Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Bjarki Ármannsson skrifar 22. mars 2016 13:01 „Andrúmsloftið hér í borginni er mjög sérstakt,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fréttaritari 365 í Brussel, í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Sem kunnugt er, var sprengjuárás gerð á Zaventem-flugvellinum og í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni á áttunda tímanum. Staðfest er að 26 eru látnir en óttast er að sú tala gæti hækkað. Stöð 2 náði tali af Þorfinni þar sem hann var staddur við höfuðstöðvar Evrópusambandsins við Schumann-torgið, ekki langt frá Maelbeek-stöðinni. „Fyrir ofan mig er þyrla á sveimi,“ segir Þorfinnur. „Allt er lamað hér, öll samgöngukerfi, og fólki er bara ráðlagt að halda sig heima og taka því rólega.“ Þorfinnur var sjálfur á leið á flugvöllinn í dag áður en hann frétti af sprengingunum en foreldrar hans, þau Ómar Ragnarsson og Helga Jóhannsdóttir, voru á leið heim til Íslands eftir heimsókn til Brussel. „Þau áttu semsagt að fljúga heim með flugvél Icelandair, sem kom aldrei, þannig að það fer nú bara vel um foreldra mína heima, og kettina,“ segir Þorfinnur. Í Brussel eru fleiri sendiráð en nokkurs staðar annars staðar í heiminum og alla jafna mikil öryggisgæsla. Þorfinnur segist telja að gæslan muni aukast enn frekar í kjölfar þessara árása. „Það kemur nokkuð á óvart, og það er nokkuð bakslag í baráttunni gegn þessum öflum, að það er nýbúið að ná Salah Adbeslam á föstudaginn var,“ bendir Þorfinnur á. „Þannig að það bjóst eiginlega enginn við því að þeir gerðu þetta strax núna. Síðan hefur öryggisgæsla verið hækkuð í hæsta stig og það er erfitt að segja hvort hún muni nokkuð verða lækkuð á næstunni.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira
„Andrúmsloftið hér í borginni er mjög sérstakt,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fréttaritari 365 í Brussel, í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Sem kunnugt er, var sprengjuárás gerð á Zaventem-flugvellinum og í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni á áttunda tímanum. Staðfest er að 26 eru látnir en óttast er að sú tala gæti hækkað. Stöð 2 náði tali af Þorfinni þar sem hann var staddur við höfuðstöðvar Evrópusambandsins við Schumann-torgið, ekki langt frá Maelbeek-stöðinni. „Fyrir ofan mig er þyrla á sveimi,“ segir Þorfinnur. „Allt er lamað hér, öll samgöngukerfi, og fólki er bara ráðlagt að halda sig heima og taka því rólega.“ Þorfinnur var sjálfur á leið á flugvöllinn í dag áður en hann frétti af sprengingunum en foreldrar hans, þau Ómar Ragnarsson og Helga Jóhannsdóttir, voru á leið heim til Íslands eftir heimsókn til Brussel. „Þau áttu semsagt að fljúga heim með flugvél Icelandair, sem kom aldrei, þannig að það fer nú bara vel um foreldra mína heima, og kettina,“ segir Þorfinnur. Í Brussel eru fleiri sendiráð en nokkurs staðar annars staðar í heiminum og alla jafna mikil öryggisgæsla. Þorfinnur segist telja að gæslan muni aukast enn frekar í kjölfar þessara árása. „Það kemur nokkuð á óvart, og það er nokkuð bakslag í baráttunni gegn þessum öflum, að það er nýbúið að ná Salah Adbeslam á föstudaginn var,“ bendir Þorfinnur á. „Þannig að það bjóst eiginlega enginn við því að þeir gerðu þetta strax núna. Síðan hefur öryggisgæsla verið hækkuð í hæsta stig og það er erfitt að segja hvort hún muni nokkuð verða lækkuð á næstunni.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21
Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52
Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57