Burt Bacharach heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. mars 2016 07:00 Burt Bacharach hefur unnið til ótal verðlauna fyrir verk sín. Þar á meðal eru átta Grammy-verðlaun og þrenn Óskarsverðlaun. mynd/getty Einn stærsti núlifandi lagahöfundur heimsins, sjálfur Burt Bacharach, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þriðjudaginn 12. júlí næstkomandi. Þessi 87 ára snillingur hefur á 60 ára ferli sínum samið meira en 500 lög, þar á meðal vinsæl lög eins og Anyone Who Had a Heart, Raindrops Keep Fallin' on My Head, What’s New Pussycat?, What The World Needs Now Is Love, I Say a Little Prayer og svo mætti lengi telja. Margverðlaunaður listamaður Guðbjartur Finnbjörnsson stendur fyrir tónleikunum. „Burt hélt ógleymanlega tónleika í fyrra, þegar hann spilaði fyrir framan 100.000 gesti á Glastonbury-hátíðinni. Hann hefur alls staðar verið að fá frábæra dóma. Það kemur með honum stór hljómsveit og svo spilar hann auðvitað á flygilinn eins og algjör meistari,“ segir Guðbjartur fullur tilhlökkunar. „Ég væri til í að vera svona þegar ég verð 87 ára gamall,“ bætir Guðbjartur við og hlær. Með Bacharach kemur hingað til lands stórhljómsveit og þrír söngvarar en þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi. Hann hefur unnið til ótal verðlauna fyrir verk sín. Þar á meðal eru átta Grammy-verðlaun, þrenn Óskarsverðlaun, ein Golden Globe-verðlaun og þá hefur hann samið 48 lög sem hafa farið á topp 10 í Bandaríkjunum, níu lög sem hafa farið í efsta sæti vinsældalistans og árið 2012 fékk hann hin virtu Gershwin-verðlaun og hélt þá frábæra tónleika fyrir Barack Obama í Hvíta húsinu. Dionne Warwick, Dusty Springfield, Jackie DeShannon, Bobbie Gentry, Tom Jones, Herb Alpert, B. J. Thomas og The Carpenters eru á meðal þeirra sem flutt hafa lög Bacharachs.Páll Óskar segir að tónlist Burst Bacharach hafi margoft bjargað lífi sínu.mynd/Allan SigurðssoLifandi goðsögn „Burt Bacharach er búinn að semja öll uppáhalds lögin þín og þú hefur ekki hugmynd um það,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem er gríðarlega mikill aðdáandi tónskáldsins. „Ég hef aldrei farið á tónleika með honum svo hér er langþráður draumur minn er að rætast.“ Hann segir tónlist Bacharachs oft hafa bjargað lífi sínu. „Og gerir enn. Burt Bacharach og textahöfundurinn Hal David höfðu jafn djúpstæð áhrif á popptónlist og Bítlarnir og Motown-gengið. Þetta fólk bjó til formið sem popptónlist er mótuð eftir enn í dag. Burt hefur ákveðna sérstöðu vegna þess honum tókst alltaf að gera þetta svo flókið-einfalt. Lögin hans virka ofsalega einföld kannski við fyrstu heyrn, en þegar þú ætlar þér að fara spila og flytja þetta sjálfur þá eru þetta svo gríðarlega flóknar taktskiptingar og hljómagangarnir eru stöðugt að taka óvæntar beygjur. Það er ekki fyrir hvern sem er að leika þessa músík, þú þarft að liggja yfir þessu. Hann nær samt að krossa yfir til almúgans með svona gríðarlega flókna músík. Ef þú hefur einhvern tíma ryksugað heima hjá þér, þá hefur þú sungið með I Say a Little Prayer,“ útskýrir Palli.Með Bacharach kemur hingað til lands stórhljómsveit og þrír söngvarar en þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi.mynd/gettySafnar öllum upptökum Palli var sautján ára gamall þegar tónlist Burts Bacharach fór að læðast inn í líf hans. Það var svo árið 1988 að hann kynntist tónlistinni fyrir alvöru, þegar hann vann við að skúra Kringluna. „Ég var að skúra Kringluna þegar hún var að opna og þar var plötubúð Skífunnar. Inni í Skífunni sá ég tvöfalda safnplötu á vínyl með söngkonu sem heitir Dionne Warwick og þar hjó ég eftir því að hvert einasta lag á þessari safnplötu var eftir sama manninn. Öll þessi uppáhaldslög mín sem höfðu verið að læðast til mín voru samin af Bacharach og Hal David þannig að ég sökkti mér á kaf í þetta og ég fór að safna öllum upptökum sem til eru af lögunum hans. Það mun taka mig alla ævina að fullkomna safnið, skal ég segja þér,“ segir Palli léttur í lundu. „Söngvarar slógust um að syngja lögin hans, þannig að oft eru til margar upptökur af sama laginu með mismunandi flytjendum. Það eru til meira en 120 útgefnar upptökur af „The Look of Love“. Eins og fyrr segir hefur Bacharach á 60 ára ferli sínum samið meira en 500 lög en getur Palli nefnt sín uppáhaldslög? „Ég elska mest Walk on By, I Just Don’t Know What to Do with Myself, Close to You, Alfie, I’ll Never Fall in Love Again, The Look of Love og I Say a Little Prayer,“ segir Palli. Hann hefur sjálfur gefið út sínar útgáfur af lögum Bacharachs og nýtur þess að flytja lögin hans. „Þegar ég spila til dæmis með Moniku hörpuleikara hef ég alltaf eitthvað eftir Burt á prógramminu, þessi lög hafa fylgt mér svo lengi. Tónlist þessa manns er löngu orðin hljóðrás lífs míns.“ Miðasala hefst þriðjudaginn 4. apríl á harpa.is. Golden Globes Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Einn stærsti núlifandi lagahöfundur heimsins, sjálfur Burt Bacharach, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þriðjudaginn 12. júlí næstkomandi. Þessi 87 ára snillingur hefur á 60 ára ferli sínum samið meira en 500 lög, þar á meðal vinsæl lög eins og Anyone Who Had a Heart, Raindrops Keep Fallin' on My Head, What’s New Pussycat?, What The World Needs Now Is Love, I Say a Little Prayer og svo mætti lengi telja. Margverðlaunaður listamaður Guðbjartur Finnbjörnsson stendur fyrir tónleikunum. „Burt hélt ógleymanlega tónleika í fyrra, þegar hann spilaði fyrir framan 100.000 gesti á Glastonbury-hátíðinni. Hann hefur alls staðar verið að fá frábæra dóma. Það kemur með honum stór hljómsveit og svo spilar hann auðvitað á flygilinn eins og algjör meistari,“ segir Guðbjartur fullur tilhlökkunar. „Ég væri til í að vera svona þegar ég verð 87 ára gamall,“ bætir Guðbjartur við og hlær. Með Bacharach kemur hingað til lands stórhljómsveit og þrír söngvarar en þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi. Hann hefur unnið til ótal verðlauna fyrir verk sín. Þar á meðal eru átta Grammy-verðlaun, þrenn Óskarsverðlaun, ein Golden Globe-verðlaun og þá hefur hann samið 48 lög sem hafa farið á topp 10 í Bandaríkjunum, níu lög sem hafa farið í efsta sæti vinsældalistans og árið 2012 fékk hann hin virtu Gershwin-verðlaun og hélt þá frábæra tónleika fyrir Barack Obama í Hvíta húsinu. Dionne Warwick, Dusty Springfield, Jackie DeShannon, Bobbie Gentry, Tom Jones, Herb Alpert, B. J. Thomas og The Carpenters eru á meðal þeirra sem flutt hafa lög Bacharachs.Páll Óskar segir að tónlist Burst Bacharach hafi margoft bjargað lífi sínu.mynd/Allan SigurðssoLifandi goðsögn „Burt Bacharach er búinn að semja öll uppáhalds lögin þín og þú hefur ekki hugmynd um það,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem er gríðarlega mikill aðdáandi tónskáldsins. „Ég hef aldrei farið á tónleika með honum svo hér er langþráður draumur minn er að rætast.“ Hann segir tónlist Bacharachs oft hafa bjargað lífi sínu. „Og gerir enn. Burt Bacharach og textahöfundurinn Hal David höfðu jafn djúpstæð áhrif á popptónlist og Bítlarnir og Motown-gengið. Þetta fólk bjó til formið sem popptónlist er mótuð eftir enn í dag. Burt hefur ákveðna sérstöðu vegna þess honum tókst alltaf að gera þetta svo flókið-einfalt. Lögin hans virka ofsalega einföld kannski við fyrstu heyrn, en þegar þú ætlar þér að fara spila og flytja þetta sjálfur þá eru þetta svo gríðarlega flóknar taktskiptingar og hljómagangarnir eru stöðugt að taka óvæntar beygjur. Það er ekki fyrir hvern sem er að leika þessa músík, þú þarft að liggja yfir þessu. Hann nær samt að krossa yfir til almúgans með svona gríðarlega flókna músík. Ef þú hefur einhvern tíma ryksugað heima hjá þér, þá hefur þú sungið með I Say a Little Prayer,“ útskýrir Palli.Með Bacharach kemur hingað til lands stórhljómsveit og þrír söngvarar en þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi.mynd/gettySafnar öllum upptökum Palli var sautján ára gamall þegar tónlist Burts Bacharach fór að læðast inn í líf hans. Það var svo árið 1988 að hann kynntist tónlistinni fyrir alvöru, þegar hann vann við að skúra Kringluna. „Ég var að skúra Kringluna þegar hún var að opna og þar var plötubúð Skífunnar. Inni í Skífunni sá ég tvöfalda safnplötu á vínyl með söngkonu sem heitir Dionne Warwick og þar hjó ég eftir því að hvert einasta lag á þessari safnplötu var eftir sama manninn. Öll þessi uppáhaldslög mín sem höfðu verið að læðast til mín voru samin af Bacharach og Hal David þannig að ég sökkti mér á kaf í þetta og ég fór að safna öllum upptökum sem til eru af lögunum hans. Það mun taka mig alla ævina að fullkomna safnið, skal ég segja þér,“ segir Palli léttur í lundu. „Söngvarar slógust um að syngja lögin hans, þannig að oft eru til margar upptökur af sama laginu með mismunandi flytjendum. Það eru til meira en 120 útgefnar upptökur af „The Look of Love“. Eins og fyrr segir hefur Bacharach á 60 ára ferli sínum samið meira en 500 lög en getur Palli nefnt sín uppáhaldslög? „Ég elska mest Walk on By, I Just Don’t Know What to Do with Myself, Close to You, Alfie, I’ll Never Fall in Love Again, The Look of Love og I Say a Little Prayer,“ segir Palli. Hann hefur sjálfur gefið út sínar útgáfur af lögum Bacharachs og nýtur þess að flytja lögin hans. „Þegar ég spila til dæmis með Moniku hörpuleikara hef ég alltaf eitthvað eftir Burt á prógramminu, þessi lög hafa fylgt mér svo lengi. Tónlist þessa manns er löngu orðin hljóðrás lífs míns.“ Miðasala hefst þriðjudaginn 4. apríl á harpa.is.
Golden Globes Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira