflutning stjórnarandstöðunnar sem snerist ekki um rök heldur öluðu á gremju, heyft og hatur auk töluverðs vonleysis og ótta. „Óttann þekkja þau vel sjálf. Stjórn landsins skilgreindi hann á milli áranna 2009 og 2013,“ sagði Sigmundur og vísaði til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar hjá þingflokki Vinstri grænna. Taldi hann til ótta við vogunarsjóði, aðgerðir í skuldamálum en fyrst og fremst „óttann við að vekja andann í þjóðinni og meta sig merkilega.“ Þetta hafi verið stjórnvöld sem voru meðvituð um að þau byggðu vald sitt á „reiði, tortryggni og gremju. Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri,“ sagði Sigmundur. Því meiri reiði því betur stæði ríkisstjórnin. Það væri andstæða við það sem ríkisstjórn hans hefði gert. „Ríkisstjórnar sem bauð upp á von, lofaði stórum hlutum og stóð við það. Þor til að taka stórar ákvarðanir. Fyrirheit um enn betri framtíð byggða á traustum grunni.“Endar illa þegar vald er byggt á reiði Sigmundur talaði af ákveðni og lét fram í köll úr sal ekki hafa áhrif á sig. „Stjórnarandstaðan vill aftur treysta á reiði sem söluvöru,“ sagði Sigmundur en sagði að það myndi alltaf enda illa þegar vald væri byggt á reiði . Sagan sannaði það. „Þingmenn hafa heimtað þetta og hitt en umfram allt völdin sín aftur. Sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst. Hér stendur valið á milli ríkisstjórnar sem byggir á þori, árangri og framförum eða stjórnarandstöðu sem byggir á ótta, reiði og vonleysi. Frammi fyrir þessum valkosti verður Alþingi að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.“
Panama-skjölin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira