Frakkar munu hætta hernaðarlegum afskiptum sínum í Miðafríkulýðveldinu á þessu ári. Franski varnarmálaráðherrann, Jean-Yves Le Drian, greinir frá þessu.
Le Drian segir að tekist hafi að tryggja öryggi í landinu, en leggur áherslu að ekki sé búið að leysa öll þau vandamál sem landið stendur frammi fyrir.
Frakkar sendu hersveitir sínar til landsins í desember 2013 eftir að mikil alda ofbeldis reið þar yfir.
Miðafríkulýðveldið er gömul frönsk nýlenda sem lýsti yfir sjálfstæði árið 1960.
Erlent