Hinn drungalegi Ben Rothwell Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. apríl 2016 13:00 Ben Rothwell í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld berst hinn afar sérstaki Ben Rothwell sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum. Takist honum að sigra Junior dos Santos í kvöld fer hann langa leið með að tryggja sér titilbardaga. Ben Rothwell hefur óvænt sigrað fjóra bardaga í röð í þungavigtinni. Það er sjaldséð að sjá svo langar sigurgöngur í þungavigt UFC og fimm sigrar í röð ættu að gefa titilbardaga. Áður en sigurgangan hófst hafði honum aldrei tekist að vinna tvo bardaga í röð í UFC. Það var ekki fyrr en hann rotaði Alistair Overeem afar óvænt sem hjólin fóru að snúast. Síðast varð hann fyrsti maðurinn til að klára Josh Barnett með uppgjafartaki sem er hans stærsti sigur á ferlinum. Ben Rothwell hefur alltaf verið óvenjulegur maður. Stór, sköllóttur og með kafloðið bakið lítur hann út eins og drungalegi maðurinn í hryllingsmynd sem alla grunar um að sé morðinginn. Þegar betur er að gáð er þessi drungalegi maður sá vinalegasti og gæti staðið uppi sem hetjan í lokin. Eftir sigur hans á Matt Mitrione í fyrra átti hann eitt eftirminnilegasta og vandræðalegasta viðtal í manna minnum. Menn fóru að taka eftir honum og Rothwell fékk stærri bardaga og var meira í sviðsljósinu en áður. Það má samt ekki gleyma því að Rothwell á langan feril að baki, 20 rothögg og 13 sigra eftir uppgjafartök sem verður að teljast ansi gott. Þrátt fyrir ferilinn langa er óhætt að fullyrða að bardaginn í kvöld gegn fyrrum þungavigtarmeistaranum Junior dos Santos er hans stærsti á ferlinum. Bardagakvöldið hefst kl 18 í kvöld á Stöð 2 Sport 3 og verða sex bardagar á dagskrá. MMA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Í kvöld berst hinn afar sérstaki Ben Rothwell sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum. Takist honum að sigra Junior dos Santos í kvöld fer hann langa leið með að tryggja sér titilbardaga. Ben Rothwell hefur óvænt sigrað fjóra bardaga í röð í þungavigtinni. Það er sjaldséð að sjá svo langar sigurgöngur í þungavigt UFC og fimm sigrar í röð ættu að gefa titilbardaga. Áður en sigurgangan hófst hafði honum aldrei tekist að vinna tvo bardaga í röð í UFC. Það var ekki fyrr en hann rotaði Alistair Overeem afar óvænt sem hjólin fóru að snúast. Síðast varð hann fyrsti maðurinn til að klára Josh Barnett með uppgjafartaki sem er hans stærsti sigur á ferlinum. Ben Rothwell hefur alltaf verið óvenjulegur maður. Stór, sköllóttur og með kafloðið bakið lítur hann út eins og drungalegi maðurinn í hryllingsmynd sem alla grunar um að sé morðinginn. Þegar betur er að gáð er þessi drungalegi maður sá vinalegasti og gæti staðið uppi sem hetjan í lokin. Eftir sigur hans á Matt Mitrione í fyrra átti hann eitt eftirminnilegasta og vandræðalegasta viðtal í manna minnum. Menn fóru að taka eftir honum og Rothwell fékk stærri bardaga og var meira í sviðsljósinu en áður. Það má samt ekki gleyma því að Rothwell á langan feril að baki, 20 rothögg og 13 sigra eftir uppgjafartök sem verður að teljast ansi gott. Þrátt fyrir ferilinn langa er óhætt að fullyrða að bardaginn í kvöld gegn fyrrum þungavigtarmeistaranum Junior dos Santos er hans stærsti á ferlinum. Bardagakvöldið hefst kl 18 í kvöld á Stöð 2 Sport 3 og verða sex bardagar á dagskrá.
MMA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira